Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 20:00 Nýlega greindum við frá því að maður lést vegna mistaka við lyfjagjöf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Mistök við lyfjagjöf eru raunar býsna algeng, lítum á tölur. Áætlað hefur verið að lyfjamistök verði hjá tíunda hverjum sjúklingi á sjúkrahúsum í Evrópu og að um sjö þúsund manns deyji árlega í Bandaríkjunum vegna þeirra. Þarlend rannsókn segir 20% lyfja á sjúkrahúsum vitlaust gefin og samkvæmt nýlegri hollenskri rannsókn eru yfir 80% líkur á að fólk á hjúkrunarheimilum verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst þar í eitt ár. Er ástæða til að ætla að ástandið sé betra hér? „Nei, ég held að ekkert bendi til þess að ástandið sé betra hér en í öðrum vestrænum löndum. Þetta er mjög svipað,“ segir Laura Scheving Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. Í rannsókn sem gerð var á Landspítalanum töldu 78% þátttakenda sig hafa átt aðild að lyfjamistökum, þar af helmingur undanfarið ár þegar spurningin var lögð fyrir. Ekki eru öll lyfjamistök skaðleg en hluti leiðir til tímabundins eða varanlegs skaða. Rekja má eitt til tvö dauðsföll á ári til lyfjamistaka hérlendis. Tilkynnt lyfjaatvik hér á landi árið 2011 voru 618, þar af 448 á Landspítalanum. Árið 2012 voru þau 759, þar af 490 á Landspítalanum. Þetta voru um 12% allra tilkynntra atvika, en talið er að lyfjaatvik séu í raun 40 til 50% þeirra svo um mikla vanskráningu er að ræða. Lyfjamistökin eru því í raun miklu fleiri. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er ástæða til þess. Það skiptir miklu máli að gæði og öryggi séu góð í heilbrigðisþjónustunni og þetta er eitthvað sem við verðum öll að vinna saman að,“ segir Laura. Hún segir sjúklinga geta sinnt mikilvægu eftirlitshlutverki sjálfir og játar því að aukin mannekla sé meðal orsaka lyfjamistaka. „Þær eru meðal annars óreynt starfsfólk, mannekla, truflanir þegar fólk sinnir lyfjagjöf og ekki nógu skýrir verkferlar. Þetta eru helstu ástæður sem hafa komið upp þannig að mannekla getur haft áhrif.“ Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Nýlega greindum við frá því að maður lést vegna mistaka við lyfjagjöf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Mistök við lyfjagjöf eru raunar býsna algeng, lítum á tölur. Áætlað hefur verið að lyfjamistök verði hjá tíunda hverjum sjúklingi á sjúkrahúsum í Evrópu og að um sjö þúsund manns deyji árlega í Bandaríkjunum vegna þeirra. Þarlend rannsókn segir 20% lyfja á sjúkrahúsum vitlaust gefin og samkvæmt nýlegri hollenskri rannsókn eru yfir 80% líkur á að fólk á hjúkrunarheimilum verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst þar í eitt ár. Er ástæða til að ætla að ástandið sé betra hér? „Nei, ég held að ekkert bendi til þess að ástandið sé betra hér en í öðrum vestrænum löndum. Þetta er mjög svipað,“ segir Laura Scheving Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. Í rannsókn sem gerð var á Landspítalanum töldu 78% þátttakenda sig hafa átt aðild að lyfjamistökum, þar af helmingur undanfarið ár þegar spurningin var lögð fyrir. Ekki eru öll lyfjamistök skaðleg en hluti leiðir til tímabundins eða varanlegs skaða. Rekja má eitt til tvö dauðsföll á ári til lyfjamistaka hérlendis. Tilkynnt lyfjaatvik hér á landi árið 2011 voru 618, þar af 448 á Landspítalanum. Árið 2012 voru þau 759, þar af 490 á Landspítalanum. Þetta voru um 12% allra tilkynntra atvika, en talið er að lyfjaatvik séu í raun 40 til 50% þeirra svo um mikla vanskráningu er að ræða. Lyfjamistökin eru því í raun miklu fleiri. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er ástæða til þess. Það skiptir miklu máli að gæði og öryggi séu góð í heilbrigðisþjónustunni og þetta er eitthvað sem við verðum öll að vinna saman að,“ segir Laura. Hún segir sjúklinga geta sinnt mikilvægu eftirlitshlutverki sjálfir og játar því að aukin mannekla sé meðal orsaka lyfjamistaka. „Þær eru meðal annars óreynt starfsfólk, mannekla, truflanir þegar fólk sinnir lyfjagjöf og ekki nógu skýrir verkferlar. Þetta eru helstu ástæður sem hafa komið upp þannig að mannekla getur haft áhrif.“
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00
Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00