Innlent

Þröngt mega alifuglar sitja

Jakob Bjarnar skrifar
Sigurður Ingi mætti taka meira tillit til alifugla en hann gerir, að mati samtakanna Velbú.
Sigurður Ingi mætti taka meira tillit til alifugla en hann gerir, að mati samtakanna Velbú.
Stofnað hefur verið til undirskriftasöfnunar á netinu þar sem ákvæði í reglugerð um alifugla, sem nú er í vinnslu hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar, er harðlega mótmælt. Undirskriftasöfnunin er að undirlagi samtakanna Velbú – samtök um velferð búfjár og þegar hafa vel á sex hundruð manns skrifað undir áskorun.

Mótmælin snúa að „þéttleika alifugla til kjötframleiðslu. Við undirrituð gerum alvarlegar athugasemdir við ákvæði í reglugerð um aðbúnað alifugla (drög 6. maí 2014) sem er í vinnslu hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, er snúa að þéttleika alifugla til kjötframleiðslu. Að okkar mati er bæði um afturför frá núverandi reglugerð (1995) að ræða auk þess sem ný viðmið reglugerðarinnar ganga þvert á markmið nýrra laga um velferð dýra sem tóku gildi 1.1.2014,“ segir á síðunni.

Bent er á að í 30. grein reglugerðarinnar, sem snýr að þéttleika kjúklinga, er mælt með að hámarksþéttleiki fugla sé aukinn upp í  33kg/m2 og eru einnig gefnar undantekningar upp í 42 kg/m2. „Við teljum að þetta sé of mikill þéttleiki sé tillit tekið til velferðar dýranna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×