Erlent

Segir fatakaup vera einkamál

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lars LØkke Rasmussen kveðst hafa greitt fyrir þau föt sem hann hafi tekið til eigin nota.
Lars LØkke Rasmussen kveðst hafa greitt fyrir þau föt sem hann hafi tekið til eigin nota. Vísir/AFP
Formaður Venstre í Danmörku, Lars Løkke Rasmussen, vill ekki greina frá því hversu miklu hann hefur haldið af fatnaðinum sem flokkurinn keypti handa honum á árunum 2010 og 2011.

Á vef danska ríkisútvarpsins var haft eftir flokksformanninum að það sé einkamál hans hversu miklu hann verji í fatnað, pitsur og innkaup. Ekstra Bladet greindi frá því að flokkurinn hefði varið yfir 150 þúsundum danskra króna í fatnað á formanninn sem samsvarar rúmlega þremur milljónum íslenskra króna.

Framkvæmdastjóri Venstre, hefur greint frá því að flokkurinn hafi greitt fyrir fatnað handa formanninum í tengslum við kosningabaráttu og myndatökur. Allan fatnað sem Rasmussen hafi síðar tekið til eigin nota hafi hann sjálfur greitt fyrir. Þetta staðfestir formaðurinn sem kveðst hafa verið sendur í ákveðna herrafataverslun til fatakaupanna.

Áður hafði flokkurinn greitt 110 þúsund danskar krónur, rúmar tvær milljónir íslenskra króna, fyrir reykklefa formannsins í stjórnarráðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×