"Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. maí 2014 15:43 Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem á að fara fram dagana 11 til 18. maí næstkomandi. Stofnandi viðburðarins er Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir. „Ég er svona femínistatýpan sem lætur svona fara í taugarnar á sér,“ sagði hún þegar Vísir hafði samband við hana vegna hins boðaða verkfalls. Tvær ungar konur, Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir, fengu í síðustu viku uppsagnarbréf eftir fjögurra ára störf hjá Sambíóunum. Mbl.is sagði frá því. Þar kom fram að ástæða uppsagnarinnar hafi verið skipulagsbreytingar. En svo hafi viljað til að stúlkurnar tvær hefðu báðar verið viðriðnar umræðu um kynjaskiptingu verkefna í vinnunni. Umræðurnar fóru meðal annars fram í hópnum Kynlegar athugasemdir á Facebook. Í frétt mbl.is kom fram að aðrir starfsmenn veigruðu sér nú við því að gagnrýna vinnustaðinn. Meðal þess sem gagnrýnt var var tölvupóstur frá yfirmanni bíóhússins þess efnis að strákar mættu ekki vinna einir í sjoppunni. „Við viljum sýna að okkur sé ekki sama og boðum því til vikulangs bíóferðaverkfalls, 11.-18. maí,“ stendur á síðu verkfalls hópsins. Verkfallið eigi þó aðeins við um Sambíóin. „Nýársheitið mitt var að gagnrýna meira opinberlega, ekki vera bara heima að væla,“ segir Inga Auðbjörg. „Þegar það þarf að segja eitthvað, þá ætla ég að gera það.“ Inga Auðbjörg þekkir stúlkurnar ekki persónulega og hún þekkir málið ekki af öðru en umræðu á Facebook og í fjölmiðlum. „Kannski er ég að misskilja málið og það er verið að segja stúlkunum upp af öðrum ástæðum en þeim að þær hafi gangrýnt bíóið.“„Virðist sem þeim þyki þetta í lagi“ „En þá er algjörlega forkastanlegt að yfirmenn Sambíóanna hafi ekki svarað fyrir þetta. Því virðist sem þeim þyki þetta bara vera allt í lagi.“ Viðburðinn stofnaði Inga Auðbjörg um klukkan 14 í dag. Tæpum tveimur tímum síðar hefur viðburðurinn vakið talsverða athygli og sem fyrr segir hafa yfir þúsund manns skráð sig á hann. Inga Auðbjörg segir skráningu á viðburðinn í takt við það sem hún bjóst við. Margir séu reiðir. Það sýni sig best á umræðunni í hópnum Kynlegar athugasemdir að fólk sé tilbúið að taka svona alvarlega. Einnig sé auðvelt að mæta á þennan viðburð, þar sem þú mætir á hann með því að mæta ekki. Ekki náðist í yfirmenn Sambíóanna við vinnslu fréttinnar. Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem á að fara fram dagana 11 til 18. maí næstkomandi. Stofnandi viðburðarins er Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir. „Ég er svona femínistatýpan sem lætur svona fara í taugarnar á sér,“ sagði hún þegar Vísir hafði samband við hana vegna hins boðaða verkfalls. Tvær ungar konur, Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir, fengu í síðustu viku uppsagnarbréf eftir fjögurra ára störf hjá Sambíóunum. Mbl.is sagði frá því. Þar kom fram að ástæða uppsagnarinnar hafi verið skipulagsbreytingar. En svo hafi viljað til að stúlkurnar tvær hefðu báðar verið viðriðnar umræðu um kynjaskiptingu verkefna í vinnunni. Umræðurnar fóru meðal annars fram í hópnum Kynlegar athugasemdir á Facebook. Í frétt mbl.is kom fram að aðrir starfsmenn veigruðu sér nú við því að gagnrýna vinnustaðinn. Meðal þess sem gagnrýnt var var tölvupóstur frá yfirmanni bíóhússins þess efnis að strákar mættu ekki vinna einir í sjoppunni. „Við viljum sýna að okkur sé ekki sama og boðum því til vikulangs bíóferðaverkfalls, 11.-18. maí,“ stendur á síðu verkfalls hópsins. Verkfallið eigi þó aðeins við um Sambíóin. „Nýársheitið mitt var að gagnrýna meira opinberlega, ekki vera bara heima að væla,“ segir Inga Auðbjörg. „Þegar það þarf að segja eitthvað, þá ætla ég að gera það.“ Inga Auðbjörg þekkir stúlkurnar ekki persónulega og hún þekkir málið ekki af öðru en umræðu á Facebook og í fjölmiðlum. „Kannski er ég að misskilja málið og það er verið að segja stúlkunum upp af öðrum ástæðum en þeim að þær hafi gangrýnt bíóið.“„Virðist sem þeim þyki þetta í lagi“ „En þá er algjörlega forkastanlegt að yfirmenn Sambíóanna hafi ekki svarað fyrir þetta. Því virðist sem þeim þyki þetta bara vera allt í lagi.“ Viðburðinn stofnaði Inga Auðbjörg um klukkan 14 í dag. Tæpum tveimur tímum síðar hefur viðburðurinn vakið talsverða athygli og sem fyrr segir hafa yfir þúsund manns skráð sig á hann. Inga Auðbjörg segir skráningu á viðburðinn í takt við það sem hún bjóst við. Margir séu reiðir. Það sýni sig best á umræðunni í hópnum Kynlegar athugasemdir að fólk sé tilbúið að taka svona alvarlega. Einnig sé auðvelt að mæta á þennan viðburð, þar sem þú mætir á hann með því að mæta ekki. Ekki náðist í yfirmenn Sambíóanna við vinnslu fréttinnar.
Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00