Innlent

Rifbeinsbrutu mann fyrir að góna á þær

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögreglan á Selfossi hafði nóg að gera um helgina.
Lögreglan á Selfossi hafði nóg að gera um helgina. Vísir/GVA
Lögreglan á Selfossi handtók um helgina tvær konur um tvítugt fyrir að ráðast inn á fertugan mann.

Ástæðan fyrir árásinni er sú að konurnar töldu manninn vera að góna á þær í tíma og ótíma. Annar karlmaður, vinur kvennanna, mætti svo á staðinn og tók þátt í æsingnum sem lauk með því að önnur konan beit og hrinti fyrrnefnda manninum með þeim afleiðingum að hann rifbeinsbrotnaði.

Konurnar tvær og vinur þeirra voru handtekin og yfirheyrð. Málið er nú upplýst og verður sent til ákæruvalds að lokinni rannsókn. Atvikið átti sér stað uppúr klukkan átta á laugardagsmorgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×