Útskriftarnemar í Bangkok: Tómar götur og gaddavírsgirðing Bjarki Ármannsson skrifar 27. maí 2014 21:00 Frá vinstri: Þórarinn Már Kristjánsson, Elías Jónsson og Ármann Óskarsson við upphaf ferðarinnar. Mynd/Elías Jónsson Nú er tæp vika liðin frá því að tælenski hershöfðinginn Prayuth Chan-ocha tilkynnti umheiminum að her landsins hefði hrifsað til sín völdin. Síðan hefur útgöngubann verið sett á í Tælandi og leiðtogar vestrænna ríkja lýst yfir áhyggjum sínum yfir stöðu mála. Fjöldi Íslendinga er staddur í landinu, meðal annars hópur í útskriftarferð frá verkfræðideild Háskóla Íslands sem er í Bangkok. Ármann Óskarsson, einn útskriftarnema, segir valdatökuna óneitanlega hafa sett svip sinn á ferðina. „Það er mjög merkilegt að horfa út á göturnar hérna frá hótelinu, “ segir Ármann. „Þær eru nánast alveg tómar. Þær væru alveg stappfullar ef ekki væri fyrir þetta útgöngubann.“ Útskriftarhópurinn hans Ármanns kom til Tælands á föstudaginn fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Þau gistu í Bangkok eina nótt en héldu svo í ferð út úr höfuðborginni. „Við fórum í Safari-ferð þar sem við gistum eina nótt í trjákofum og svo aðra á flekum á vatni í Khao San-þjóðgarðinum.“ Síðan fórum við í ferðamannabæinn Krabi sunnarlega á landinu og á þriðjudaginn fyrir rúmri viku tókum við eftir því að sjónvarpsstöðvarnar voru allar undirlagðar í skjámynd.“Stillimyndin sem blasir við á öllum sjónvarpsstöðvum í Tælandi.Mynd/Elías JónssonSkjámyndinn sést hér með fréttinni, en á henni stendur á ensku „National Peace and Order Maintaining Council“ og fyrir ofan texti með tælensku letri. Þetta var að kvöldi dagsins sem herinn tók völd í landinu. „Við urðum ekkert var við neitt þennan þriðjudag og miðvikudaginn þar á eftir, en á fimmtudaginn vorum við á kvöldgöngu í Krabi, sem venjulega er iðandi af lífi alla nóttina, og klukkan tíu fór fólk að draga fyrir sölubásana sína og búðir að loka. Meira að segja „ladyboy-arnir“ hurfu af götunum,“ segir Ármann. „Þá hafði bara verið sett útgöngubann um allt land milli tíu og timm um nótt og Tælendingarnir virtust taka þessu mjög alvarlega. 7-11 búðirnar lokuðu og þá er mikið sagt.“ Hann segir útskriftarnemana íslensku ekki hafa kippt sér upp við ástandið. „Við héldum því bara partý á sundlaugarbakkanum við litla hrifningu hinna gestanna.“ Daginn eftir segir Ármann þrjá úr hópnum hafa farið í leiðangur um bæinn og séð nokkra hermenn. „Það er eitthvað sem kallast Princess Residence þarna nálægt sem er venjulega opið fyrir gesti en þeir voru með „roadblock“ og sögðu okkur að snúa við. Við þorðum ekki öðru.“ Á laugardeginum hélt hópurinn svo á eyjuna Phi Phi, sem þekkt er fyrst og fremst fyrir skemmtanalíf sitt. „Þar var alveg bilað partý á ströndinni en menn hættu bara klukkan tíu um kvöld þó það væri engin lögregla þarna af viti. Ég held að það hafi verið samtals sex lögreglumenn á eyjunni en menn þorðu samt ekki að halda partýinu áfram. Daginn eftir voru menn hættir að taka þessu alvarlega þó að innfæddir hafi farið heim.“ Hópurinn er nú staddur í Bangkok á ný og heldur heim á leið á fimmtudaginn. Ármann segir andrúmsloftið í höfuðborginni ólíkt því sem hann upplifði í Krabi og Phi Phi. Lögregla keyri um og loki búðum sem eru með opið eftir klukkan tíu. Þá sé mikið um veggjakrot í borginni, með slagorðum á borð við „No coup.“ „Hér eru menn mun stressaðri. Það eru verðir við bílastæðið sem heilsa með hermennakveðju, ég er samt ekki viss um að þeir séu hermenn. Svo er aðaltorgið lokað hérna í borginni, gaddavírsgirðing í stóran radíus í kring.“ Ármann segir hópinn þó ekki hafa miklar áhyggjur af öryggi sínu. „Eina böggið er að það er allt lokað á kvöldin og maður má ekki fara út. Sem er reyndar alveg galli í útskriftarferð.“ Tengdar fréttir Fyrrum forsætisráðherra Tælands í haldi hersins Yingluck Shinawatra hefur verið flutt á ónefndan stað ásamt fjölskyldumeðlimum. 23. maí 2014 13:45 Útgöngubann í Tælandi Leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og vestrænna ríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum á stöðunni í Taílandi en nú er komið á útgöngubann í landinu. 22. maí 2014 22:43 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Nú er tæp vika liðin frá því að tælenski hershöfðinginn Prayuth Chan-ocha tilkynnti umheiminum að her landsins hefði hrifsað til sín völdin. Síðan hefur útgöngubann verið sett á í Tælandi og leiðtogar vestrænna ríkja lýst yfir áhyggjum sínum yfir stöðu mála. Fjöldi Íslendinga er staddur í landinu, meðal annars hópur í útskriftarferð frá verkfræðideild Háskóla Íslands sem er í Bangkok. Ármann Óskarsson, einn útskriftarnema, segir valdatökuna óneitanlega hafa sett svip sinn á ferðina. „Það er mjög merkilegt að horfa út á göturnar hérna frá hótelinu, “ segir Ármann. „Þær eru nánast alveg tómar. Þær væru alveg stappfullar ef ekki væri fyrir þetta útgöngubann.“ Útskriftarhópurinn hans Ármanns kom til Tælands á föstudaginn fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Þau gistu í Bangkok eina nótt en héldu svo í ferð út úr höfuðborginni. „Við fórum í Safari-ferð þar sem við gistum eina nótt í trjákofum og svo aðra á flekum á vatni í Khao San-þjóðgarðinum.“ Síðan fórum við í ferðamannabæinn Krabi sunnarlega á landinu og á þriðjudaginn fyrir rúmri viku tókum við eftir því að sjónvarpsstöðvarnar voru allar undirlagðar í skjámynd.“Stillimyndin sem blasir við á öllum sjónvarpsstöðvum í Tælandi.Mynd/Elías JónssonSkjámyndinn sést hér með fréttinni, en á henni stendur á ensku „National Peace and Order Maintaining Council“ og fyrir ofan texti með tælensku letri. Þetta var að kvöldi dagsins sem herinn tók völd í landinu. „Við urðum ekkert var við neitt þennan þriðjudag og miðvikudaginn þar á eftir, en á fimmtudaginn vorum við á kvöldgöngu í Krabi, sem venjulega er iðandi af lífi alla nóttina, og klukkan tíu fór fólk að draga fyrir sölubásana sína og búðir að loka. Meira að segja „ladyboy-arnir“ hurfu af götunum,“ segir Ármann. „Þá hafði bara verið sett útgöngubann um allt land milli tíu og timm um nótt og Tælendingarnir virtust taka þessu mjög alvarlega. 7-11 búðirnar lokuðu og þá er mikið sagt.“ Hann segir útskriftarnemana íslensku ekki hafa kippt sér upp við ástandið. „Við héldum því bara partý á sundlaugarbakkanum við litla hrifningu hinna gestanna.“ Daginn eftir segir Ármann þrjá úr hópnum hafa farið í leiðangur um bæinn og séð nokkra hermenn. „Það er eitthvað sem kallast Princess Residence þarna nálægt sem er venjulega opið fyrir gesti en þeir voru með „roadblock“ og sögðu okkur að snúa við. Við þorðum ekki öðru.“ Á laugardeginum hélt hópurinn svo á eyjuna Phi Phi, sem þekkt er fyrst og fremst fyrir skemmtanalíf sitt. „Þar var alveg bilað partý á ströndinni en menn hættu bara klukkan tíu um kvöld þó það væri engin lögregla þarna af viti. Ég held að það hafi verið samtals sex lögreglumenn á eyjunni en menn þorðu samt ekki að halda partýinu áfram. Daginn eftir voru menn hættir að taka þessu alvarlega þó að innfæddir hafi farið heim.“ Hópurinn er nú staddur í Bangkok á ný og heldur heim á leið á fimmtudaginn. Ármann segir andrúmsloftið í höfuðborginni ólíkt því sem hann upplifði í Krabi og Phi Phi. Lögregla keyri um og loki búðum sem eru með opið eftir klukkan tíu. Þá sé mikið um veggjakrot í borginni, með slagorðum á borð við „No coup.“ „Hér eru menn mun stressaðri. Það eru verðir við bílastæðið sem heilsa með hermennakveðju, ég er samt ekki viss um að þeir séu hermenn. Svo er aðaltorgið lokað hérna í borginni, gaddavírsgirðing í stóran radíus í kring.“ Ármann segir hópinn þó ekki hafa miklar áhyggjur af öryggi sínu. „Eina böggið er að það er allt lokað á kvöldin og maður má ekki fara út. Sem er reyndar alveg galli í útskriftarferð.“
Tengdar fréttir Fyrrum forsætisráðherra Tælands í haldi hersins Yingluck Shinawatra hefur verið flutt á ónefndan stað ásamt fjölskyldumeðlimum. 23. maí 2014 13:45 Útgöngubann í Tælandi Leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og vestrænna ríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum á stöðunni í Taílandi en nú er komið á útgöngubann í landinu. 22. maí 2014 22:43 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Fyrrum forsætisráðherra Tælands í haldi hersins Yingluck Shinawatra hefur verið flutt á ónefndan stað ásamt fjölskyldumeðlimum. 23. maí 2014 13:45
Útgöngubann í Tælandi Leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og vestrænna ríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum á stöðunni í Taílandi en nú er komið á útgöngubann í landinu. 22. maí 2014 22:43