Óábyrgt að halda aðildarviðræðum áfram Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir algerlega óábyrgt að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýni að engar varanlegar undanþágur fáist og Evrópusambandið þurfi að gerbreyta sjávarútvegsstefnu sinni til að mæta þörfum Íslensdinga. Viðamikil umræða um skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu Evrópusambandsins og þróun þess hófst á Alþingi í dag og verður framhaldið á morgun. Eins og oft áður þegar gerðar eru skýrslur í umdeildum málum, telja bæði stuðningsmenn og andstæðingar áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið að skýrsla Hagfræðistofnunar renni stoðum undir þeirra skoðun. Enginn ætlar sér í raun að skipta um skoðun. En það sem skiptir máli núna er hvað ríkisstjórnin ætlar að gera næst. Ríkisstjórnin hefur lýst ýmsum annmörkum á þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið og því sennilegt að þingsályktun um slit viðræðna líti dagsins ljós áður en langt er um liðið. Utanríkisráðherra sagði að viðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið og yrðu aðlögunarviðræður. Aðildarferlið sé ekki hugsað fyrir þróuð ríki eins og Ísland. „Stækkunarstefnan er í eðli sínu óbilgjörn. Hún er ekki framkvæmd á jafningjagrundvelli. Þessi stækkunarstefna hentar ekki Íslandi. Þá er ábyrgðarhluti að hrinda í framkvæmd aðildarviðræðum þegar þannig háttar til. Að þessum forsendum gefnum er það að mínu mati fullkomlega óábyrgt að halda áfram þessum viðræðum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýndi að varanlegar undanþágur væru ekki í boði í stærstu hagsmunamálunum, landbúnaði og sjávarútvegi. „Ég held að öllum sé það ljóst að ef ætti að ná aðildarsamningi fyrir Ísland, sem ætti einhverja von á að vera samþykktur, þyrfti Evrópusambandið nánast bæði að að breyta sjávarútvegsstefnu sinni í öllum grundvallaratriðum sem og að fallast á lausnir í landbúnaði sem gengju þvert á kerfi sambandsins,“ segir utanríkisráðherra.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði það sérstaka lífsreynslu að vera svo mikið ósamála einum manni á svo skömmum tíma. „Evrópusambandið er ekki bara einhver klúbbur sem maður gengur í og þá verður allt gott. Evrópusambandið er samstarfsvettvangur fullvalda ríkja í Evrópu sem hafa kosið að reyna eftir besta megni að leysa vandamál sín saman,“ sagði Guðmundur.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina minna sig á söguna af manninum sem hélt að bæ eftir að sprakk á bílnum hjá honum til að fá lánaðan tjakk og sannfærðist um að engan tjakk væri að fá. „Hún er að finna sér stöðugt leiðir til þess að forðast að fá svör við þeim efnislegu spurningum sem þjóðin þarf á að halda að fá svör við í þessu stóra máli. Hún er að finna leiðir til þess að ímynda sér að svörin verði svo svakaleg að það sé ekki réttlætanlegt að spyrja spurninganna,“ sagði Árni Páll Árnason í umræðunum á Alþingi í dag. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Utanríkisráðherra segir algerlega óábyrgt að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýni að engar varanlegar undanþágur fáist og Evrópusambandið þurfi að gerbreyta sjávarútvegsstefnu sinni til að mæta þörfum Íslensdinga. Viðamikil umræða um skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu Evrópusambandsins og þróun þess hófst á Alþingi í dag og verður framhaldið á morgun. Eins og oft áður þegar gerðar eru skýrslur í umdeildum málum, telja bæði stuðningsmenn og andstæðingar áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið að skýrsla Hagfræðistofnunar renni stoðum undir þeirra skoðun. Enginn ætlar sér í raun að skipta um skoðun. En það sem skiptir máli núna er hvað ríkisstjórnin ætlar að gera næst. Ríkisstjórnin hefur lýst ýmsum annmörkum á þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið og því sennilegt að þingsályktun um slit viðræðna líti dagsins ljós áður en langt er um liðið. Utanríkisráðherra sagði að viðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið og yrðu aðlögunarviðræður. Aðildarferlið sé ekki hugsað fyrir þróuð ríki eins og Ísland. „Stækkunarstefnan er í eðli sínu óbilgjörn. Hún er ekki framkvæmd á jafningjagrundvelli. Þessi stækkunarstefna hentar ekki Íslandi. Þá er ábyrgðarhluti að hrinda í framkvæmd aðildarviðræðum þegar þannig háttar til. Að þessum forsendum gefnum er það að mínu mati fullkomlega óábyrgt að halda áfram þessum viðræðum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýndi að varanlegar undanþágur væru ekki í boði í stærstu hagsmunamálunum, landbúnaði og sjávarútvegi. „Ég held að öllum sé það ljóst að ef ætti að ná aðildarsamningi fyrir Ísland, sem ætti einhverja von á að vera samþykktur, þyrfti Evrópusambandið nánast bæði að að breyta sjávarútvegsstefnu sinni í öllum grundvallaratriðum sem og að fallast á lausnir í landbúnaði sem gengju þvert á kerfi sambandsins,“ segir utanríkisráðherra.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði það sérstaka lífsreynslu að vera svo mikið ósamála einum manni á svo skömmum tíma. „Evrópusambandið er ekki bara einhver klúbbur sem maður gengur í og þá verður allt gott. Evrópusambandið er samstarfsvettvangur fullvalda ríkja í Evrópu sem hafa kosið að reyna eftir besta megni að leysa vandamál sín saman,“ sagði Guðmundur.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina minna sig á söguna af manninum sem hélt að bæ eftir að sprakk á bílnum hjá honum til að fá lánaðan tjakk og sannfærðist um að engan tjakk væri að fá. „Hún er að finna sér stöðugt leiðir til þess að forðast að fá svör við þeim efnislegu spurningum sem þjóðin þarf á að halda að fá svör við í þessu stóra máli. Hún er að finna leiðir til þess að ímynda sér að svörin verði svo svakaleg að það sé ekki réttlætanlegt að spyrja spurninganna,“ sagði Árni Páll Árnason í umræðunum á Alþingi í dag.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira