Ótti á Akureyri: „Maður á börn og fjölskyldu“ Gissur Sigurðsson skrifar 14. nóvember 2014 13:12 Jóhannes Bjarnason. vísir/pjetur Einn maður enn var handtekinn í nótt vegna rannsóknar á tilræði við saksóknara lögreglustjórans á Akureyri aðfararnótt miðvikudags. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær, annar í gærkvöldi og sá þriðji gæti bæst við í dag. Saksóknarinn er fluttur úr húsi sínu um stundarsakir. Nágrannar eru slegnir vegna tilræðisins. Atburðarásin hófst aðfaranótt miðvikudags með því að grímuklæddur maður, vopnaður hnífi, bankaði upp á á heimili fulltrúans og hafði ógnandi tilburði í frammi þegar hann kom til dyra, en honum tókst að flæma manninn á brott. Nokkru síðar um nóttina sá hann hvar bíll hans stóð í björtu báli fyrir utan húsið og kallaði þá á lögreglu og slökkvilið. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, hefur tveimur verið sleppt. Tengsl munu vera milli allra mannanna og munu þeir flestir eða allir hafa komist í kast við lögin, meðal annars vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Í tengslum við handtökurnar voru gerðar húsleitir hjá hinum handteknu og hald lagt á tölvur síma og fleiri gögn, sem nú verða rannsökuð. Akureyringar eru slegnir yfir þessum atburðum, og hvað þá Jóhannes Bjarnason, íbúi í næst húsi. „Okkur líður náttúrulega hreinlega ömurlega. Í fyrsta lagi byrjar maður náttúrulega að hugsa um fórnarlambið sem átti að vera. Þar fer mikill öndvegismaður og traustur embættismaður, mikill öðlingur við að eiga á allan hátt.“ Jóhannes veltir því einnig fyrir sér hvað hefði geta gerst ef árásin hefði tekist. „Hvað hefði þá gerst? Ef sprengjan hefði sprungið eins og þeir lögðu upp með, þá hefði minn svefnherbergisgluggi, sem er í nokkurra metra fjarlægð, sprungið. Þá hefðu afleiðingarnar orðið hryllilegar. Þetta var svo súrrealískt að upplifa þetta.“ Jóhannes segist auðvitað vera óttasleginn. „Maður veit ekkert hver þetta er. Það skal bara viðurkennt hreinskilnislega að maður er hræddur. Maður á börn og fjölskyldu.“ Tengdar fréttir Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri.. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. 14. nóvember 2014 07:00 Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Einn maður enn var handtekinn í nótt vegna rannsóknar á tilræði við saksóknara lögreglustjórans á Akureyri aðfararnótt miðvikudags. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær, annar í gærkvöldi og sá þriðji gæti bæst við í dag. Saksóknarinn er fluttur úr húsi sínu um stundarsakir. Nágrannar eru slegnir vegna tilræðisins. Atburðarásin hófst aðfaranótt miðvikudags með því að grímuklæddur maður, vopnaður hnífi, bankaði upp á á heimili fulltrúans og hafði ógnandi tilburði í frammi þegar hann kom til dyra, en honum tókst að flæma manninn á brott. Nokkru síðar um nóttina sá hann hvar bíll hans stóð í björtu báli fyrir utan húsið og kallaði þá á lögreglu og slökkvilið. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, hefur tveimur verið sleppt. Tengsl munu vera milli allra mannanna og munu þeir flestir eða allir hafa komist í kast við lögin, meðal annars vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Í tengslum við handtökurnar voru gerðar húsleitir hjá hinum handteknu og hald lagt á tölvur síma og fleiri gögn, sem nú verða rannsökuð. Akureyringar eru slegnir yfir þessum atburðum, og hvað þá Jóhannes Bjarnason, íbúi í næst húsi. „Okkur líður náttúrulega hreinlega ömurlega. Í fyrsta lagi byrjar maður náttúrulega að hugsa um fórnarlambið sem átti að vera. Þar fer mikill öndvegismaður og traustur embættismaður, mikill öðlingur við að eiga á allan hátt.“ Jóhannes veltir því einnig fyrir sér hvað hefði geta gerst ef árásin hefði tekist. „Hvað hefði þá gerst? Ef sprengjan hefði sprungið eins og þeir lögðu upp með, þá hefði minn svefnherbergisgluggi, sem er í nokkurra metra fjarlægð, sprungið. Þá hefðu afleiðingarnar orðið hryllilegar. Þetta var svo súrrealískt að upplifa þetta.“ Jóhannes segist auðvitað vera óttasleginn. „Maður veit ekkert hver þetta er. Það skal bara viðurkennt hreinskilnislega að maður er hræddur. Maður á börn og fjölskyldu.“
Tengdar fréttir Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri.. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. 14. nóvember 2014 07:00 Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri.. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. 14. nóvember 2014 07:00
Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12
Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03