Óábyrgt að halda aðildarviðræðum áfram Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir algerlega óábyrgt að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýni að engar varanlegar undanþágur fáist og Evrópusambandið þurfi að gerbreyta sjávarútvegsstefnu sinni til að mæta þörfum Íslensdinga. Viðamikil umræða um skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu Evrópusambandsins og þróun þess hófst á Alþingi í dag og verður framhaldið á morgun. Eins og oft áður þegar gerðar eru skýrslur í umdeildum málum, telja bæði stuðningsmenn og andstæðingar áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið að skýrsla Hagfræðistofnunar renni stoðum undir þeirra skoðun. Enginn ætlar sér í raun að skipta um skoðun. En það sem skiptir máli núna er hvað ríkisstjórnin ætlar að gera næst. Ríkisstjórnin hefur lýst ýmsum annmörkum á þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið og því sennilegt að þingsályktun um slit viðræðna líti dagsins ljós áður en langt er um liðið. Utanríkisráðherra sagði að viðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið og yrðu aðlögunarviðræður. Aðildarferlið sé ekki hugsað fyrir þróuð ríki eins og Ísland. „Stækkunarstefnan er í eðli sínu óbilgjörn. Hún er ekki framkvæmd á jafningjagrundvelli. Þessi stækkunarstefna hentar ekki Íslandi. Þá er ábyrgðarhluti að hrinda í framkvæmd aðildarviðræðum þegar þannig háttar til. Að þessum forsendum gefnum er það að mínu mati fullkomlega óábyrgt að halda áfram þessum viðræðum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýndi að varanlegar undanþágur væru ekki í boði í stærstu hagsmunamálunum, landbúnaði og sjávarútvegi. „Ég held að öllum sé það ljóst að ef ætti að ná aðildarsamningi fyrir Ísland, sem ætti einhverja von á að vera samþykktur, þyrfti Evrópusambandið nánast bæði að að breyta sjávarútvegsstefnu sinni í öllum grundvallaratriðum sem og að fallast á lausnir í landbúnaði sem gengju þvert á kerfi sambandsins,“ segir utanríkisráðherra.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði það sérstaka lífsreynslu að vera svo mikið ósamála einum manni á svo skömmum tíma. „Evrópusambandið er ekki bara einhver klúbbur sem maður gengur í og þá verður allt gott. Evrópusambandið er samstarfsvettvangur fullvalda ríkja í Evrópu sem hafa kosið að reyna eftir besta megni að leysa vandamál sín saman,“ sagði Guðmundur.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina minna sig á söguna af manninum sem hélt að bæ eftir að sprakk á bílnum hjá honum til að fá lánaðan tjakk og sannfærðist um að engan tjakk væri að fá. „Hún er að finna sér stöðugt leiðir til þess að forðast að fá svör við þeim efnislegu spurningum sem þjóðin þarf á að halda að fá svör við í þessu stóra máli. Hún er að finna leiðir til þess að ímynda sér að svörin verði svo svakaleg að það sé ekki réttlætanlegt að spyrja spurninganna,“ sagði Árni Páll Árnason í umræðunum á Alþingi í dag. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Utanríkisráðherra segir algerlega óábyrgt að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýni að engar varanlegar undanþágur fáist og Evrópusambandið þurfi að gerbreyta sjávarútvegsstefnu sinni til að mæta þörfum Íslensdinga. Viðamikil umræða um skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu Evrópusambandsins og þróun þess hófst á Alþingi í dag og verður framhaldið á morgun. Eins og oft áður þegar gerðar eru skýrslur í umdeildum málum, telja bæði stuðningsmenn og andstæðingar áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið að skýrsla Hagfræðistofnunar renni stoðum undir þeirra skoðun. Enginn ætlar sér í raun að skipta um skoðun. En það sem skiptir máli núna er hvað ríkisstjórnin ætlar að gera næst. Ríkisstjórnin hefur lýst ýmsum annmörkum á þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið og því sennilegt að þingsályktun um slit viðræðna líti dagsins ljós áður en langt er um liðið. Utanríkisráðherra sagði að viðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið og yrðu aðlögunarviðræður. Aðildarferlið sé ekki hugsað fyrir þróuð ríki eins og Ísland. „Stækkunarstefnan er í eðli sínu óbilgjörn. Hún er ekki framkvæmd á jafningjagrundvelli. Þessi stækkunarstefna hentar ekki Íslandi. Þá er ábyrgðarhluti að hrinda í framkvæmd aðildarviðræðum þegar þannig háttar til. Að þessum forsendum gefnum er það að mínu mati fullkomlega óábyrgt að halda áfram þessum viðræðum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýndi að varanlegar undanþágur væru ekki í boði í stærstu hagsmunamálunum, landbúnaði og sjávarútvegi. „Ég held að öllum sé það ljóst að ef ætti að ná aðildarsamningi fyrir Ísland, sem ætti einhverja von á að vera samþykktur, þyrfti Evrópusambandið nánast bæði að að breyta sjávarútvegsstefnu sinni í öllum grundvallaratriðum sem og að fallast á lausnir í landbúnaði sem gengju þvert á kerfi sambandsins,“ segir utanríkisráðherra.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði það sérstaka lífsreynslu að vera svo mikið ósamála einum manni á svo skömmum tíma. „Evrópusambandið er ekki bara einhver klúbbur sem maður gengur í og þá verður allt gott. Evrópusambandið er samstarfsvettvangur fullvalda ríkja í Evrópu sem hafa kosið að reyna eftir besta megni að leysa vandamál sín saman,“ sagði Guðmundur.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina minna sig á söguna af manninum sem hélt að bæ eftir að sprakk á bílnum hjá honum til að fá lánaðan tjakk og sannfærðist um að engan tjakk væri að fá. „Hún er að finna sér stöðugt leiðir til þess að forðast að fá svör við þeim efnislegu spurningum sem þjóðin þarf á að halda að fá svör við í þessu stóra máli. Hún er að finna leiðir til þess að ímynda sér að svörin verði svo svakaleg að það sé ekki réttlætanlegt að spyrja spurninganna,“ sagði Árni Páll Árnason í umræðunum á Alþingi í dag.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira