Erlent

Háhýsi hrundi í Norður-Kóreu

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Einræðisherra NorðurKóreu gefur hershöfðingum sínum fyrirmæli.
Einræðisherra NorðurKóreu gefur hershöfðingum sínum fyrirmæli. Fréttablaðið/AFP
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa líflátið fjóra byggingarverkfræðinga eftir að 23 hæða bygging hrundi í Pjongjang, höfuðborg ríkisins.

Auk verkfræðinganna var embættismaður hersins sem hafði yfirumsjón með byggingu hússins sendur í fangabúðir.

Þótt nákvæm orsök hrunsins sé óþekkt, er líklegt að hundavaðsháttur hafi verið í vinnubrögðum iðnaðarmanna sem unnu að byggingu hússins.

Algengt er að ýmsum byggingarhráefnum sé stolið til sölu á svörtum markaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×