Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna

Gísla er gefið að sök að hafa lekið minnisblaði úr ráðuneytinu þar sem fram koma persónulegar upplýsingar um hælisleitandann Tony Omos og tvær konur. Konurnar krefjast báðar skaðabóta. Önnur þessara kvenna er Evelyn Glory Joseph, barnsmóðir Tony Omos, sem kom til landsins sem flóttamaður. Hún krefst 4,5 milljóna króna úr hendi Gísla auk vaxta. Hin konan krefst 2,5 milljóna króna.
Þá er þess jafnframt krafist að Gísli Freyr greiði allan málskostnað. Þingfesting málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en Gísli neitaði þar allri sök í málinu og krafðist frávísunar.
Tengdar fréttir

Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum
Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla.

„Ekki um neins konar pólitískan leik að ræða í þessu máli“
Árni Páll Árnason segir viðbrögð innanríkisráðherra bera þess merki að hún átti sig ekki enn á alvarleika málsins.

Hanna Birna svarar umboðsmanni
Hanna Birna segir lögreglustjóra ekki hafa stjórnar rannsókn á meintum leka úr innanríkisráðuneytinu.

„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál"
„Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni.

Gísli gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi
Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla.

Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur
Harmageddon ræðir lekamálið við blaðamenn DV.

Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður
"Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum.

Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina