Eygló vill ekki hlífa vændiskaupendum Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2014 14:45 "Hvers eiga fórnarlömb kynferðisofbeldis í þessum málum að gjalda? Hefur embættið einhverja fordóma gegn þessum fórnarlömbum,“ spyr Brynjar Níelsson en Eygló Harðardóttir hefur talað skýrt fyrir opnu þinghaldi í málum meintra vændiskaupenda. visir Þekktir lögmenn, svo sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Brynjar Níelsson, velta fyrir sér prinsippum er snúa að opnu þinghaldi í málefnum meintra vændiskaupenda. Andi hinna umdeildu laga um kaup og sölu á vændi er sá að þeir sem uppvísir verða að því kaupa vændi verði nafngreindir -- aðeins þannig nái ætlaður fælingarmáttur fram. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra er ein þeirra sem lagt hefur áherslu á þetta atriði.Einar Tryggvasonkrafðist þess fyrir hönd ríkissaksóknara við þingfestingu í morgun að þinghald yrði opið í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. I dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að kveða upp úrskurð sinn í málinu. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar. Meðferð málsins í héraði var frestað til 17. desember.Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins mannanna, mótmælti því með vísan til 10. greinar sakamálalaga, a og d liða, sem fjalla um að þinghöld skuli lokuð til hlífðar sakborningi, brotaþola, vandamanni þeirra, vitna eða af velsæmisástæðum. Hann segir aftur kominn upp ágreining um hvort þinghöld í þessum málum skuli haldin fyrir luktum dyrum eða ekki. „Hæstiréttur mun hafa síðasta orðið í þessu eins og öðru.“Vilja auðmýkja og smána hina ákærðuVilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er einn þeirra sem veltir málinu fyrir sér og hann ritar stuttan pistil á Fb-síðu sína þar sem hann lýsir því yfir að þetta sé beinlínis sorgleg krafa hjá ríkissaksóknara. „Gapastokkurinn var aflagður sem refsitæki á Íslandi árið 1808 meðal annars af mannúðarástæðum. Tveimur öldum og ótal mannréttindasamningum síðar vill ríkissaksóknari endurvekja þetta forna refsitól og auðmýkja og smána ákærðu opinberlega. Ef sök sannast er sektargreiðslan sem ákærðu verða dæmdir til þess að greiða algjört aukaatriði í samburði við aftökuna á mannorði viðkomandi sem ríkissaksóknari gerir kröfu um að fari fram í beinni útsendingu,“ segir Vilhjálmur og bendir á að rétt sé að hafa í huga að mannorð þeirra sem verða hugsanlegir sýknaðir af vændiskaupum verður líka lagt í rúst nái krafa ríkissaksóknara fram að ganga: „Nú er mikilvægt að héraðsdómur standi í lappirnar.“Fælingarmáttur lagannaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, mælti fyrir vændisfrumvarpinu á sínum tíma, þar sem leitt var í lög að kaup væru refsiverð en sala vændis ekki. Hún hefur fordæmt lokað þinghald í málum sem þessum, gerði það meðal annars í úttekt Pressunnar, það græfi undan fælingarmætti og anda laganna. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra var Álfheiði hjartanlega sammála fyrir fjórum árum og sagði að „nöfn vændiskaupenda hlytu að koma fram í dómi héraðsdóms yrðu þeir sakfelldir. Þeim ætti ekki að hlífa umfram til dæmis dæmda nauðgara.“ Vísir hafði samband við ráðherra og hún tjáði miðlinum það að hún hafi í engu breytt um skoðun.Fordómar saksóknara gegn vændiskonumBrynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður leggur orð í belg hjá Vilhjálmi, og hann bendir á tvískinnung sem hann telur að felist í þessari afstöðu. „Skilgreindi löggjafinn ekki vændiskaup sem kynferðisbrot gegn seljandanum? Síðast þegar ég vissi var ríkissaksóknari alltaf sá sem krafðist lokaðara þinghalda í kynferðisbrotamálum. Hvers eiga fórnarlömb kynferðisofbeldis í þessum málum að gjalda? Hefur embættið einhverja fordóma gegn þessum fórnarlömbum sem þurfa að þola gífurlegt ofbeldi af hendi kaupenda sem stofnar auðvitað sálarheill þolans í stórkostlega hættu?“ Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Þekktir lögmenn, svo sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Brynjar Níelsson, velta fyrir sér prinsippum er snúa að opnu þinghaldi í málefnum meintra vændiskaupenda. Andi hinna umdeildu laga um kaup og sölu á vændi er sá að þeir sem uppvísir verða að því kaupa vændi verði nafngreindir -- aðeins þannig nái ætlaður fælingarmáttur fram. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra er ein þeirra sem lagt hefur áherslu á þetta atriði.Einar Tryggvasonkrafðist þess fyrir hönd ríkissaksóknara við þingfestingu í morgun að þinghald yrði opið í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. I dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að kveða upp úrskurð sinn í málinu. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar. Meðferð málsins í héraði var frestað til 17. desember.Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins mannanna, mótmælti því með vísan til 10. greinar sakamálalaga, a og d liða, sem fjalla um að þinghöld skuli lokuð til hlífðar sakborningi, brotaþola, vandamanni þeirra, vitna eða af velsæmisástæðum. Hann segir aftur kominn upp ágreining um hvort þinghöld í þessum málum skuli haldin fyrir luktum dyrum eða ekki. „Hæstiréttur mun hafa síðasta orðið í þessu eins og öðru.“Vilja auðmýkja og smána hina ákærðuVilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er einn þeirra sem veltir málinu fyrir sér og hann ritar stuttan pistil á Fb-síðu sína þar sem hann lýsir því yfir að þetta sé beinlínis sorgleg krafa hjá ríkissaksóknara. „Gapastokkurinn var aflagður sem refsitæki á Íslandi árið 1808 meðal annars af mannúðarástæðum. Tveimur öldum og ótal mannréttindasamningum síðar vill ríkissaksóknari endurvekja þetta forna refsitól og auðmýkja og smána ákærðu opinberlega. Ef sök sannast er sektargreiðslan sem ákærðu verða dæmdir til þess að greiða algjört aukaatriði í samburði við aftökuna á mannorði viðkomandi sem ríkissaksóknari gerir kröfu um að fari fram í beinni útsendingu,“ segir Vilhjálmur og bendir á að rétt sé að hafa í huga að mannorð þeirra sem verða hugsanlegir sýknaðir af vændiskaupum verður líka lagt í rúst nái krafa ríkissaksóknara fram að ganga: „Nú er mikilvægt að héraðsdómur standi í lappirnar.“Fælingarmáttur lagannaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, mælti fyrir vændisfrumvarpinu á sínum tíma, þar sem leitt var í lög að kaup væru refsiverð en sala vændis ekki. Hún hefur fordæmt lokað þinghald í málum sem þessum, gerði það meðal annars í úttekt Pressunnar, það græfi undan fælingarmætti og anda laganna. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra var Álfheiði hjartanlega sammála fyrir fjórum árum og sagði að „nöfn vændiskaupenda hlytu að koma fram í dómi héraðsdóms yrðu þeir sakfelldir. Þeim ætti ekki að hlífa umfram til dæmis dæmda nauðgara.“ Vísir hafði samband við ráðherra og hún tjáði miðlinum það að hún hafi í engu breytt um skoðun.Fordómar saksóknara gegn vændiskonumBrynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður leggur orð í belg hjá Vilhjálmi, og hann bendir á tvískinnung sem hann telur að felist í þessari afstöðu. „Skilgreindi löggjafinn ekki vændiskaup sem kynferðisbrot gegn seljandanum? Síðast þegar ég vissi var ríkissaksóknari alltaf sá sem krafðist lokaðara þinghalda í kynferðisbrotamálum. Hvers eiga fórnarlömb kynferðisofbeldis í þessum málum að gjalda? Hefur embættið einhverja fordóma gegn þessum fórnarlömbum sem þurfa að þola gífurlegt ofbeldi af hendi kaupenda sem stofnar auðvitað sálarheill þolans í stórkostlega hættu?“
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira