Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. maí 2014 07:00 Formaður NASF segir fyrirhugað laxeldi á Patreksfirði skila úrgangi á við 400 til 500 þúsund manns. Myndin sýnir laxeldi Í Mjóafirði. Fréttablaðið/Jón Sigurður „Fiskeldi getur átt glæsta framtíð fyrir sér en ekki ef haldið er áfram á núverandi villibraut, ef marka má alla þá erlendu sérfræðinga sem hér hafa talað á málþingum í vetur,“ segir Orri Vigfússon í umsögn til Alþingis vegna frumvarps um fiskeldismál sem þar er til umfjöllunar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um fiskeldi er ætlað að einfalda stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi og hraða og einfalda veitingu starfs- og rekstrarleyfa til að gera starfsemi vegna fiskeldis sem skilvirkasta. „Engin stefnumótun hefur verið mörkuð, engar undirbúningsrannsóknir farið fram og grunngögn vantar um sjávarumhverfið, meðal annars straumfræði, súrefnismettun, sjóskipti og fjölmargt fleira,“ segir í umsögn Orra, sem er formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins (NASF).Orri Vigfússon,Í óþökk veiðiréttareigenda Orri kveðst telja að verði frumvarpið að veruleika geti ímynd sjávarfangs og landbúnaðarvara frá Íslandi beðið langvarandi skaða. „Skipulagsmálin eru í ólestri og ef núverandi frumvarp verður samþykkt eykst öngþveitið enn meir og við munum sitja uppi með skaðað lífríki, í óþökk eigenda sjávarjarða og veiðiréttareigenda. Niðurstaðan er þá komin í ógöngur með illa skipulagða framleiðslu sem skilar fáeinum láglaunastörfum og óheyrilegum kostnaði fyrir skattgreiðendur,“ segir Orri í umsögninni sem send var nefndasviði Alþingis í gær. Í bréfi Orra til LÍÚ og Samtaka atvinnulífsins í apríl sagðist hann ósáttur við umsögn þessara aðila um frumvarpið. Við gerð þess hefði einungis verið haft samband við talsmenn fiskeldis, en ekkert við lögverndaða einkaeignarrétthafa sem eiga hagsmuna að gæta í málinu og heldur ekki við þá sem tala fyrir vernd umhverfisins og villtra laxfiska – þar á meðal Norður-Atlantshafslaxasjóðinn og Veiðimálastofnun. Erlendum sérfræðingum bæri saman um að hér væri um mikla náttúruvá að ræða og vöruðu nánast einum rómi Íslendinga við fljótfærni.Engin takmörk á úrganginn „Á meðan þúsundir háskóla og vísindastofnana um allan heim leita leiða til að leysa þessi vandamál ætlum við að leyfa þetta meira og minna óséð og láta okkur skattgreiðendur, enn eina ferðina, taka á okkur ábyrgðir fyrir hundruð milljarða,“ sagði Orri. Þá benti hann á að þótt smábátasjómenn megi ekki henda úrgangi í sjóinn sé fiskeldið ekki háð neinum takmörkunum fyrir úrgangslosun. „25 þúsund tonna laxeldi, eins og fyrirhugað er á Patreksfirði, skilar úrgangi á við 400 til 500 þúsund manna bæjarfélag,“ sagði í bréfi formanns NASF til samtaka atvinnurekenda og útgerðarmanna. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
„Fiskeldi getur átt glæsta framtíð fyrir sér en ekki ef haldið er áfram á núverandi villibraut, ef marka má alla þá erlendu sérfræðinga sem hér hafa talað á málþingum í vetur,“ segir Orri Vigfússon í umsögn til Alþingis vegna frumvarps um fiskeldismál sem þar er til umfjöllunar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um fiskeldi er ætlað að einfalda stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi og hraða og einfalda veitingu starfs- og rekstrarleyfa til að gera starfsemi vegna fiskeldis sem skilvirkasta. „Engin stefnumótun hefur verið mörkuð, engar undirbúningsrannsóknir farið fram og grunngögn vantar um sjávarumhverfið, meðal annars straumfræði, súrefnismettun, sjóskipti og fjölmargt fleira,“ segir í umsögn Orra, sem er formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins (NASF).Orri Vigfússon,Í óþökk veiðiréttareigenda Orri kveðst telja að verði frumvarpið að veruleika geti ímynd sjávarfangs og landbúnaðarvara frá Íslandi beðið langvarandi skaða. „Skipulagsmálin eru í ólestri og ef núverandi frumvarp verður samþykkt eykst öngþveitið enn meir og við munum sitja uppi með skaðað lífríki, í óþökk eigenda sjávarjarða og veiðiréttareigenda. Niðurstaðan er þá komin í ógöngur með illa skipulagða framleiðslu sem skilar fáeinum láglaunastörfum og óheyrilegum kostnaði fyrir skattgreiðendur,“ segir Orri í umsögninni sem send var nefndasviði Alþingis í gær. Í bréfi Orra til LÍÚ og Samtaka atvinnulífsins í apríl sagðist hann ósáttur við umsögn þessara aðila um frumvarpið. Við gerð þess hefði einungis verið haft samband við talsmenn fiskeldis, en ekkert við lögverndaða einkaeignarrétthafa sem eiga hagsmuna að gæta í málinu og heldur ekki við þá sem tala fyrir vernd umhverfisins og villtra laxfiska – þar á meðal Norður-Atlantshafslaxasjóðinn og Veiðimálastofnun. Erlendum sérfræðingum bæri saman um að hér væri um mikla náttúruvá að ræða og vöruðu nánast einum rómi Íslendinga við fljótfærni.Engin takmörk á úrganginn „Á meðan þúsundir háskóla og vísindastofnana um allan heim leita leiða til að leysa þessi vandamál ætlum við að leyfa þetta meira og minna óséð og láta okkur skattgreiðendur, enn eina ferðina, taka á okkur ábyrgðir fyrir hundruð milljarða,“ sagði Orri. Þá benti hann á að þótt smábátasjómenn megi ekki henda úrgangi í sjóinn sé fiskeldið ekki háð neinum takmörkunum fyrir úrgangslosun. „25 þúsund tonna laxeldi, eins og fyrirhugað er á Patreksfirði, skilar úrgangi á við 400 til 500 þúsund manna bæjarfélag,“ sagði í bréfi formanns NASF til samtaka atvinnurekenda og útgerðarmanna.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira