Ekki heyrt „bofs“ frá Sambíóunum Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2014 07:15 Stjórnendur Sambíóanna báðust í gær afsökunar á því að vaktstjóri í Sambíóunum Álfabakka gerði þau mistök að innleiða reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þrátt fyrir það hafa tvær stúlkur, sem sagt var upp eftir að þær tóku þátt í umræðu á Facebook síðunni Kynlegar athugasemdir, um þessi mistök, ekkert heyrt frá fyrirtækinu. „Ég hef ekki heyrt bofs frá þeim og veit ekki einu sinni hvort þeir vilji að ég vinni uppsagnarfrestinn,“ segir Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem missti vinnu sína ásamt Sesselju Þrastardóttur. Báðar höfðu þær starfað hjá Sambíóunum í nokkur ár. Brynja leitaði til VR vegna málsins og þar var henni ráðlagt að mæta áfram á sínar vaktir á uppsagnarfrestinum. Vaktstjóri í Álfabakka hafði sagt að strákur ætti aldrei að vinna einn á sjoppu á neðri hæðinni, þar sem iðulega aðeins einn starfsmaður er við vinnu. Sagt var frá uppsögn þeirra á DV.is í byrjun vikunnar, en Brynja segir þær stöllur hafa fengið nærri því eingöngu jákvæð viðbrögð eftir að greint var frá uppsögn þeirra. „Við höfum fengið 90 prósent góð viðbrögð og frábæran stuðning,“ segir hún en bætir við: „Það er einn og einn sem hefur sagt að við ættum ekki að vera að væla þetta.“ Undir orð Brynju tekur Sesselja í opinni færslu á Facebook í gær. Færsluna má sjá neðst í fréttinni.Tilkynningu Sambíóanna í heild sinni má lesa hér að neðan:Engin kynbundin störf innan SambíóannaVegna umfjöllunar um Sambíóin Álfabakka í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum síðustu daga þykir stjórnendum bíósins nauðsynlegt að árétta að engin störf innan bíósins eru kynbundin. Starfsmenn af báðum kynjum hafa í gegnum tíðina gengið í öll almenn störf, sælgætissölu jafnt sem dyravörslu. Það vinnufyrirkomulag tóku Sambíóin upp fyrst íslenskra bíóhúsa.Fyrir skömmu gerði vaktstjóri í bíóinu mistök þegar hann innleiddi á spjallsvæði starfsmanna, án vitneskju framkvæmdastjóra, reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þessi regla er ekki í gildi hjá bíóinu enda samræmist hún ekki áherslum fyrirtækisins.Stjórnendur bíósins biðjast afsökunar á þessum mistökum og munu á næstu dögum fara yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins.Sambíóin, sem rekið hafa kvikmyndahús í 42 ár, hafa frá upphafi lagt áherslu á gott starfsumhverfi sem er mikilvæg forsenda fyrir jákvæðri upplifun bíógesta. Post by Sesselja Þrastardóttir. Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 "Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Sjá meira
Stjórnendur Sambíóanna báðust í gær afsökunar á því að vaktstjóri í Sambíóunum Álfabakka gerði þau mistök að innleiða reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þrátt fyrir það hafa tvær stúlkur, sem sagt var upp eftir að þær tóku þátt í umræðu á Facebook síðunni Kynlegar athugasemdir, um þessi mistök, ekkert heyrt frá fyrirtækinu. „Ég hef ekki heyrt bofs frá þeim og veit ekki einu sinni hvort þeir vilji að ég vinni uppsagnarfrestinn,“ segir Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem missti vinnu sína ásamt Sesselju Þrastardóttur. Báðar höfðu þær starfað hjá Sambíóunum í nokkur ár. Brynja leitaði til VR vegna málsins og þar var henni ráðlagt að mæta áfram á sínar vaktir á uppsagnarfrestinum. Vaktstjóri í Álfabakka hafði sagt að strákur ætti aldrei að vinna einn á sjoppu á neðri hæðinni, þar sem iðulega aðeins einn starfsmaður er við vinnu. Sagt var frá uppsögn þeirra á DV.is í byrjun vikunnar, en Brynja segir þær stöllur hafa fengið nærri því eingöngu jákvæð viðbrögð eftir að greint var frá uppsögn þeirra. „Við höfum fengið 90 prósent góð viðbrögð og frábæran stuðning,“ segir hún en bætir við: „Það er einn og einn sem hefur sagt að við ættum ekki að vera að væla þetta.“ Undir orð Brynju tekur Sesselja í opinni færslu á Facebook í gær. Færsluna má sjá neðst í fréttinni.Tilkynningu Sambíóanna í heild sinni má lesa hér að neðan:Engin kynbundin störf innan SambíóannaVegna umfjöllunar um Sambíóin Álfabakka í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum síðustu daga þykir stjórnendum bíósins nauðsynlegt að árétta að engin störf innan bíósins eru kynbundin. Starfsmenn af báðum kynjum hafa í gegnum tíðina gengið í öll almenn störf, sælgætissölu jafnt sem dyravörslu. Það vinnufyrirkomulag tóku Sambíóin upp fyrst íslenskra bíóhúsa.Fyrir skömmu gerði vaktstjóri í bíóinu mistök þegar hann innleiddi á spjallsvæði starfsmanna, án vitneskju framkvæmdastjóra, reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þessi regla er ekki í gildi hjá bíóinu enda samræmist hún ekki áherslum fyrirtækisins.Stjórnendur bíósins biðjast afsökunar á þessum mistökum og munu á næstu dögum fara yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins.Sambíóin, sem rekið hafa kvikmyndahús í 42 ár, hafa frá upphafi lagt áherslu á gott starfsumhverfi sem er mikilvæg forsenda fyrir jákvæðri upplifun bíógesta. Post by Sesselja Þrastardóttir.
Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 "Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Sjá meira
Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00
"Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43