Erlent

Verða vingjarnlegir af fituríku fæði

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Grísirnir í rannsókninni fengu 42 prósent orkunnar úr fitu.
Grísirnir í rannsókninni fengu 42 prósent orkunnar úr fitu. Vísir/Nordicphotos/getty
Grísir sem fengu fituríkt fóður urðu félagslyndari og minna árásargjarnir en hópar sem fengu fitusnauðara fóður. Grísirnir urðu jafnframt óhræddari en viðmiðunarhópar.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskólann í Kaupmannahöfn sem segja að þetta ætti að hafa í huga þegar þjóðinni eru gefnar leiðbeiningar um næringu. Lífeðlisfræði manna og svína sé nefnilega áþekk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×