Íslensk stúlka vitni að skotárás í Texas ingvar haraldsson skrifar 7. júlí 2014 07:30 „Ég var bara alveg frosin, þetta var svo óraunverulegt“ segir Helena Kristín Gunnarsdóttir, 21 árs gamall íþróttafræðinemi í Houston í Texas, um skotárás sem hún varð vitni að inni á skemmtistað aðfaranótt laugardags. Fjórir særðust í árásinni, þar af einn lífshættulega. „Við vorum á karabískri hátíð í tilefni þjóðhátíðardags Bandaríkjanna. Svo sér vinkona mín mann skammt frá okkur taka upp byssu. Hún greip í mig og við hlupum inn á klósett,“ segir Kristín. „Klósettið fylltist af fólki. Síðan heyrðum við fjóra skothvelli og öskur fyrir utan. Fólk var rosalega hrætt því það vissi ekki hvort maðurinn kæmi inn á salernið og byrjaði að skjóta. Margir í kringum okkur hringdu í fjölskyldumeðlimi.“ Helena segir tímann hafa liðið hægt inni á salerninu. „Við vorum sennilega þarna í tuttugu til þrjátíu mínútur. En mér leið eins og það hefði verið lengri tími.“ Helena segist ekki vita hvað byssumanninum gekk til en eftir að hafa látið fjögur skot ríða af hvarf hann í mannþröngina. Hann gengur því enn laus en leit lögreglu stendur yfir.Vinkonan kom til bjargar Helena Kristín Gunnarsdóttir og vinkonan frá Púertó Ríkó sem kom Helenu til bjargar.mynd/helenaHelena segist ekki vita hvað byssumanninum gekk til en eftir að hafa látið fjögur skot ríða af hvarf hann í mannþröngina. Hann gengur því enn laus en leit lögreglu stendur yfir.Öryggisgæslan réð ekki við neitt Yfir fimm þúsund manns voru inni á staðnum en samkvæmt frétt Reuters voru það einungis þrjátíu lögreglumenn á frívakt sem sáu um öryggisgæslu á viðburðinum. Þeir hafi þar að auki allir verið við inngang staðarins en ekki á dansgólfinu þar sem skotárásin átti sér stað. „Staðurinn var yfirfullur og starfsfólkið réð ekki neitt við neitt. Hlið inn á staðinn brotnaði í troðningnum þegar fólk reyndi að komast inn,“ segir Helena. Helena bætir við að vinkonurnar hafi reynt að halda ró sinni síðustu daga. „Vinkona mín er frá Púertó Ríkó og hún er mun vanari skotárásum. Þar gerist það iðulega að fólk er skotið að tilefnislausu úti á götu. Mamma hennar hrósaði henni fyrir að bregðast rétt við þegar hún sá byssuna.“ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Ég var bara alveg frosin, þetta var svo óraunverulegt“ segir Helena Kristín Gunnarsdóttir, 21 árs gamall íþróttafræðinemi í Houston í Texas, um skotárás sem hún varð vitni að inni á skemmtistað aðfaranótt laugardags. Fjórir særðust í árásinni, þar af einn lífshættulega. „Við vorum á karabískri hátíð í tilefni þjóðhátíðardags Bandaríkjanna. Svo sér vinkona mín mann skammt frá okkur taka upp byssu. Hún greip í mig og við hlupum inn á klósett,“ segir Kristín. „Klósettið fylltist af fólki. Síðan heyrðum við fjóra skothvelli og öskur fyrir utan. Fólk var rosalega hrætt því það vissi ekki hvort maðurinn kæmi inn á salernið og byrjaði að skjóta. Margir í kringum okkur hringdu í fjölskyldumeðlimi.“ Helena segir tímann hafa liðið hægt inni á salerninu. „Við vorum sennilega þarna í tuttugu til þrjátíu mínútur. En mér leið eins og það hefði verið lengri tími.“ Helena segist ekki vita hvað byssumanninum gekk til en eftir að hafa látið fjögur skot ríða af hvarf hann í mannþröngina. Hann gengur því enn laus en leit lögreglu stendur yfir.Vinkonan kom til bjargar Helena Kristín Gunnarsdóttir og vinkonan frá Púertó Ríkó sem kom Helenu til bjargar.mynd/helenaHelena segist ekki vita hvað byssumanninum gekk til en eftir að hafa látið fjögur skot ríða af hvarf hann í mannþröngina. Hann gengur því enn laus en leit lögreglu stendur yfir.Öryggisgæslan réð ekki við neitt Yfir fimm þúsund manns voru inni á staðnum en samkvæmt frétt Reuters voru það einungis þrjátíu lögreglumenn á frívakt sem sáu um öryggisgæslu á viðburðinum. Þeir hafi þar að auki allir verið við inngang staðarins en ekki á dansgólfinu þar sem skotárásin átti sér stað. „Staðurinn var yfirfullur og starfsfólkið réð ekki neitt við neitt. Hlið inn á staðinn brotnaði í troðningnum þegar fólk reyndi að komast inn,“ segir Helena. Helena bætir við að vinkonurnar hafi reynt að halda ró sinni síðustu daga. „Vinkona mín er frá Púertó Ríkó og hún er mun vanari skotárásum. Þar gerist það iðulega að fólk er skotið að tilefnislausu úti á götu. Mamma hennar hrósaði henni fyrir að bregðast rétt við þegar hún sá byssuna.“
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira