Kaupa megi náttúrupassa á skattframtalinu Linda Blöndal skrifar 28. nóvember 2014 18:30 Frumvarp Iðnaðar og viðskiptaráðherra um náttúrupassa var samþykkt í ríkisstjórn í dag. Dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands gagnrýnir að Íslendingar muni með náttúrupassa þurfa að standa undir kostnaði vegna fjölgunar ferðamanna. Kaupa í gegnum skattframtaliðRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur til að náttúrupassar verði seldir átján ára og eldri fyrir fimmtán hundruð krónur og gildistíminn verði þrjú ár. Sama gildi gagnvart Íslendingum eða útlendingum nema að verið er að skoða hvort að landsmenn geti keypt passann í gegnum skattaskýrsluna sína.Hvati fyrir einkafyrirtækiÖll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga verða undir þessu gjaldi. Hvati verður fyrir einkafyrirtæki að taka þátt með greiðslum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Miklar tekjur eru áætlaðar af passanum sem rennur til uppbyggingar og verndun ferðamannastaða. Ekki verður skylt að ganga með passann á sér heldur mun rafrænt kerfi halda utan um handhafana.Þurfa ekki að ganga með passann á sérRáðherra kynnir nú málið í þingflokkum stjórnarflokkanna til samþykktar. Erlendir ferðamenn eru þó tilbúnir að borga meira en lagt er til eða á bilinu fimm til átta þúsund krónur fyrir náttúrupassa miðað við nýja könnun Ferðamálastofu. Ekki er einhugur um þessa gjaldtökuleið innan Samtaka ferðaþjónustunnar, margir þar vilja frekar hækka gistináttaskatt.Borga fyrir stækkun greinarinnarAnna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í Ferðamálafræði við Háskóla Íslands, segir að með þessari leið er lagt gjald á landsmenn vegna útþenslu einnar atvinnugreinar og átroðnings erlendra gesta. segir Anna Dóra. „Þá þurfa Íslendingar að fara að borga til að skoða náttúru landsins sem þeir hafa hingað til haft frjálsan til þessa, vegna þess að það er vöxtur í atvinnugreininni Ferðaþjónustu og vegna þess að erlendum ferðamönnum fjölgar það mikið að það veldur ágangi á náttúru landsins. Að þá þurfi landsmenn að fara að borga fyrir að skoða sitt eigið land. Þetta finnst mér hættuleg þróun", sagði Anna Dóra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Lög um almannarétt eru í gildiHún bendir á að lög hafi verið í gildi síðan í Grágás í margar aldir um að landsmenn megi ferðast frjálsir um land sitt. „Það gilda lög hér í landinu um almannarétt og það þýðir að almenningur hefur frjálsan aðgang að landi og ef það er ekki lengur til staðar þá er búið að breyta lögunum um almannarétt. Að ætla að fara að breyta þeim lögum vegna þess að hér er mikill vöxtur í einni atvinnugrein sem heitir Ferðaþjónusta, það er stórmál", sagði Anna Dóra.Skýra þarf lagalega hlið málsinsEnn frekar á eftir að koma í ljós hvort að náttúrupassinn samræmist Náttúruverndarlögum, þar er gert ráð fyrir heftum aðgangi að náttúru vegna verndunarstjónarmiða. Ráðherra veitti ekki viðtali í dag. enda þar gert ráð fyrir . Tengdar fréttir Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Frumvarp Iðnaðar og viðskiptaráðherra um náttúrupassa var samþykkt í ríkisstjórn í dag. Dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands gagnrýnir að Íslendingar muni með náttúrupassa þurfa að standa undir kostnaði vegna fjölgunar ferðamanna. Kaupa í gegnum skattframtaliðRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur til að náttúrupassar verði seldir átján ára og eldri fyrir fimmtán hundruð krónur og gildistíminn verði þrjú ár. Sama gildi gagnvart Íslendingum eða útlendingum nema að verið er að skoða hvort að landsmenn geti keypt passann í gegnum skattaskýrsluna sína.Hvati fyrir einkafyrirtækiÖll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga verða undir þessu gjaldi. Hvati verður fyrir einkafyrirtæki að taka þátt með greiðslum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Miklar tekjur eru áætlaðar af passanum sem rennur til uppbyggingar og verndun ferðamannastaða. Ekki verður skylt að ganga með passann á sér heldur mun rafrænt kerfi halda utan um handhafana.Þurfa ekki að ganga með passann á sérRáðherra kynnir nú málið í þingflokkum stjórnarflokkanna til samþykktar. Erlendir ferðamenn eru þó tilbúnir að borga meira en lagt er til eða á bilinu fimm til átta þúsund krónur fyrir náttúrupassa miðað við nýja könnun Ferðamálastofu. Ekki er einhugur um þessa gjaldtökuleið innan Samtaka ferðaþjónustunnar, margir þar vilja frekar hækka gistináttaskatt.Borga fyrir stækkun greinarinnarAnna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í Ferðamálafræði við Háskóla Íslands, segir að með þessari leið er lagt gjald á landsmenn vegna útþenslu einnar atvinnugreinar og átroðnings erlendra gesta. segir Anna Dóra. „Þá þurfa Íslendingar að fara að borga til að skoða náttúru landsins sem þeir hafa hingað til haft frjálsan til þessa, vegna þess að það er vöxtur í atvinnugreininni Ferðaþjónustu og vegna þess að erlendum ferðamönnum fjölgar það mikið að það veldur ágangi á náttúru landsins. Að þá þurfi landsmenn að fara að borga fyrir að skoða sitt eigið land. Þetta finnst mér hættuleg þróun", sagði Anna Dóra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Lög um almannarétt eru í gildiHún bendir á að lög hafi verið í gildi síðan í Grágás í margar aldir um að landsmenn megi ferðast frjálsir um land sitt. „Það gilda lög hér í landinu um almannarétt og það þýðir að almenningur hefur frjálsan aðgang að landi og ef það er ekki lengur til staðar þá er búið að breyta lögunum um almannarétt. Að ætla að fara að breyta þeim lögum vegna þess að hér er mikill vöxtur í einni atvinnugrein sem heitir Ferðaþjónusta, það er stórmál", sagði Anna Dóra.Skýra þarf lagalega hlið málsinsEnn frekar á eftir að koma í ljós hvort að náttúrupassinn samræmist Náttúruverndarlögum, þar er gert ráð fyrir heftum aðgangi að náttúru vegna verndunarstjónarmiða. Ráðherra veitti ekki viðtali í dag. enda þar gert ráð fyrir .
Tengdar fréttir Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30