Innlent

Mæðgin lentu í sjálfheldu á Ingólfsfjalli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/e.ól
Kona með níu ára gamlan son sinn lenti í sjálfheldu á Ingólfsfjalli rétt eftir klukkan 19 í kvöld.

Björgunarsveitir á Selfossi og á Hveragerði voru kallaðar út og komu mæðginunum niður. Sjúkralið og lögregla tóku á móti þeim en að sögn lögreglunnar í Árnessýslu eru þau ekki slösuð en töluvert skelkuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×