Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: RÚV beri skylda til að tala um þjóðtrúna Bjarki Ármannssson skrifar 20. ágúst 2014 10:35 Ásmundur telur að RÚV hafi skyldum að gegna gagnvart kristindóminum í landinu. Vísir/GVA/GVA Fólk á vinstri væng stjórnmálanna hóf fyrir nokkrum árum árás á iðkun kristinnar trúar í grunnskólum Reykjavíkur. Nú ríður Ríkisútvarpið sama hesti með ákvörðun um að hunsa vilja 86 prósenta landsmanna.Þetta segir Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, í pistli sínum „Þjóðmenning og bænir“ sem birtur var á ýmsum miðlum fyrr í vikunni. Tilefni pistilsins var sú ákvörðun Ríkisútvarpsins, sem síðan hefur verið kölluð til baka, að taka af dagskrá Rásar eitt liðina Orð dagsins og morgunbænir. Ásmundur var gestur Bítisins í morgun og ítrekaði þar þá skoðun sína að það sé skylda RÚV að fjalla um kristna trú, sem hann segir mjög fasta „í þjóðarsálinni.“ „Í ljósi þeirra viðbragða sem ég hef fengið við þessari grein er ljóst að þetta er nær fólki en maður hefði kannski haldið,“ segir Ásmundur. „Ég fór til dæmis í gærmorgun á vinnustað í Vestmannaeyjum þar sem voru svona tólf, fimmtán karlar á mínu reki. Þeir eru kannski ekki hverja helgi í kirkju en allir hafa þeir lent í því að leita í trúna í erfiðleikum lífsins eins og maður hefur lent í sjálfur.“ Hann kveðst ánægður með að stjórnendur RÚV hafi séð „villu síns vegar.“ „Ég held að þeir hafi áttað sig á því að Ríkisútvarpið hafi gríðarlega miklum skyldum að gegna gagnvart fólkinu í landinu og ekki síst kristindóminum, sem er nú okkar þjóðartrú,“ segir hann. Í pistli sínum bendir hann á það að nýr útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, hafi verið ráðinn á „vakt“ ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins sem alla tíð hafi staðið vörð um þjóðkirkjuna. „Þetta er auðvitað bara mín skoðun,“ segir hann. „Ég vil nú ekki segja að ég sé að vega að sjálfstæði stofnunarinnar með því að hafa þessa skoðun. En ég er alveg sammála því að ef Ríkisútvarpið getur ekki sinnt þeim skyldum að tala um okkar þjóðartrú og halda henni til haga, þá er stoðum hennar kippt undan henni. Þá segi ég, ef þetta á að vera einhvers lags menningarvitaútvarp sem er fyrir fáa, þá þarf auðvitað að skoða það.“ Viðtalið við Ásmund í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. 14. ágúst 2014 07:00 Borgarfulltrúi saknar bænanna Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða. 15. ágúst 2014 11:04 Vantrú fagnar aflagningu bænahalds á Rás 1 „Það er ekki hlutverk ríkisins að vera með útvarpsstöð sem sér um trúarþarfir fólks og bænahald,“ segir formaður Vantrúar. 14. ágúst 2014 16:24 Síminn stoppaði ekki hjá Ellimálaráði Símtölum frá eldri borgurum rigndi yfir Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma eftir að Rás 1 ákvað að hætta lestri bæna. Ákvörðunin var dregin til baka í gær. Fyrir sjö árum fundaði ráðið með þáverandi útvarpsstjóra með góðum árangri. 20. ágúst 2014 09:15 Verið að jaðarsetja sið kristinna manna á Íslandi Þórir Jökull Þorsteinsson prestur veltir því fyrir sér hvort RÚV sé í stríði við kristna menn á Íslandi. 18. ágúst 2014 10:53 Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“ Forsætisráðherra fjallar um ákvörðun útvarpsstjóra. 19. ágúst 2014 14:04 Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Bænirnar verða áfram á RÚV Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. 19. ágúst 2014 13:29 „Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur lagt við hlustir“ Útvarpsstjórinn hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með Orð kvöldsins og Morgunbæn. 19. ágúst 2014 14:16 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Fólk á vinstri væng stjórnmálanna hóf fyrir nokkrum árum árás á iðkun kristinnar trúar í grunnskólum Reykjavíkur. Nú ríður Ríkisútvarpið sama hesti með ákvörðun um að hunsa vilja 86 prósenta landsmanna.Þetta segir Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, í pistli sínum „Þjóðmenning og bænir“ sem birtur var á ýmsum miðlum fyrr í vikunni. Tilefni pistilsins var sú ákvörðun Ríkisútvarpsins, sem síðan hefur verið kölluð til baka, að taka af dagskrá Rásar eitt liðina Orð dagsins og morgunbænir. Ásmundur var gestur Bítisins í morgun og ítrekaði þar þá skoðun sína að það sé skylda RÚV að fjalla um kristna trú, sem hann segir mjög fasta „í þjóðarsálinni.“ „Í ljósi þeirra viðbragða sem ég hef fengið við þessari grein er ljóst að þetta er nær fólki en maður hefði kannski haldið,“ segir Ásmundur. „Ég fór til dæmis í gærmorgun á vinnustað í Vestmannaeyjum þar sem voru svona tólf, fimmtán karlar á mínu reki. Þeir eru kannski ekki hverja helgi í kirkju en allir hafa þeir lent í því að leita í trúna í erfiðleikum lífsins eins og maður hefur lent í sjálfur.“ Hann kveðst ánægður með að stjórnendur RÚV hafi séð „villu síns vegar.“ „Ég held að þeir hafi áttað sig á því að Ríkisútvarpið hafi gríðarlega miklum skyldum að gegna gagnvart fólkinu í landinu og ekki síst kristindóminum, sem er nú okkar þjóðartrú,“ segir hann. Í pistli sínum bendir hann á það að nýr útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, hafi verið ráðinn á „vakt“ ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins sem alla tíð hafi staðið vörð um þjóðkirkjuna. „Þetta er auðvitað bara mín skoðun,“ segir hann. „Ég vil nú ekki segja að ég sé að vega að sjálfstæði stofnunarinnar með því að hafa þessa skoðun. En ég er alveg sammála því að ef Ríkisútvarpið getur ekki sinnt þeim skyldum að tala um okkar þjóðartrú og halda henni til haga, þá er stoðum hennar kippt undan henni. Þá segi ég, ef þetta á að vera einhvers lags menningarvitaútvarp sem er fyrir fáa, þá þarf auðvitað að skoða það.“ Viðtalið við Ásmund í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. 14. ágúst 2014 07:00 Borgarfulltrúi saknar bænanna Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða. 15. ágúst 2014 11:04 Vantrú fagnar aflagningu bænahalds á Rás 1 „Það er ekki hlutverk ríkisins að vera með útvarpsstöð sem sér um trúarþarfir fólks og bænahald,“ segir formaður Vantrúar. 14. ágúst 2014 16:24 Síminn stoppaði ekki hjá Ellimálaráði Símtölum frá eldri borgurum rigndi yfir Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma eftir að Rás 1 ákvað að hætta lestri bæna. Ákvörðunin var dregin til baka í gær. Fyrir sjö árum fundaði ráðið með þáverandi útvarpsstjóra með góðum árangri. 20. ágúst 2014 09:15 Verið að jaðarsetja sið kristinna manna á Íslandi Þórir Jökull Þorsteinsson prestur veltir því fyrir sér hvort RÚV sé í stríði við kristna menn á Íslandi. 18. ágúst 2014 10:53 Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“ Forsætisráðherra fjallar um ákvörðun útvarpsstjóra. 19. ágúst 2014 14:04 Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Bænirnar verða áfram á RÚV Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. 19. ágúst 2014 13:29 „Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur lagt við hlustir“ Útvarpsstjórinn hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með Orð kvöldsins og Morgunbæn. 19. ágúst 2014 14:16 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. 14. ágúst 2014 07:00
Borgarfulltrúi saknar bænanna Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða. 15. ágúst 2014 11:04
Vantrú fagnar aflagningu bænahalds á Rás 1 „Það er ekki hlutverk ríkisins að vera með útvarpsstöð sem sér um trúarþarfir fólks og bænahald,“ segir formaður Vantrúar. 14. ágúst 2014 16:24
Síminn stoppaði ekki hjá Ellimálaráði Símtölum frá eldri borgurum rigndi yfir Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma eftir að Rás 1 ákvað að hætta lestri bæna. Ákvörðunin var dregin til baka í gær. Fyrir sjö árum fundaði ráðið með þáverandi útvarpsstjóra með góðum árangri. 20. ágúst 2014 09:15
Verið að jaðarsetja sið kristinna manna á Íslandi Þórir Jökull Þorsteinsson prestur veltir því fyrir sér hvort RÚV sé í stríði við kristna menn á Íslandi. 18. ágúst 2014 10:53
Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“ Forsætisráðherra fjallar um ákvörðun útvarpsstjóra. 19. ágúst 2014 14:04
Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30
Bænirnar verða áfram á RÚV Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. 19. ágúst 2014 13:29
„Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur lagt við hlustir“ Útvarpsstjórinn hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með Orð kvöldsins og Morgunbæn. 19. ágúst 2014 14:16