Alþýðumenningarhátíð, pönk og veggjalist í Kópavogi Marín Manda skrifar 7. maí 2014 12:00 Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogs hvetur Kópavogsbúa til að mæta á hátíðina. Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs, hvetur Kópavogsbúa til að njóta menningarhátíðarinnar í vikunni. Hátíðin verður með fjölbreyttara sniði en undanfarin ár. „Þetta er árleg menningarhátíð í Kópavogi en í ár er hún öflugri og fjölbreyttari, ekki síst vegna þeirrar nýjungar að við auglýstum eftir listamönnum til að vera með viðburði. Við viljum að frumkvæðið komi frá listamönnunum sjálfum og fengum í kjölfarið fjölda umsókna, sem styrkir hátíðina verulega,“ segir Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs. Hátíðin sem haldin er í ellefta sinn byrjar á morgun, 8. maí, og stendur til 11. maí. Meðal þess sem boðið verður upp á á hátíðinni er pönk, gjörningar, veggjalist, gítarspil, myndlist, gönguferðir, dans og leiklist.Fræbbblarnir á æfingu forðum daga.„Markmið hátíðarinnar er að gefa bæjarbúum tækifæri á að njóta afraksturs lista- og menningarlífs sem fram fer í bænum allan ársins hring og dagskráin endurspeglar það vel að okkar mati.“ Arna bendir á að ljóðlistin hafi verið í hávegum höfð í Kópavogi og þykir því áhugavert að sjá listakonuna Kristínu Þorláksdóttur mála stórt fígúratívt veggverk með vísun í ljóð Jóns úr Vör. Pönkið á Íslandi á jafnframt sterkar rætur í Kópavogi og mun skipa stóran sess á menningarhátíðinni. Annað kvöld mæta upphafsmenn pönktónlistarinnar á Bretlandi og á Íslandi á skemmtistaðinn Spot og halda tónleika. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og fram koma meðal annars Q4U, Fræbbblarnir og Glen Matlock, bassaleikari The Sex Pistols, sem er heiðursgestur pönkhátíðarinnar. Ókeypis er inn á flesta viðburði hátíðarinnar og nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á síðunni kopavogsdagar.is. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs, hvetur Kópavogsbúa til að njóta menningarhátíðarinnar í vikunni. Hátíðin verður með fjölbreyttara sniði en undanfarin ár. „Þetta er árleg menningarhátíð í Kópavogi en í ár er hún öflugri og fjölbreyttari, ekki síst vegna þeirrar nýjungar að við auglýstum eftir listamönnum til að vera með viðburði. Við viljum að frumkvæðið komi frá listamönnunum sjálfum og fengum í kjölfarið fjölda umsókna, sem styrkir hátíðina verulega,“ segir Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs. Hátíðin sem haldin er í ellefta sinn byrjar á morgun, 8. maí, og stendur til 11. maí. Meðal þess sem boðið verður upp á á hátíðinni er pönk, gjörningar, veggjalist, gítarspil, myndlist, gönguferðir, dans og leiklist.Fræbbblarnir á æfingu forðum daga.„Markmið hátíðarinnar er að gefa bæjarbúum tækifæri á að njóta afraksturs lista- og menningarlífs sem fram fer í bænum allan ársins hring og dagskráin endurspeglar það vel að okkar mati.“ Arna bendir á að ljóðlistin hafi verið í hávegum höfð í Kópavogi og þykir því áhugavert að sjá listakonuna Kristínu Þorláksdóttur mála stórt fígúratívt veggverk með vísun í ljóð Jóns úr Vör. Pönkið á Íslandi á jafnframt sterkar rætur í Kópavogi og mun skipa stóran sess á menningarhátíðinni. Annað kvöld mæta upphafsmenn pönktónlistarinnar á Bretlandi og á Íslandi á skemmtistaðinn Spot og halda tónleika. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og fram koma meðal annars Q4U, Fræbbblarnir og Glen Matlock, bassaleikari The Sex Pistols, sem er heiðursgestur pönkhátíðarinnar. Ókeypis er inn á flesta viðburði hátíðarinnar og nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á síðunni kopavogsdagar.is.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira