"Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. maí 2014 15:43 Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem á að fara fram dagana 11 til 18. maí næstkomandi. Stofnandi viðburðarins er Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir. „Ég er svona femínistatýpan sem lætur svona fara í taugarnar á sér,“ sagði hún þegar Vísir hafði samband við hana vegna hins boðaða verkfalls. Tvær ungar konur, Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir, fengu í síðustu viku uppsagnarbréf eftir fjögurra ára störf hjá Sambíóunum. Mbl.is sagði frá því. Þar kom fram að ástæða uppsagnarinnar hafi verið skipulagsbreytingar. En svo hafi viljað til að stúlkurnar tvær hefðu báðar verið viðriðnar umræðu um kynjaskiptingu verkefna í vinnunni. Umræðurnar fóru meðal annars fram í hópnum Kynlegar athugasemdir á Facebook. Í frétt mbl.is kom fram að aðrir starfsmenn veigruðu sér nú við því að gagnrýna vinnustaðinn. Meðal þess sem gagnrýnt var var tölvupóstur frá yfirmanni bíóhússins þess efnis að strákar mættu ekki vinna einir í sjoppunni. „Við viljum sýna að okkur sé ekki sama og boðum því til vikulangs bíóferðaverkfalls, 11.-18. maí,“ stendur á síðu verkfalls hópsins. Verkfallið eigi þó aðeins við um Sambíóin. „Nýársheitið mitt var að gagnrýna meira opinberlega, ekki vera bara heima að væla,“ segir Inga Auðbjörg. „Þegar það þarf að segja eitthvað, þá ætla ég að gera það.“ Inga Auðbjörg þekkir stúlkurnar ekki persónulega og hún þekkir málið ekki af öðru en umræðu á Facebook og í fjölmiðlum. „Kannski er ég að misskilja málið og það er verið að segja stúlkunum upp af öðrum ástæðum en þeim að þær hafi gangrýnt bíóið.“„Virðist sem þeim þyki þetta í lagi“ „En þá er algjörlega forkastanlegt að yfirmenn Sambíóanna hafi ekki svarað fyrir þetta. Því virðist sem þeim þyki þetta bara vera allt í lagi.“ Viðburðinn stofnaði Inga Auðbjörg um klukkan 14 í dag. Tæpum tveimur tímum síðar hefur viðburðurinn vakið talsverða athygli og sem fyrr segir hafa yfir þúsund manns skráð sig á hann. Inga Auðbjörg segir skráningu á viðburðinn í takt við það sem hún bjóst við. Margir séu reiðir. Það sýni sig best á umræðunni í hópnum Kynlegar athugasemdir að fólk sé tilbúið að taka svona alvarlega. Einnig sé auðvelt að mæta á þennan viðburð, þar sem þú mætir á hann með því að mæta ekki. Ekki náðist í yfirmenn Sambíóanna við vinnslu fréttinnar. Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem á að fara fram dagana 11 til 18. maí næstkomandi. Stofnandi viðburðarins er Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir. „Ég er svona femínistatýpan sem lætur svona fara í taugarnar á sér,“ sagði hún þegar Vísir hafði samband við hana vegna hins boðaða verkfalls. Tvær ungar konur, Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir, fengu í síðustu viku uppsagnarbréf eftir fjögurra ára störf hjá Sambíóunum. Mbl.is sagði frá því. Þar kom fram að ástæða uppsagnarinnar hafi verið skipulagsbreytingar. En svo hafi viljað til að stúlkurnar tvær hefðu báðar verið viðriðnar umræðu um kynjaskiptingu verkefna í vinnunni. Umræðurnar fóru meðal annars fram í hópnum Kynlegar athugasemdir á Facebook. Í frétt mbl.is kom fram að aðrir starfsmenn veigruðu sér nú við því að gagnrýna vinnustaðinn. Meðal þess sem gagnrýnt var var tölvupóstur frá yfirmanni bíóhússins þess efnis að strákar mættu ekki vinna einir í sjoppunni. „Við viljum sýna að okkur sé ekki sama og boðum því til vikulangs bíóferðaverkfalls, 11.-18. maí,“ stendur á síðu verkfalls hópsins. Verkfallið eigi þó aðeins við um Sambíóin. „Nýársheitið mitt var að gagnrýna meira opinberlega, ekki vera bara heima að væla,“ segir Inga Auðbjörg. „Þegar það þarf að segja eitthvað, þá ætla ég að gera það.“ Inga Auðbjörg þekkir stúlkurnar ekki persónulega og hún þekkir málið ekki af öðru en umræðu á Facebook og í fjölmiðlum. „Kannski er ég að misskilja málið og það er verið að segja stúlkunum upp af öðrum ástæðum en þeim að þær hafi gangrýnt bíóið.“„Virðist sem þeim þyki þetta í lagi“ „En þá er algjörlega forkastanlegt að yfirmenn Sambíóanna hafi ekki svarað fyrir þetta. Því virðist sem þeim þyki þetta bara vera allt í lagi.“ Viðburðinn stofnaði Inga Auðbjörg um klukkan 14 í dag. Tæpum tveimur tímum síðar hefur viðburðurinn vakið talsverða athygli og sem fyrr segir hafa yfir þúsund manns skráð sig á hann. Inga Auðbjörg segir skráningu á viðburðinn í takt við það sem hún bjóst við. Margir séu reiðir. Það sýni sig best á umræðunni í hópnum Kynlegar athugasemdir að fólk sé tilbúið að taka svona alvarlega. Einnig sé auðvelt að mæta á þennan viðburð, þar sem þú mætir á hann með því að mæta ekki. Ekki náðist í yfirmenn Sambíóanna við vinnslu fréttinnar.
Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00