Innlent

Vilja klára fyrir miðvikudag

Snærós Sindradóttir skrifar
Vísir/GVA
Samningaviðræðum grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga miðar vel áfram segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.

„Það er bara allt undir og við vinnum hörðum höndum að því að klára fyrir miðvikudag,“ segir Ólafur. Næsta vinnustöðvun er áætluð miðvikudaginn 21. maí næstkomandi.

Kennarar funduðu hjá Ríkissáttasemjara alla helgina frá morgni til kvölds og héldu áfram nú í morgunsárið. Tæplega 4.300 kennarar leggja niður störf ef til vinnustöðvunar kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×