Erlent

Höfnuðu lágmarkslaunum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Um 75 prósent Svisslendinga höfnuðu lágmarkslaunahækkun.
Um 75 prósent Svisslendinga höfnuðu lágmarkslaunahækkun. Vísir/AP
Svisslendingar synjuðu breytingum á lágmarkslaunum þar í landi í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær.

Meira en þrír fjórðu þeirra sem kusu höfnuðu lágmarkslaunatillögu þarlendra verkalýðsfélaga en hefði hún verði samþykkt hefðu Svisslendingar haft hæstu lágmarkslaun heims. Johann Schneider-Ammann fagnaði niðurstöðunni og sagði að lágmarkslaunin hefðu leitt til atvinnumissis hefði tillagan verið samþykkt.

Einnig var kosið um breytingar á svissneska flughernum þar sem því var hafnað að útvega honum 22 nýjum orustuþotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×