"Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. maí 2014 15:43 Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem á að fara fram dagana 11 til 18. maí næstkomandi. Stofnandi viðburðarins er Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir. „Ég er svona femínistatýpan sem lætur svona fara í taugarnar á sér,“ sagði hún þegar Vísir hafði samband við hana vegna hins boðaða verkfalls. Tvær ungar konur, Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir, fengu í síðustu viku uppsagnarbréf eftir fjögurra ára störf hjá Sambíóunum. Mbl.is sagði frá því. Þar kom fram að ástæða uppsagnarinnar hafi verið skipulagsbreytingar. En svo hafi viljað til að stúlkurnar tvær hefðu báðar verið viðriðnar umræðu um kynjaskiptingu verkefna í vinnunni. Umræðurnar fóru meðal annars fram í hópnum Kynlegar athugasemdir á Facebook. Í frétt mbl.is kom fram að aðrir starfsmenn veigruðu sér nú við því að gagnrýna vinnustaðinn. Meðal þess sem gagnrýnt var var tölvupóstur frá yfirmanni bíóhússins þess efnis að strákar mættu ekki vinna einir í sjoppunni. „Við viljum sýna að okkur sé ekki sama og boðum því til vikulangs bíóferðaverkfalls, 11.-18. maí,“ stendur á síðu verkfalls hópsins. Verkfallið eigi þó aðeins við um Sambíóin. „Nýársheitið mitt var að gagnrýna meira opinberlega, ekki vera bara heima að væla,“ segir Inga Auðbjörg. „Þegar það þarf að segja eitthvað, þá ætla ég að gera það.“ Inga Auðbjörg þekkir stúlkurnar ekki persónulega og hún þekkir málið ekki af öðru en umræðu á Facebook og í fjölmiðlum. „Kannski er ég að misskilja málið og það er verið að segja stúlkunum upp af öðrum ástæðum en þeim að þær hafi gangrýnt bíóið.“„Virðist sem þeim þyki þetta í lagi“ „En þá er algjörlega forkastanlegt að yfirmenn Sambíóanna hafi ekki svarað fyrir þetta. Því virðist sem þeim þyki þetta bara vera allt í lagi.“ Viðburðinn stofnaði Inga Auðbjörg um klukkan 14 í dag. Tæpum tveimur tímum síðar hefur viðburðurinn vakið talsverða athygli og sem fyrr segir hafa yfir þúsund manns skráð sig á hann. Inga Auðbjörg segir skráningu á viðburðinn í takt við það sem hún bjóst við. Margir séu reiðir. Það sýni sig best á umræðunni í hópnum Kynlegar athugasemdir að fólk sé tilbúið að taka svona alvarlega. Einnig sé auðvelt að mæta á þennan viðburð, þar sem þú mætir á hann með því að mæta ekki. Ekki náðist í yfirmenn Sambíóanna við vinnslu fréttinnar. Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem á að fara fram dagana 11 til 18. maí næstkomandi. Stofnandi viðburðarins er Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir. „Ég er svona femínistatýpan sem lætur svona fara í taugarnar á sér,“ sagði hún þegar Vísir hafði samband við hana vegna hins boðaða verkfalls. Tvær ungar konur, Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir, fengu í síðustu viku uppsagnarbréf eftir fjögurra ára störf hjá Sambíóunum. Mbl.is sagði frá því. Þar kom fram að ástæða uppsagnarinnar hafi verið skipulagsbreytingar. En svo hafi viljað til að stúlkurnar tvær hefðu báðar verið viðriðnar umræðu um kynjaskiptingu verkefna í vinnunni. Umræðurnar fóru meðal annars fram í hópnum Kynlegar athugasemdir á Facebook. Í frétt mbl.is kom fram að aðrir starfsmenn veigruðu sér nú við því að gagnrýna vinnustaðinn. Meðal þess sem gagnrýnt var var tölvupóstur frá yfirmanni bíóhússins þess efnis að strákar mættu ekki vinna einir í sjoppunni. „Við viljum sýna að okkur sé ekki sama og boðum því til vikulangs bíóferðaverkfalls, 11.-18. maí,“ stendur á síðu verkfalls hópsins. Verkfallið eigi þó aðeins við um Sambíóin. „Nýársheitið mitt var að gagnrýna meira opinberlega, ekki vera bara heima að væla,“ segir Inga Auðbjörg. „Þegar það þarf að segja eitthvað, þá ætla ég að gera það.“ Inga Auðbjörg þekkir stúlkurnar ekki persónulega og hún þekkir málið ekki af öðru en umræðu á Facebook og í fjölmiðlum. „Kannski er ég að misskilja málið og það er verið að segja stúlkunum upp af öðrum ástæðum en þeim að þær hafi gangrýnt bíóið.“„Virðist sem þeim þyki þetta í lagi“ „En þá er algjörlega forkastanlegt að yfirmenn Sambíóanna hafi ekki svarað fyrir þetta. Því virðist sem þeim þyki þetta bara vera allt í lagi.“ Viðburðinn stofnaði Inga Auðbjörg um klukkan 14 í dag. Tæpum tveimur tímum síðar hefur viðburðurinn vakið talsverða athygli og sem fyrr segir hafa yfir þúsund manns skráð sig á hann. Inga Auðbjörg segir skráningu á viðburðinn í takt við það sem hún bjóst við. Margir séu reiðir. Það sýni sig best á umræðunni í hópnum Kynlegar athugasemdir að fólk sé tilbúið að taka svona alvarlega. Einnig sé auðvelt að mæta á þennan viðburð, þar sem þú mætir á hann með því að mæta ekki. Ekki náðist í yfirmenn Sambíóanna við vinnslu fréttinnar.
Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00