Skrá ekki skipin á Íslandi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. ágúst 2014 13:00 Það væri ekki eftir reglubókinni að segja að Helgafellið væri hér á leið til heimahafnar því skipið er skráð í Þórshöfn. Nú er verið að reyna að lokka það, sem og önnur skip, til íslenskrar heimahafnar. Vísir/GVA Einungis tvö skip sem uppfylla kröfur um kaupskip eru á íslensku skipaskránni þrátt fyrir að árið 2007 hafi lögum verið breytt í því skyni að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins kannar nú hvort útfæra megi lagaumhverfi í kringum skráningu kaupskipa á Íslandi með þeim hætti að Ísland verði samkeppnishæft á alþjóðavettvangi á sviði kaupskipaútgerðar. Hann tók til starfa í þessum mánuði og mun ljúka störfum í desember næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu skal starfshópurinn sérstaklega beina sjónum sínum að því hvernig umhverfi fyrir skráningu skipa hérlendis er fyrir skip sem koma að starfsemi vegna olíuleitar á landgrunni Íslands. Ekki fékkst svar við því hjá fjármálaráðuneytinu hversu miklar fjárhæðir fælust í þeim ávinningi fyrir ríkissjóð ef íslenski kaupskipaflotinn fengist á íslensku skipaskrána. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hugðist Fáfnir Offshore skrá skip sitt í Fjarðabyggð en síðar komist að því að slíkt gerði það að verkum að skipið yrði ekki samkeppnishæft við nágrannaþjóðir eins og Færeyinga. Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann fagnaði því að yfirvöld hefðu hafið þessa vinnu. Færeyingar eru einmitt að skjóta okkur ref fyrir rass í þessum efnum en þar í landi eru til dæmis Samskipafleyin Arnarfell og Helgafell skráð. „Almennt séð eru Samskip fylgjandi því að gera skráningar kaupskipa mögulegar á Íslandi,“ segir Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipafélags Íslands, hefur einnig lýst álíka viðhorfi í fjölmiðlum fyrir hönd Eimskips. Poseidon og Neptune, rannsóknarskip frá fyrirtækinu Neptune, eru hins vegar skráð hér á landi. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Einungis tvö skip sem uppfylla kröfur um kaupskip eru á íslensku skipaskránni þrátt fyrir að árið 2007 hafi lögum verið breytt í því skyni að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins kannar nú hvort útfæra megi lagaumhverfi í kringum skráningu kaupskipa á Íslandi með þeim hætti að Ísland verði samkeppnishæft á alþjóðavettvangi á sviði kaupskipaútgerðar. Hann tók til starfa í þessum mánuði og mun ljúka störfum í desember næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu skal starfshópurinn sérstaklega beina sjónum sínum að því hvernig umhverfi fyrir skráningu skipa hérlendis er fyrir skip sem koma að starfsemi vegna olíuleitar á landgrunni Íslands. Ekki fékkst svar við því hjá fjármálaráðuneytinu hversu miklar fjárhæðir fælust í þeim ávinningi fyrir ríkissjóð ef íslenski kaupskipaflotinn fengist á íslensku skipaskrána. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hugðist Fáfnir Offshore skrá skip sitt í Fjarðabyggð en síðar komist að því að slíkt gerði það að verkum að skipið yrði ekki samkeppnishæft við nágrannaþjóðir eins og Færeyinga. Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann fagnaði því að yfirvöld hefðu hafið þessa vinnu. Færeyingar eru einmitt að skjóta okkur ref fyrir rass í þessum efnum en þar í landi eru til dæmis Samskipafleyin Arnarfell og Helgafell skráð. „Almennt séð eru Samskip fylgjandi því að gera skráningar kaupskipa mögulegar á Íslandi,“ segir Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipafélags Íslands, hefur einnig lýst álíka viðhorfi í fjölmiðlum fyrir hönd Eimskips. Poseidon og Neptune, rannsóknarskip frá fyrirtækinu Neptune, eru hins vegar skráð hér á landi.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira