Innlent

Ellefu djákna- og prestsefni brautskráð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á myndinni eru kandídatarnir ásamt Rut G. Magnúsdóttur, djákna og formanni Djáknafélags Íslands, séra Önnu Sigríði Pálsdóttur, presti Dómkirkjunnar, sem leiddi helgistund við brautskráninguna og Ragnhildi Ásgeirsdóttur djákna, sem hafði umsjón með starfsþjálfuninni á liðnu ári.
Á myndinni eru kandídatarnir ásamt Rut G. Magnúsdóttur, djákna og formanni Djáknafélags Íslands, séra Önnu Sigríði Pálsdóttur, presti Dómkirkjunnar, sem leiddi helgistund við brautskráninguna og Ragnhildi Ásgeirsdóttur djákna, sem hafði umsjón með starfsþjálfuninni á liðnu ári.
Ellefu djákna- og prestsefni brautskráðust úr starfsþjálfun þjóðkirkjunnar við athöfn í Dómkirkjunni í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni.

Þar með hafa þau öðlast embættisgengi sem gefur þeim rétt á að sækja um djákna- eða prestsstörf í þjóðkirkjunni.

Þau sem útskrifuðust eru Díana Ósk Óskarsdóttir, Dís Gylfadóttir, Dóra Sólrún Kristinsdóttir, Guðrún Hrönn Jónsdóttir, Fritz Már Jörgensson, Halla Elín Baldursdóttir, Karen Lind Ólafsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, María Rut Baldursdóttir, Viðar Stefánsson og Þórunn R. Sigurðardóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×