Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2014 10:12 Mennirnir tveir eru í haldi lögreglu en farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið yfir rannsókn í máli þar sem bensínsprengju eða svonefndum Molotov kokteil var kastað í bíl fulltrúa Sýslumannsins á Akureyri við heimili hans í bænum í gærmorgun. Fyrr um nóttina ógnaði grímuklæddur maður fulltrúanum með hníf á heimili hans. Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna málsins og hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Óttast er að þriðji maðurinn, höfuðpaurinn í málinu, gangi mögulega enn laus. Mennirnir voru í annarlegu ástandi þegar þeir voru handteknir í gær og hófust yfirheyrslur ekki fyrr en síðdegis. Reiknað er með því að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald upp úr hádegi í dag. Ástæða þess að lögreglan í höfuðborginni hefur tekið yfir rannsókn málsins er sú að lögreglan norðan heiða ákvað að segja sig frá málinu enda um árás gegn fulltrúa embættisins á Akureyri að ræða.Hefði getað farið mun verr Samkvæmt heimildum Vísis hefði getað farið mun verr hefðu ódæðismennirnir verið betur að sér við gerð bensínsprengju. Hefði hún verið útbúin á réttan hátt hefði hún getað valdið skaða allt upp í tíu til fimmtán metra radíus.Vikudagur hefur eftir nágrönnum mannsins í Brekkuhverfi að þeir séu óttaslegnir. Hafi sumir meira að segja vopnast af ótta við frekari ódæðisverk í hverfinu.Þá greinir Akureyri.net frá því að mennirnir tveir séu á þrítugsaldri og hafi báðir komið við sögu lögreglu. Annar sé raunar nýkominn út fangelsi. Hinn sæti ákæru fyrir tilraun til manndráps. Þá ku annar mannanna hafa ráðist á starfsmann á skrifstofu sýslumanns á Akureyri á mánudaginn. Var hann ósáttur við að fá ekki afgreiðslu eftir auglýstan opnunartíma. Sló hann starfsmann í brjóst og tók á honum. Tengdar fréttir Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið yfir rannsókn í máli þar sem bensínsprengju eða svonefndum Molotov kokteil var kastað í bíl fulltrúa Sýslumannsins á Akureyri við heimili hans í bænum í gærmorgun. Fyrr um nóttina ógnaði grímuklæddur maður fulltrúanum með hníf á heimili hans. Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna málsins og hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Óttast er að þriðji maðurinn, höfuðpaurinn í málinu, gangi mögulega enn laus. Mennirnir voru í annarlegu ástandi þegar þeir voru handteknir í gær og hófust yfirheyrslur ekki fyrr en síðdegis. Reiknað er með því að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald upp úr hádegi í dag. Ástæða þess að lögreglan í höfuðborginni hefur tekið yfir rannsókn málsins er sú að lögreglan norðan heiða ákvað að segja sig frá málinu enda um árás gegn fulltrúa embættisins á Akureyri að ræða.Hefði getað farið mun verr Samkvæmt heimildum Vísis hefði getað farið mun verr hefðu ódæðismennirnir verið betur að sér við gerð bensínsprengju. Hefði hún verið útbúin á réttan hátt hefði hún getað valdið skaða allt upp í tíu til fimmtán metra radíus.Vikudagur hefur eftir nágrönnum mannsins í Brekkuhverfi að þeir séu óttaslegnir. Hafi sumir meira að segja vopnast af ótta við frekari ódæðisverk í hverfinu.Þá greinir Akureyri.net frá því að mennirnir tveir séu á þrítugsaldri og hafi báðir komið við sögu lögreglu. Annar sé raunar nýkominn út fangelsi. Hinn sæti ákæru fyrir tilraun til manndráps. Þá ku annar mannanna hafa ráðist á starfsmann á skrifstofu sýslumanns á Akureyri á mánudaginn. Var hann ósáttur við að fá ekki afgreiðslu eftir auglýstan opnunartíma. Sló hann starfsmann í brjóst og tók á honum.
Tengdar fréttir Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57
Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03