Fjöldi mætti til þess að mótmæla á fótboltaráðstefnu í Hong Kong í gær þar sem Sepp Blatter, forseti FIFA, var staddur.
Þeir voru að mótmæla aðbúnaði verkamanna í Katar en þar er verið að undirbúa HM 2022. Það hefur ekki gengið þrautalaust að byggja mannvirkin þar og hermt er að um 1.200 manns hafi þegar látist.
Verkamennirnir eru sagðir vinna við glórulausar aðstæður og öryggi þeirra ekkert.
Blatter tjáði sig um málið á ráðstefnunni en sagði það í raun ekki koma FIFA við.
"Þeir eru í vandræðum og við vitum af því. Þetta er aftur á móti ekki mál fyrir FIFA heldur fyrir Katar og fyrirtækin sem byggja vellina og eru ábyrg fyrir öryggi starfsmanna sinna," sagði Blatter.
Sama staða er í Brasilíu þar sem HM fer fram í sumar. Þar hefur fjöldi manna einnig dáið í undirbúningi HM. Blatter segir það mál ekki heldur koma FIFA við.
Dauðsföll í Katar koma FIFA ekki við

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

„Við viljum meira“
Fótbolti


KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn


