Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. maí 2014 07:00 Formaður NASF segir fyrirhugað laxeldi á Patreksfirði skila úrgangi á við 400 til 500 þúsund manns. Myndin sýnir laxeldi Í Mjóafirði. Fréttablaðið/Jón Sigurður „Fiskeldi getur átt glæsta framtíð fyrir sér en ekki ef haldið er áfram á núverandi villibraut, ef marka má alla þá erlendu sérfræðinga sem hér hafa talað á málþingum í vetur,“ segir Orri Vigfússon í umsögn til Alþingis vegna frumvarps um fiskeldismál sem þar er til umfjöllunar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um fiskeldi er ætlað að einfalda stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi og hraða og einfalda veitingu starfs- og rekstrarleyfa til að gera starfsemi vegna fiskeldis sem skilvirkasta. „Engin stefnumótun hefur verið mörkuð, engar undirbúningsrannsóknir farið fram og grunngögn vantar um sjávarumhverfið, meðal annars straumfræði, súrefnismettun, sjóskipti og fjölmargt fleira,“ segir í umsögn Orra, sem er formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins (NASF).Orri Vigfússon,Í óþökk veiðiréttareigenda Orri kveðst telja að verði frumvarpið að veruleika geti ímynd sjávarfangs og landbúnaðarvara frá Íslandi beðið langvarandi skaða. „Skipulagsmálin eru í ólestri og ef núverandi frumvarp verður samþykkt eykst öngþveitið enn meir og við munum sitja uppi með skaðað lífríki, í óþökk eigenda sjávarjarða og veiðiréttareigenda. Niðurstaðan er þá komin í ógöngur með illa skipulagða framleiðslu sem skilar fáeinum láglaunastörfum og óheyrilegum kostnaði fyrir skattgreiðendur,“ segir Orri í umsögninni sem send var nefndasviði Alþingis í gær. Í bréfi Orra til LÍÚ og Samtaka atvinnulífsins í apríl sagðist hann ósáttur við umsögn þessara aðila um frumvarpið. Við gerð þess hefði einungis verið haft samband við talsmenn fiskeldis, en ekkert við lögverndaða einkaeignarrétthafa sem eiga hagsmuna að gæta í málinu og heldur ekki við þá sem tala fyrir vernd umhverfisins og villtra laxfiska – þar á meðal Norður-Atlantshafslaxasjóðinn og Veiðimálastofnun. Erlendum sérfræðingum bæri saman um að hér væri um mikla náttúruvá að ræða og vöruðu nánast einum rómi Íslendinga við fljótfærni.Engin takmörk á úrganginn „Á meðan þúsundir háskóla og vísindastofnana um allan heim leita leiða til að leysa þessi vandamál ætlum við að leyfa þetta meira og minna óséð og láta okkur skattgreiðendur, enn eina ferðina, taka á okkur ábyrgðir fyrir hundruð milljarða,“ sagði Orri. Þá benti hann á að þótt smábátasjómenn megi ekki henda úrgangi í sjóinn sé fiskeldið ekki háð neinum takmörkunum fyrir úrgangslosun. „25 þúsund tonna laxeldi, eins og fyrirhugað er á Patreksfirði, skilar úrgangi á við 400 til 500 þúsund manna bæjarfélag,“ sagði í bréfi formanns NASF til samtaka atvinnurekenda og útgerðarmanna. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
„Fiskeldi getur átt glæsta framtíð fyrir sér en ekki ef haldið er áfram á núverandi villibraut, ef marka má alla þá erlendu sérfræðinga sem hér hafa talað á málþingum í vetur,“ segir Orri Vigfússon í umsögn til Alþingis vegna frumvarps um fiskeldismál sem þar er til umfjöllunar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um fiskeldi er ætlað að einfalda stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi og hraða og einfalda veitingu starfs- og rekstrarleyfa til að gera starfsemi vegna fiskeldis sem skilvirkasta. „Engin stefnumótun hefur verið mörkuð, engar undirbúningsrannsóknir farið fram og grunngögn vantar um sjávarumhverfið, meðal annars straumfræði, súrefnismettun, sjóskipti og fjölmargt fleira,“ segir í umsögn Orra, sem er formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins (NASF).Orri Vigfússon,Í óþökk veiðiréttareigenda Orri kveðst telja að verði frumvarpið að veruleika geti ímynd sjávarfangs og landbúnaðarvara frá Íslandi beðið langvarandi skaða. „Skipulagsmálin eru í ólestri og ef núverandi frumvarp verður samþykkt eykst öngþveitið enn meir og við munum sitja uppi með skaðað lífríki, í óþökk eigenda sjávarjarða og veiðiréttareigenda. Niðurstaðan er þá komin í ógöngur með illa skipulagða framleiðslu sem skilar fáeinum láglaunastörfum og óheyrilegum kostnaði fyrir skattgreiðendur,“ segir Orri í umsögninni sem send var nefndasviði Alþingis í gær. Í bréfi Orra til LÍÚ og Samtaka atvinnulífsins í apríl sagðist hann ósáttur við umsögn þessara aðila um frumvarpið. Við gerð þess hefði einungis verið haft samband við talsmenn fiskeldis, en ekkert við lögverndaða einkaeignarrétthafa sem eiga hagsmuna að gæta í málinu og heldur ekki við þá sem tala fyrir vernd umhverfisins og villtra laxfiska – þar á meðal Norður-Atlantshafslaxasjóðinn og Veiðimálastofnun. Erlendum sérfræðingum bæri saman um að hér væri um mikla náttúruvá að ræða og vöruðu nánast einum rómi Íslendinga við fljótfærni.Engin takmörk á úrganginn „Á meðan þúsundir háskóla og vísindastofnana um allan heim leita leiða til að leysa þessi vandamál ætlum við að leyfa þetta meira og minna óséð og láta okkur skattgreiðendur, enn eina ferðina, taka á okkur ábyrgðir fyrir hundruð milljarða,“ sagði Orri. Þá benti hann á að þótt smábátasjómenn megi ekki henda úrgangi í sjóinn sé fiskeldið ekki háð neinum takmörkunum fyrir úrgangslosun. „25 þúsund tonna laxeldi, eins og fyrirhugað er á Patreksfirði, skilar úrgangi á við 400 til 500 þúsund manna bæjarfélag,“ sagði í bréfi formanns NASF til samtaka atvinnurekenda og útgerðarmanna.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent