Innlent

Landsbjörg varar við vatnavöxtum

Atli Ísleifsson skrifar
Miklir vaxtavextir hafa orðið á Vestfjörðum síðustu daga.
Miklir vaxtavextir hafa orðið á Vestfjörðum síðustu daga. Vísir/Þuríður Lillý
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hvetur ferðafólk til að gæta ítrustu varúðar þegar ekið er yfir varhugaverð vöð á hálendinu. Miklir vaxtavextir hafa verið í Tungudal og Hnífsdal og er gert ráð fyrir áframhaldandi úrkomu og verulegu afrennsli víða á Vestfjörðum á morgun og laugardag. Sömuleiðis er hætt við skriðuföllum á Vestfjörðum, sem og á Tröllaskaga.

Veðurstofan spáir mikilli úrkomu um mestallt landið á laugardag og mánudag sem mun skila sér í áframhaldandi vatnavöxtum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×