Erfitt að koma aftur á sitt gamla heimili Ingvar Haraldsson skrifar 19. maí 2014 00:01 Gerður stendur yfir ofan gamla húsið sitt að Gerðisbraut 10 sem núna er orðið hluti af safninu Eldheimum sem opnar á föstudag. Vísir/Óskar Friðriksson „Það var tilfinningaþrungin stund að koma þangað aftur, 38 árum síðar. Þetta var húsið sem við hjónin vorum búin að byggja og leggja alla okkar peninga í og við þurftum að yfirgefa svo skyndilega. Við áttum ekki krónu eftir eldgosið. En þetta eru dauðir hlutir og það var hægt að eignast þetta allt aftur.“ segir Gerður Sigríðardóttir, fyrrverandi íbúi á Gerðisbraut 10, sem verður miðpunktur safnsins Eldheima. Opnunarvígsla safnsins verður í Vestmannaeyjum á föstudaginn. Safnið er byggt yfir Gerðisbraut 10 sem grófst undir þykku öskulagi í eldgosinu. Gerður Sigurðardóttir bjó á Gerðisbraut 10 ásamt Guðna Ólafssyni skipstjóra og þremur ungum börnum þegar gosið hófst aðfaranótt 23. janúar 1973. Hún segist hafa fundið snarpan jarðskjálfta kvöldið áður en gosið hófst. „Það voru miklar drunur og læti, líkt og stór vörubíll væri að keyra fram hjá. Ég vissi það ekki fyrr en síðar að þarna var kvikan að leita sér að útgönguleið og hefði allt eins getað komið upp í gegnum stofugólfið.“Gerður í húsinu.Vísir/Óskar FriðrikssonHún segist hafa orðið vitni að því þegar jörðin sprakk og eldsúlurnar gusu upp en húsið er fjögur hundruð metrum frá upptökum eldgosins. „Þetta var náttúran í sinni mögnuðustu mynd, bæði flott og ógnvekjandi.“ Fjölskyldan þurfti að yfirgefa húsið á náttfötunum eftir að gosið hófst. Í kjölfar eldgossins flutti fjölskyldan upp á land í tvö ár, þangað til Ólafur Helgason, þáverandi bankastjóri Útvegsbankans, styrkti fjölskylduna og fleiri útgerðarmenn til enduruppbyggingar Vestmanneyja í von um að koma útgerð aftur af stað í bænum. Gerður segir safnið mikilvægt framtak því eldgosið sé að gleymast hjá yngri kynslóðum. Hún segir húsið mjög reisulegt og rúmi ýmsa starfsemi. „Þarna verður sýning um eldgosið auk fundarsala, sýningarsals fyrir listasýningar og mögulega kaffihús í framtíðinni.“ Eftir opnunarvígsluna á föstudaginn verður safnið opið almenningi. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
„Það var tilfinningaþrungin stund að koma þangað aftur, 38 árum síðar. Þetta var húsið sem við hjónin vorum búin að byggja og leggja alla okkar peninga í og við þurftum að yfirgefa svo skyndilega. Við áttum ekki krónu eftir eldgosið. En þetta eru dauðir hlutir og það var hægt að eignast þetta allt aftur.“ segir Gerður Sigríðardóttir, fyrrverandi íbúi á Gerðisbraut 10, sem verður miðpunktur safnsins Eldheima. Opnunarvígsla safnsins verður í Vestmannaeyjum á föstudaginn. Safnið er byggt yfir Gerðisbraut 10 sem grófst undir þykku öskulagi í eldgosinu. Gerður Sigurðardóttir bjó á Gerðisbraut 10 ásamt Guðna Ólafssyni skipstjóra og þremur ungum börnum þegar gosið hófst aðfaranótt 23. janúar 1973. Hún segist hafa fundið snarpan jarðskjálfta kvöldið áður en gosið hófst. „Það voru miklar drunur og læti, líkt og stór vörubíll væri að keyra fram hjá. Ég vissi það ekki fyrr en síðar að þarna var kvikan að leita sér að útgönguleið og hefði allt eins getað komið upp í gegnum stofugólfið.“Gerður í húsinu.Vísir/Óskar FriðrikssonHún segist hafa orðið vitni að því þegar jörðin sprakk og eldsúlurnar gusu upp en húsið er fjögur hundruð metrum frá upptökum eldgosins. „Þetta var náttúran í sinni mögnuðustu mynd, bæði flott og ógnvekjandi.“ Fjölskyldan þurfti að yfirgefa húsið á náttfötunum eftir að gosið hófst. Í kjölfar eldgossins flutti fjölskyldan upp á land í tvö ár, þangað til Ólafur Helgason, þáverandi bankastjóri Útvegsbankans, styrkti fjölskylduna og fleiri útgerðarmenn til enduruppbyggingar Vestmanneyja í von um að koma útgerð aftur af stað í bænum. Gerður segir safnið mikilvægt framtak því eldgosið sé að gleymast hjá yngri kynslóðum. Hún segir húsið mjög reisulegt og rúmi ýmsa starfsemi. „Þarna verður sýning um eldgosið auk fundarsala, sýningarsals fyrir listasýningar og mögulega kaffihús í framtíðinni.“ Eftir opnunarvígsluna á föstudaginn verður safnið opið almenningi.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira