Alþýðumenningarhátíð, pönk og veggjalist í Kópavogi Marín Manda skrifar 7. maí 2014 12:00 Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogs hvetur Kópavogsbúa til að mæta á hátíðina. Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs, hvetur Kópavogsbúa til að njóta menningarhátíðarinnar í vikunni. Hátíðin verður með fjölbreyttara sniði en undanfarin ár. „Þetta er árleg menningarhátíð í Kópavogi en í ár er hún öflugri og fjölbreyttari, ekki síst vegna þeirrar nýjungar að við auglýstum eftir listamönnum til að vera með viðburði. Við viljum að frumkvæðið komi frá listamönnunum sjálfum og fengum í kjölfarið fjölda umsókna, sem styrkir hátíðina verulega,“ segir Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs. Hátíðin sem haldin er í ellefta sinn byrjar á morgun, 8. maí, og stendur til 11. maí. Meðal þess sem boðið verður upp á á hátíðinni er pönk, gjörningar, veggjalist, gítarspil, myndlist, gönguferðir, dans og leiklist.Fræbbblarnir á æfingu forðum daga.„Markmið hátíðarinnar er að gefa bæjarbúum tækifæri á að njóta afraksturs lista- og menningarlífs sem fram fer í bænum allan ársins hring og dagskráin endurspeglar það vel að okkar mati.“ Arna bendir á að ljóðlistin hafi verið í hávegum höfð í Kópavogi og þykir því áhugavert að sjá listakonuna Kristínu Þorláksdóttur mála stórt fígúratívt veggverk með vísun í ljóð Jóns úr Vör. Pönkið á Íslandi á jafnframt sterkar rætur í Kópavogi og mun skipa stóran sess á menningarhátíðinni. Annað kvöld mæta upphafsmenn pönktónlistarinnar á Bretlandi og á Íslandi á skemmtistaðinn Spot og halda tónleika. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og fram koma meðal annars Q4U, Fræbbblarnir og Glen Matlock, bassaleikari The Sex Pistols, sem er heiðursgestur pönkhátíðarinnar. Ókeypis er inn á flesta viðburði hátíðarinnar og nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á síðunni kopavogsdagar.is. Menning Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs, hvetur Kópavogsbúa til að njóta menningarhátíðarinnar í vikunni. Hátíðin verður með fjölbreyttara sniði en undanfarin ár. „Þetta er árleg menningarhátíð í Kópavogi en í ár er hún öflugri og fjölbreyttari, ekki síst vegna þeirrar nýjungar að við auglýstum eftir listamönnum til að vera með viðburði. Við viljum að frumkvæðið komi frá listamönnunum sjálfum og fengum í kjölfarið fjölda umsókna, sem styrkir hátíðina verulega,“ segir Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs. Hátíðin sem haldin er í ellefta sinn byrjar á morgun, 8. maí, og stendur til 11. maí. Meðal þess sem boðið verður upp á á hátíðinni er pönk, gjörningar, veggjalist, gítarspil, myndlist, gönguferðir, dans og leiklist.Fræbbblarnir á æfingu forðum daga.„Markmið hátíðarinnar er að gefa bæjarbúum tækifæri á að njóta afraksturs lista- og menningarlífs sem fram fer í bænum allan ársins hring og dagskráin endurspeglar það vel að okkar mati.“ Arna bendir á að ljóðlistin hafi verið í hávegum höfð í Kópavogi og þykir því áhugavert að sjá listakonuna Kristínu Þorláksdóttur mála stórt fígúratívt veggverk með vísun í ljóð Jóns úr Vör. Pönkið á Íslandi á jafnframt sterkar rætur í Kópavogi og mun skipa stóran sess á menningarhátíðinni. Annað kvöld mæta upphafsmenn pönktónlistarinnar á Bretlandi og á Íslandi á skemmtistaðinn Spot og halda tónleika. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og fram koma meðal annars Q4U, Fræbbblarnir og Glen Matlock, bassaleikari The Sex Pistols, sem er heiðursgestur pönkhátíðarinnar. Ókeypis er inn á flesta viðburði hátíðarinnar og nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á síðunni kopavogsdagar.is.
Menning Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira