Nýr náttúrupassi Linda Blöndal skrifar 26. nóvember 2014 18:30 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra stefnir á að kynna málið í ríkistjórn næsta föstudag. Samtök ferðaþjónustunnar vilja hins vegar fara aðra leið, en ráðherra segir að nú sé einfaldlega tími til að klára málið. Ragnheiður Elín segist hafa tekið mið af fjölmörgum athugasemdum og gagnrýni undanfarna mánuði. Málið er í kostnaðarmati í ráðuneytinu og fæst ekki gefið upp hver verðlagningin verður. Komandi frumvarp mun leggja til að netið og snjallsímar nýtist helst fyrir náttúrupassann, eitt gjald verði innheimt og gildistími passans þrjú ár.Einn passi – sama gjald „Aðilar að náttúrupassa eru öll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga. Þetta er heildstætt kerfi sem hefur það að markmiði fyrst og síðast að vernda náttúruna, tryggja fjármögnun til verndun og viðhalds og til öryggis ferðamanna. Við erum með einfalt gjald, sama gjald fyrir alla, lágt og hóflegt gjald. Tekjurnar munu koma að mestu frá erlendum ferðamönnum”, sagði Ragnheiður Elín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hvatakerfi fyrir einkaaðila „Einkaaðilum verður boðið frjálst að vera með og við erum með ákveðinn hvata til þess sem ég get ekki farið nánar út í núna. Ég vil kynna það fyrst fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokkunum áður en lengra er haldið”, segir Ragnheiður Elín ennfremur. „Eftirlitið verður ekki í gjaldaskúrum á stöðunum heldur verðu eftirlitið meira í átt við það sem við þekkjum frá almenningssamgöngum í nágrannalöndunum, svona tékk á sumum stöðum”.Ferðaþjónustufyrirtæki hafna leiðinni Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki sátt við þessa leið og höfnuðu henni nýlega á fundi sínum eftir samráð við aðila í samtökunum. Samkvæmt framkvæmdastjóra Samtakanna, Helgu Árnadóttur í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í kvöld vilja þau frekar leggja gjaldið almennt inn í gistigjöld hótela og gistiheimila. Með því yrði gjaldtakan einföldust og einnig þyrfti ekki neitt sýnilegt umstang vegna gjaldtöku á ferðamannastöðum.Fer ekki gegn ferðaþjónustunni Aðspurð hvort hún sé ekki að hafna þeirri leið sem Samtök ferðaþjónustu vilji frekar hafa segir Ragnheiður það ekki. „Ég er ekki að hafna einu né neinu fyrirfram”, segir hún. „Ég er ekki að vinna í öðrum anda en því sem samtökin voru á fyrir örfáum mánuðum síðan.” Ragnheiður Elín segir að sér skiljist á samtölum sínum í dag við fólk í greininni að ekki séu allir á móti því að fara leið náttúrupassans. „Miðað við þau samtöl og símtöl sem ég hef átt í dag leyfi ég mér að efast um að bak við þessar skoðun samtakanna ríki fullkomin eindregni”. Ráðherra hafnar því þá alfarið að hækka gistináttagjald og segir eftirlit ekki verða kostnaðarsamt.Umtalsverðar tekjur munu hins vegar fást af gjaldtökunni með náttúrupassanum. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra stefnir á að kynna málið í ríkistjórn næsta föstudag. Samtök ferðaþjónustunnar vilja hins vegar fara aðra leið, en ráðherra segir að nú sé einfaldlega tími til að klára málið. Ragnheiður Elín segist hafa tekið mið af fjölmörgum athugasemdum og gagnrýni undanfarna mánuði. Málið er í kostnaðarmati í ráðuneytinu og fæst ekki gefið upp hver verðlagningin verður. Komandi frumvarp mun leggja til að netið og snjallsímar nýtist helst fyrir náttúrupassann, eitt gjald verði innheimt og gildistími passans þrjú ár.Einn passi – sama gjald „Aðilar að náttúrupassa eru öll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga. Þetta er heildstætt kerfi sem hefur það að markmiði fyrst og síðast að vernda náttúruna, tryggja fjármögnun til verndun og viðhalds og til öryggis ferðamanna. Við erum með einfalt gjald, sama gjald fyrir alla, lágt og hóflegt gjald. Tekjurnar munu koma að mestu frá erlendum ferðamönnum”, sagði Ragnheiður Elín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hvatakerfi fyrir einkaaðila „Einkaaðilum verður boðið frjálst að vera með og við erum með ákveðinn hvata til þess sem ég get ekki farið nánar út í núna. Ég vil kynna það fyrst fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokkunum áður en lengra er haldið”, segir Ragnheiður Elín ennfremur. „Eftirlitið verður ekki í gjaldaskúrum á stöðunum heldur verðu eftirlitið meira í átt við það sem við þekkjum frá almenningssamgöngum í nágrannalöndunum, svona tékk á sumum stöðum”.Ferðaþjónustufyrirtæki hafna leiðinni Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki sátt við þessa leið og höfnuðu henni nýlega á fundi sínum eftir samráð við aðila í samtökunum. Samkvæmt framkvæmdastjóra Samtakanna, Helgu Árnadóttur í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í kvöld vilja þau frekar leggja gjaldið almennt inn í gistigjöld hótela og gistiheimila. Með því yrði gjaldtakan einföldust og einnig þyrfti ekki neitt sýnilegt umstang vegna gjaldtöku á ferðamannastöðum.Fer ekki gegn ferðaþjónustunni Aðspurð hvort hún sé ekki að hafna þeirri leið sem Samtök ferðaþjónustu vilji frekar hafa segir Ragnheiður það ekki. „Ég er ekki að hafna einu né neinu fyrirfram”, segir hún. „Ég er ekki að vinna í öðrum anda en því sem samtökin voru á fyrir örfáum mánuðum síðan.” Ragnheiður Elín segir að sér skiljist á samtölum sínum í dag við fólk í greininni að ekki séu allir á móti því að fara leið náttúrupassans. „Miðað við þau samtöl og símtöl sem ég hef átt í dag leyfi ég mér að efast um að bak við þessar skoðun samtakanna ríki fullkomin eindregni”. Ráðherra hafnar því þá alfarið að hækka gistináttagjald og segir eftirlit ekki verða kostnaðarsamt.Umtalsverðar tekjur munu hins vegar fást af gjaldtökunni með náttúrupassanum.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira