Innlent

Árekstur á Selfossi

Gissur Sigurðsson skrifar
Harður árekstur varð innanbæjar á Selfossi síðdegis í gær, á einu ljósastýrðu gatnamótunum í bænum.
Harður árekstur varð innanbæjar á Selfossi síðdegis í gær, á einu ljósastýrðu gatnamótunum í bænum. visir/stefán
Harður árekstur varð innanbæjar á Selfossi síðdegis í gær, á einu ljósastýrðu gatnamótunum í bænum.

Ljósin eru á gatnamótum Tryggvagötu og Engjavegar og skullu þar tveir bílar saman, en ökumenn beggja sluppu ómeiddir þótt bílarnir skemmdust mikið. Svo virðist sem annar ökumaðurinn hafi ekið inn á gatnamótin á talsverðum hraða á móti rauðu ljósi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×