Innlent

Þjóðvarðliðið í viðbragðsstöðu í Ferguson

Vísir/AFP
Ríkisstjórinn í Missouri í Bandaríkjunum hefur sett þjóðvarðliðið í viðbragðsstöðu því á næstu dögum er von á ákvörðun kviðdóms í máli lögreglumanns sem skaut átján ára gamlan pilt til bana í bænum Ferguson.

Ákveða á hvort lögreglumaðurinn verði kærður eður ei. Ríkisstjórinn Jai Nixon segir að þjóðvarðliðið, sem er einskonar heimavarnarlið bandaríska hersins, verði nýtt til þess að aðstoða lögregluna komi til uppþota, en drápið á piltinum orsakaði ein mestu uppþot í Bandaríkjunum um áratugaskeið.

Ekki liggur þó fyrir hvenær kviðdómur tekur ákvörðun sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×