Stjórnmálaflokkar fá kjörskrár áfram þótt engin heimild sé í lögum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. apríl 2014 07:00 Stjórnmálaflokkar sem bjóða fram og þess óska fá afhenta kjörskrárstofna í aðdraganda kosninga samkvæmt hefð. Fréttablaðið/Pjetur Persónuvernd segir vafa leika á því hvort Þjóðskrá Íslands sé heimilt að afhenda afrit kjörskrárstofna til stjórnmálaflokka. Í bréfi til Persónuverndar segir Þjóðskrá að innanríkisráðuneytið hafi falið stofnuninni að afhenda stjórnmálaflokkum afrit af kjörskrárstofnum fyrir alþingiskosningar auk lista og límmiða um tiltekna hópa kjósenda, til dæmis þá sem kjósa í fyrsta sinn. Þar komi fram lögheimili, kyn, nafn og kennitala einstaklinga með kosningarrétt. Þjóðskrá telji engin ákvæði í lögum heimila afhendingu kjörskrárstofna til annarra en sveitarstjórna. Auk þess sem afhendingin eigi sér ekki lagastoð samræmist hún ekki tilgangi kjörskrárstofna. Kjósendur njóti mögulega ekki verndar samkvæmt reglum um bannskrá þegar stjórnmálaflokkarnir noti kjörskrárstofnana sem úthringilista.Löng hefð og jafnræði með framboðum Innanríkisráðuneytið segir í svarbréfi til Persónuverndar að í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra hafi forsætisráðuneytið óskað eftir að innanríkisráðuneytið fæli Þjóðskrá, samkvæmt hefð, að afhenda stjórnmálasamtökum kjörskrárstofnana. Um lögmæti afhendingarinnar segir innanríkisráðuneytið að áratugum saman hafi tíðkast að afhenda stjórnmálasamtökum sem hyggist bjóða fram afrit kjörskrárstofna. „Þó ekki sé kveðið á um þessa afhendingu með skýrum hætti í kosningalöggjöfinni byggir hún á langri og ríkri hefð í samskiptum stjórnarráðsins og stjórnmálasamtaka sem hyggjast bjóða fram og hefur þar verið gætt fyllsta jafnræðis milli framboðsaðila,“ segir ráðuneytið sem kveður það „í þágu lýðræðisins að auðvelda þeim sem bjóða sig fram í kosningum að ná eyrum kjósenda“.Ná ekki lagaheimild fyrir kosningar Innanríkisráðuneytið bætir við að í ljósi efasemda Þjóðskrár Íslands muni ráðuneytið kanna við endurskoðun kosningalöggjafarinnar hvort þurfi að kveða á um það með skýrum hætti að afhending gagnanna sé heimil. Því verði þó ekki lokið fyrir sveitarstjórnarkosningar 31. maí. „Ráðuneytið gerir því ráð fyrir því að framboðsaðilum við sveitarstjórnarkosningar verði að öllu óbreyttu afhent umrædd gögn með sama hætti og verið hefur, komi fram beiðni um slíkt.“ Persónuvernd segir hvergi í lögum vikið að afhendingu kjörskrárstofna til annarra en sveitarstjórna. „Í ljósi þess að slíkt ákvæði skortir telur Persónuvernd vafa leika á um að miðlunin sé heimil. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira
Persónuvernd segir vafa leika á því hvort Þjóðskrá Íslands sé heimilt að afhenda afrit kjörskrárstofna til stjórnmálaflokka. Í bréfi til Persónuverndar segir Þjóðskrá að innanríkisráðuneytið hafi falið stofnuninni að afhenda stjórnmálaflokkum afrit af kjörskrárstofnum fyrir alþingiskosningar auk lista og límmiða um tiltekna hópa kjósenda, til dæmis þá sem kjósa í fyrsta sinn. Þar komi fram lögheimili, kyn, nafn og kennitala einstaklinga með kosningarrétt. Þjóðskrá telji engin ákvæði í lögum heimila afhendingu kjörskrárstofna til annarra en sveitarstjórna. Auk þess sem afhendingin eigi sér ekki lagastoð samræmist hún ekki tilgangi kjörskrárstofna. Kjósendur njóti mögulega ekki verndar samkvæmt reglum um bannskrá þegar stjórnmálaflokkarnir noti kjörskrárstofnana sem úthringilista.Löng hefð og jafnræði með framboðum Innanríkisráðuneytið segir í svarbréfi til Persónuverndar að í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra hafi forsætisráðuneytið óskað eftir að innanríkisráðuneytið fæli Þjóðskrá, samkvæmt hefð, að afhenda stjórnmálasamtökum kjörskrárstofnana. Um lögmæti afhendingarinnar segir innanríkisráðuneytið að áratugum saman hafi tíðkast að afhenda stjórnmálasamtökum sem hyggist bjóða fram afrit kjörskrárstofna. „Þó ekki sé kveðið á um þessa afhendingu með skýrum hætti í kosningalöggjöfinni byggir hún á langri og ríkri hefð í samskiptum stjórnarráðsins og stjórnmálasamtaka sem hyggjast bjóða fram og hefur þar verið gætt fyllsta jafnræðis milli framboðsaðila,“ segir ráðuneytið sem kveður það „í þágu lýðræðisins að auðvelda þeim sem bjóða sig fram í kosningum að ná eyrum kjósenda“.Ná ekki lagaheimild fyrir kosningar Innanríkisráðuneytið bætir við að í ljósi efasemda Þjóðskrár Íslands muni ráðuneytið kanna við endurskoðun kosningalöggjafarinnar hvort þurfi að kveða á um það með skýrum hætti að afhending gagnanna sé heimil. Því verði þó ekki lokið fyrir sveitarstjórnarkosningar 31. maí. „Ráðuneytið gerir því ráð fyrir því að framboðsaðilum við sveitarstjórnarkosningar verði að öllu óbreyttu afhent umrædd gögn með sama hætti og verið hefur, komi fram beiðni um slíkt.“ Persónuvernd segir hvergi í lögum vikið að afhendingu kjörskrárstofna til annarra en sveitarstjórna. „Í ljósi þess að slíkt ákvæði skortir telur Persónuvernd vafa leika á um að miðlunin sé heimil.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira