Danskur sendiherra mótmælir og vill halda bílastæðum við innganginn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. júlí 2014 18:15 Danir vilja bílastæði beint framan við aðalinngang sendiráðs síns en ekki þessi tvö stæði sem borgin býður handan við hornið. Fréttablaðið/Valli „Sendiráðið getur ekki fallist á að bílastæðin framan við sendiráðið verði lögð niður og í stað þeirra komi tvö bílastæði á Smiðjustíg,“ segir Mette Kjuel Nilsen, sendiherra Danmerkur á Íslandi, í bréfi til Reykjavíkurborgar. Fram kemur í bréfi sendiherrans að skipulagssvið borgarinnar hafi kynnt fyrirhugaðar breytingar á Hverfisgötu í bréfi og samtali í mars og apríl í vor. Bjóða á sendiráðinu bílastæði við vesturmörk lóðarinnar á Smiðjustíg. „Lausnin sem lögð er til hefur í för með sér að það er ekkert stæði við sendiráðið til að ferma og afferma bíla auk þess sem ekki yrði beinn aðgangur að sendiráðinu frá bílastæði á Smíðustíg. Við viljum halda bílastæðunum eins og nú er,“ skrifar sendiherrann sem einnig hefur efasemdir um trjáræktaráform borgarinnar við Hverfisgötu. „Gróðursetja á þrjú tré á gangstéttinni framan við garð sendiráðsins. Í garði sendiráðsins út að Hverfisgötu eru fimm tré í dag. Það lítur því ekki út fyrir að nauðsynlegt sé að taka pláss undir fleiri tré á gangstéttinni,“ segir í bréfi sendiherrans danska. Þó undirstrikar Mette Kjuel Nilsen að sendiráðið hlakki til breytingarinnar sem fegra muni Hverfisgötu umtalsvert og að það vilji gjarnan hafa samstarf um málið. Bréf sendiherrans, sem ritað er á dönsku, var á miðvikudag lagt fyrir umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Þaðan var bréfið sent til athugunar hjá embættismönnum. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Sendiráðið getur ekki fallist á að bílastæðin framan við sendiráðið verði lögð niður og í stað þeirra komi tvö bílastæði á Smiðjustíg,“ segir Mette Kjuel Nilsen, sendiherra Danmerkur á Íslandi, í bréfi til Reykjavíkurborgar. Fram kemur í bréfi sendiherrans að skipulagssvið borgarinnar hafi kynnt fyrirhugaðar breytingar á Hverfisgötu í bréfi og samtali í mars og apríl í vor. Bjóða á sendiráðinu bílastæði við vesturmörk lóðarinnar á Smiðjustíg. „Lausnin sem lögð er til hefur í för með sér að það er ekkert stæði við sendiráðið til að ferma og afferma bíla auk þess sem ekki yrði beinn aðgangur að sendiráðinu frá bílastæði á Smíðustíg. Við viljum halda bílastæðunum eins og nú er,“ skrifar sendiherrann sem einnig hefur efasemdir um trjáræktaráform borgarinnar við Hverfisgötu. „Gróðursetja á þrjú tré á gangstéttinni framan við garð sendiráðsins. Í garði sendiráðsins út að Hverfisgötu eru fimm tré í dag. Það lítur því ekki út fyrir að nauðsynlegt sé að taka pláss undir fleiri tré á gangstéttinni,“ segir í bréfi sendiherrans danska. Þó undirstrikar Mette Kjuel Nilsen að sendiráðið hlakki til breytingarinnar sem fegra muni Hverfisgötu umtalsvert og að það vilji gjarnan hafa samstarf um málið. Bréf sendiherrans, sem ritað er á dönsku, var á miðvikudag lagt fyrir umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Þaðan var bréfið sent til athugunar hjá embættismönnum.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira