Engar líkur á því að Ísland komist bakdyramegin inn á HM í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2014 12:15 Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í fótbolta rétt missti af HM í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í sumar eftir tap í umspili á móti Króatíu í lok síðasta árs. Það eru hinsvegar engar líkur á því að íslenska landsliðið geti komist bakdyramegin inn samkvæmt Geir Þorsteinssyni formanni íslenska knattspyrnusambandsins. Framganga Dana á EM í Svíþjóð árið 1992 er mörgum enn í fersku minni en dönsku landsliðsmennirnir voru margir komnir í frí á sólarströnd þegar Danir fengu sæti Júgóslavíu sem var vísað úr keppninni vegna borgarastríðsins á Balkanskaganum. Danir fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, þekkir vel til hjá UEFA og FIFA en hann segir engar líkur vera á því að Rússar missi keppnisrétt sinn á HM í Brasilíu í sumar vegna ástandsins á Krímskaganum og annarsstaðar í Úkraínu. Vísir heyrði í Geir í morgun enda voru sumir farnir að velta því fyrir sér hvort það gæti gerst og hvað myndi gerast ef að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM í sumar. Rússar eru í H-riðlinum með Belgíu, Alsír og Suður-Kóreu á HM í Brasilíu. „Það hefur komið skýrt fram hjá FIFA að Rússar verði með," sagði Geir og rifjaði upp frétt á dögunum þar sem Bandaríkjamenn vildu að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM og að sama skapi vildu Rússarnir að Bandaríkjamenn fengu ekki að vera með. Þá var afstaða FIFA skýr. „Ég held að það séu engar líkur á því að einhverri þjóð verði úthýst," sagði Geir en hvað myndi þá gerast? „Ég held að það séu engar skrifaðar reglur til um hvað gerist við svona aðstæður og það væri þá framkvæmdastjórn FIFA eða neyðarnefnd FIFA sem tæki ákvörðun um slíkt. Svo er líka til sérstök nefnd sem fjallar um HM-keppnina sjálfa," segir Geir. „Ég tel það mjög vafasamt að þjóð verði útlokuð útaf svona málum því það hefur verið ýmislegt í gangi í heiminum þegar lið hafa mæst á fótboltavellinum. Ef það væri einhver þjóð sem gæti af einhverjum ástæðum ekki tekið þátt í HM eða yrði útlokuð útaf þá mun bara FIFA sjálft ákveða hvað gerist í slíku tilfelli," segir Geir og spyr síðan á móti „Hver væri þá röksemdarfærslan fyrir því að við ættum möguleika á sætinu?" Geir er því þess fullviss að hann fái ekki fyrirspurn frá FIFA á næstum vikum um hvort Ísland gæti verið með á HM í Brasilíu. Eins og hann bendir líka réttilega á þá er bæði afar ólíklegt að sætið losni sem og að íslenska liðið er væntanlega aftarlega á listanum yfir þær þjóðir sem koma til greina í staðinn fyrir Rússa. Úkraína væri þá kannski líklegasti kosturinn fyrir FIFA því úkraínska þjóðin má bæði þola yfirgang Rússa sem og að úkraínska landsliðið var það lið í umspili UEFA sem tapaði með minnstum mun. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta rétt missti af HM í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í sumar eftir tap í umspili á móti Króatíu í lok síðasta árs. Það eru hinsvegar engar líkur á því að íslenska landsliðið geti komist bakdyramegin inn samkvæmt Geir Þorsteinssyni formanni íslenska knattspyrnusambandsins. Framganga Dana á EM í Svíþjóð árið 1992 er mörgum enn í fersku minni en dönsku landsliðsmennirnir voru margir komnir í frí á sólarströnd þegar Danir fengu sæti Júgóslavíu sem var vísað úr keppninni vegna borgarastríðsins á Balkanskaganum. Danir fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, þekkir vel til hjá UEFA og FIFA en hann segir engar líkur vera á því að Rússar missi keppnisrétt sinn á HM í Brasilíu í sumar vegna ástandsins á Krímskaganum og annarsstaðar í Úkraínu. Vísir heyrði í Geir í morgun enda voru sumir farnir að velta því fyrir sér hvort það gæti gerst og hvað myndi gerast ef að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM í sumar. Rússar eru í H-riðlinum með Belgíu, Alsír og Suður-Kóreu á HM í Brasilíu. „Það hefur komið skýrt fram hjá FIFA að Rússar verði með," sagði Geir og rifjaði upp frétt á dögunum þar sem Bandaríkjamenn vildu að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM og að sama skapi vildu Rússarnir að Bandaríkjamenn fengu ekki að vera með. Þá var afstaða FIFA skýr. „Ég held að það séu engar líkur á því að einhverri þjóð verði úthýst," sagði Geir en hvað myndi þá gerast? „Ég held að það séu engar skrifaðar reglur til um hvað gerist við svona aðstæður og það væri þá framkvæmdastjórn FIFA eða neyðarnefnd FIFA sem tæki ákvörðun um slíkt. Svo er líka til sérstök nefnd sem fjallar um HM-keppnina sjálfa," segir Geir. „Ég tel það mjög vafasamt að þjóð verði útlokuð útaf svona málum því það hefur verið ýmislegt í gangi í heiminum þegar lið hafa mæst á fótboltavellinum. Ef það væri einhver þjóð sem gæti af einhverjum ástæðum ekki tekið þátt í HM eða yrði útlokuð útaf þá mun bara FIFA sjálft ákveða hvað gerist í slíku tilfelli," segir Geir og spyr síðan á móti „Hver væri þá röksemdarfærslan fyrir því að við ættum möguleika á sætinu?" Geir er því þess fullviss að hann fái ekki fyrirspurn frá FIFA á næstum vikum um hvort Ísland gæti verið með á HM í Brasilíu. Eins og hann bendir líka réttilega á þá er bæði afar ólíklegt að sætið losni sem og að íslenska liðið er væntanlega aftarlega á listanum yfir þær þjóðir sem koma til greina í staðinn fyrir Rússa. Úkraína væri þá kannski líklegasti kosturinn fyrir FIFA því úkraínska þjóðin má bæði þola yfirgang Rússa sem og að úkraínska landsliðið var það lið í umspili UEFA sem tapaði með minnstum mun.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira