"Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. maí 2014 15:43 Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem á að fara fram dagana 11 til 18. maí næstkomandi. Stofnandi viðburðarins er Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir. „Ég er svona femínistatýpan sem lætur svona fara í taugarnar á sér,“ sagði hún þegar Vísir hafði samband við hana vegna hins boðaða verkfalls. Tvær ungar konur, Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir, fengu í síðustu viku uppsagnarbréf eftir fjögurra ára störf hjá Sambíóunum. Mbl.is sagði frá því. Þar kom fram að ástæða uppsagnarinnar hafi verið skipulagsbreytingar. En svo hafi viljað til að stúlkurnar tvær hefðu báðar verið viðriðnar umræðu um kynjaskiptingu verkefna í vinnunni. Umræðurnar fóru meðal annars fram í hópnum Kynlegar athugasemdir á Facebook. Í frétt mbl.is kom fram að aðrir starfsmenn veigruðu sér nú við því að gagnrýna vinnustaðinn. Meðal þess sem gagnrýnt var var tölvupóstur frá yfirmanni bíóhússins þess efnis að strákar mættu ekki vinna einir í sjoppunni. „Við viljum sýna að okkur sé ekki sama og boðum því til vikulangs bíóferðaverkfalls, 11.-18. maí,“ stendur á síðu verkfalls hópsins. Verkfallið eigi þó aðeins við um Sambíóin. „Nýársheitið mitt var að gagnrýna meira opinberlega, ekki vera bara heima að væla,“ segir Inga Auðbjörg. „Þegar það þarf að segja eitthvað, þá ætla ég að gera það.“ Inga Auðbjörg þekkir stúlkurnar ekki persónulega og hún þekkir málið ekki af öðru en umræðu á Facebook og í fjölmiðlum. „Kannski er ég að misskilja málið og það er verið að segja stúlkunum upp af öðrum ástæðum en þeim að þær hafi gangrýnt bíóið.“„Virðist sem þeim þyki þetta í lagi“ „En þá er algjörlega forkastanlegt að yfirmenn Sambíóanna hafi ekki svarað fyrir þetta. Því virðist sem þeim þyki þetta bara vera allt í lagi.“ Viðburðinn stofnaði Inga Auðbjörg um klukkan 14 í dag. Tæpum tveimur tímum síðar hefur viðburðurinn vakið talsverða athygli og sem fyrr segir hafa yfir þúsund manns skráð sig á hann. Inga Auðbjörg segir skráningu á viðburðinn í takt við það sem hún bjóst við. Margir séu reiðir. Það sýni sig best á umræðunni í hópnum Kynlegar athugasemdir að fólk sé tilbúið að taka svona alvarlega. Einnig sé auðvelt að mæta á þennan viðburð, þar sem þú mætir á hann með því að mæta ekki. Ekki náðist í yfirmenn Sambíóanna við vinnslu fréttinnar. Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira
Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem á að fara fram dagana 11 til 18. maí næstkomandi. Stofnandi viðburðarins er Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir. „Ég er svona femínistatýpan sem lætur svona fara í taugarnar á sér,“ sagði hún þegar Vísir hafði samband við hana vegna hins boðaða verkfalls. Tvær ungar konur, Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir, fengu í síðustu viku uppsagnarbréf eftir fjögurra ára störf hjá Sambíóunum. Mbl.is sagði frá því. Þar kom fram að ástæða uppsagnarinnar hafi verið skipulagsbreytingar. En svo hafi viljað til að stúlkurnar tvær hefðu báðar verið viðriðnar umræðu um kynjaskiptingu verkefna í vinnunni. Umræðurnar fóru meðal annars fram í hópnum Kynlegar athugasemdir á Facebook. Í frétt mbl.is kom fram að aðrir starfsmenn veigruðu sér nú við því að gagnrýna vinnustaðinn. Meðal þess sem gagnrýnt var var tölvupóstur frá yfirmanni bíóhússins þess efnis að strákar mættu ekki vinna einir í sjoppunni. „Við viljum sýna að okkur sé ekki sama og boðum því til vikulangs bíóferðaverkfalls, 11.-18. maí,“ stendur á síðu verkfalls hópsins. Verkfallið eigi þó aðeins við um Sambíóin. „Nýársheitið mitt var að gagnrýna meira opinberlega, ekki vera bara heima að væla,“ segir Inga Auðbjörg. „Þegar það þarf að segja eitthvað, þá ætla ég að gera það.“ Inga Auðbjörg þekkir stúlkurnar ekki persónulega og hún þekkir málið ekki af öðru en umræðu á Facebook og í fjölmiðlum. „Kannski er ég að misskilja málið og það er verið að segja stúlkunum upp af öðrum ástæðum en þeim að þær hafi gangrýnt bíóið.“„Virðist sem þeim þyki þetta í lagi“ „En þá er algjörlega forkastanlegt að yfirmenn Sambíóanna hafi ekki svarað fyrir þetta. Því virðist sem þeim þyki þetta bara vera allt í lagi.“ Viðburðinn stofnaði Inga Auðbjörg um klukkan 14 í dag. Tæpum tveimur tímum síðar hefur viðburðurinn vakið talsverða athygli og sem fyrr segir hafa yfir þúsund manns skráð sig á hann. Inga Auðbjörg segir skráningu á viðburðinn í takt við það sem hún bjóst við. Margir séu reiðir. Það sýni sig best á umræðunni í hópnum Kynlegar athugasemdir að fólk sé tilbúið að taka svona alvarlega. Einnig sé auðvelt að mæta á þennan viðburð, þar sem þú mætir á hann með því að mæta ekki. Ekki náðist í yfirmenn Sambíóanna við vinnslu fréttinnar.
Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira
Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00