Erlent

Stígur til hliðar sem formaður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jean-Francois Copé.
Jean-Francois Copé. visir/afp
Jean-Francois Copé, formaður UMP flokksins, tilkynnti í dag að hann myndi stíga til hliðar og segja af sér sem formaður.

Uppsöng Copé kemur í kjölfar ásakanna um að útgjöld Nicolas Sarkozy, fyrrum forseta Frakklands, vegna kosningabaráttu hans hafi verið skráð sem flokksútgjöld árið 2012.

Sarkozy var forseti Frakklands frá árinu 2007 til 2012 en að undanförnu hefur hann verið sakaður um að hafa verið spilltur.

Þrýst hefur verið á Copé að segja af sér og nú loks lét hann undan en hann mun víkja 15. júní.

UMP-flokkurinn beið afhroð í Evrópuþingskosningunum á sunnudaginn og má rekja gengi flokksins til umræðunnar um spillingu innan hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×