Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. maí 2014 07:00 Formaður NASF segir fyrirhugað laxeldi á Patreksfirði skila úrgangi á við 400 til 500 þúsund manns. Myndin sýnir laxeldi Í Mjóafirði. Fréttablaðið/Jón Sigurður „Fiskeldi getur átt glæsta framtíð fyrir sér en ekki ef haldið er áfram á núverandi villibraut, ef marka má alla þá erlendu sérfræðinga sem hér hafa talað á málþingum í vetur,“ segir Orri Vigfússon í umsögn til Alþingis vegna frumvarps um fiskeldismál sem þar er til umfjöllunar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um fiskeldi er ætlað að einfalda stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi og hraða og einfalda veitingu starfs- og rekstrarleyfa til að gera starfsemi vegna fiskeldis sem skilvirkasta. „Engin stefnumótun hefur verið mörkuð, engar undirbúningsrannsóknir farið fram og grunngögn vantar um sjávarumhverfið, meðal annars straumfræði, súrefnismettun, sjóskipti og fjölmargt fleira,“ segir í umsögn Orra, sem er formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins (NASF).Orri Vigfússon,Í óþökk veiðiréttareigenda Orri kveðst telja að verði frumvarpið að veruleika geti ímynd sjávarfangs og landbúnaðarvara frá Íslandi beðið langvarandi skaða. „Skipulagsmálin eru í ólestri og ef núverandi frumvarp verður samþykkt eykst öngþveitið enn meir og við munum sitja uppi með skaðað lífríki, í óþökk eigenda sjávarjarða og veiðiréttareigenda. Niðurstaðan er þá komin í ógöngur með illa skipulagða framleiðslu sem skilar fáeinum láglaunastörfum og óheyrilegum kostnaði fyrir skattgreiðendur,“ segir Orri í umsögninni sem send var nefndasviði Alþingis í gær. Í bréfi Orra til LÍÚ og Samtaka atvinnulífsins í apríl sagðist hann ósáttur við umsögn þessara aðila um frumvarpið. Við gerð þess hefði einungis verið haft samband við talsmenn fiskeldis, en ekkert við lögverndaða einkaeignarrétthafa sem eiga hagsmuna að gæta í málinu og heldur ekki við þá sem tala fyrir vernd umhverfisins og villtra laxfiska – þar á meðal Norður-Atlantshafslaxasjóðinn og Veiðimálastofnun. Erlendum sérfræðingum bæri saman um að hér væri um mikla náttúruvá að ræða og vöruðu nánast einum rómi Íslendinga við fljótfærni.Engin takmörk á úrganginn „Á meðan þúsundir háskóla og vísindastofnana um allan heim leita leiða til að leysa þessi vandamál ætlum við að leyfa þetta meira og minna óséð og láta okkur skattgreiðendur, enn eina ferðina, taka á okkur ábyrgðir fyrir hundruð milljarða,“ sagði Orri. Þá benti hann á að þótt smábátasjómenn megi ekki henda úrgangi í sjóinn sé fiskeldið ekki háð neinum takmörkunum fyrir úrgangslosun. „25 þúsund tonna laxeldi, eins og fyrirhugað er á Patreksfirði, skilar úrgangi á við 400 til 500 þúsund manna bæjarfélag,“ sagði í bréfi formanns NASF til samtaka atvinnurekenda og útgerðarmanna. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira
„Fiskeldi getur átt glæsta framtíð fyrir sér en ekki ef haldið er áfram á núverandi villibraut, ef marka má alla þá erlendu sérfræðinga sem hér hafa talað á málþingum í vetur,“ segir Orri Vigfússon í umsögn til Alþingis vegna frumvarps um fiskeldismál sem þar er til umfjöllunar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um fiskeldi er ætlað að einfalda stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi og hraða og einfalda veitingu starfs- og rekstrarleyfa til að gera starfsemi vegna fiskeldis sem skilvirkasta. „Engin stefnumótun hefur verið mörkuð, engar undirbúningsrannsóknir farið fram og grunngögn vantar um sjávarumhverfið, meðal annars straumfræði, súrefnismettun, sjóskipti og fjölmargt fleira,“ segir í umsögn Orra, sem er formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins (NASF).Orri Vigfússon,Í óþökk veiðiréttareigenda Orri kveðst telja að verði frumvarpið að veruleika geti ímynd sjávarfangs og landbúnaðarvara frá Íslandi beðið langvarandi skaða. „Skipulagsmálin eru í ólestri og ef núverandi frumvarp verður samþykkt eykst öngþveitið enn meir og við munum sitja uppi með skaðað lífríki, í óþökk eigenda sjávarjarða og veiðiréttareigenda. Niðurstaðan er þá komin í ógöngur með illa skipulagða framleiðslu sem skilar fáeinum láglaunastörfum og óheyrilegum kostnaði fyrir skattgreiðendur,“ segir Orri í umsögninni sem send var nefndasviði Alþingis í gær. Í bréfi Orra til LÍÚ og Samtaka atvinnulífsins í apríl sagðist hann ósáttur við umsögn þessara aðila um frumvarpið. Við gerð þess hefði einungis verið haft samband við talsmenn fiskeldis, en ekkert við lögverndaða einkaeignarrétthafa sem eiga hagsmuna að gæta í málinu og heldur ekki við þá sem tala fyrir vernd umhverfisins og villtra laxfiska – þar á meðal Norður-Atlantshafslaxasjóðinn og Veiðimálastofnun. Erlendum sérfræðingum bæri saman um að hér væri um mikla náttúruvá að ræða og vöruðu nánast einum rómi Íslendinga við fljótfærni.Engin takmörk á úrganginn „Á meðan þúsundir háskóla og vísindastofnana um allan heim leita leiða til að leysa þessi vandamál ætlum við að leyfa þetta meira og minna óséð og láta okkur skattgreiðendur, enn eina ferðina, taka á okkur ábyrgðir fyrir hundruð milljarða,“ sagði Orri. Þá benti hann á að þótt smábátasjómenn megi ekki henda úrgangi í sjóinn sé fiskeldið ekki háð neinum takmörkunum fyrir úrgangslosun. „25 þúsund tonna laxeldi, eins og fyrirhugað er á Patreksfirði, skilar úrgangi á við 400 til 500 þúsund manna bæjarfélag,“ sagði í bréfi formanns NASF til samtaka atvinnurekenda og útgerðarmanna.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira