Gengið á ýmsu í undirbúningi fyrir HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2014 18:30 Mynd frá slysstað. Vísir/Getty Þegar hinn 32 ára gamli byggingaverkamaður Muhammad"Ali Maciel Afonso mætti í vinnuna fimmtudaginn 8. maí fyrr á þessu ári var það hans síðasti vinnudagur. Hann var að setja upp samskiptabúnað í hinum glænýja leikvangi Arena Pantanal í vestanverðri Brasilíu þegar hann varð fyrir raflosti. Hálftíma síðar var hann látinn. Afonso var áttundi verkamaðurinn sem lést við undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem hefst í dag. Fyrr á þessu ári fóru verkamenn við Manaus-leikvanginn í verkfall til að krefjast betri vinnuaðstæðna eftir að þriðji vinnufélagi þeirra hafði látist af slysförum. Það hefur gengið á ýmsu í undirbúningnum fyrir HM. Þrátt fyrir að allir tólf leikvangarnir ættu að vera tilbúnir fyrir árslok 2013 standa framkvæmdir við nokkra þeirra enn yfir. Einnig er óvíst hvort flugvellir og aðrar samgöngur landsins verði tilbúnar til að taka á móti öllum þeim fjölda fólks sem kemur til með að heimsækja landið meðan á HM stendur. Sepp Blatter hefur lýst því yfir að á ferli sínum hjá FIFA hafi hann aldrei séð gestgjafa vera jafn langt á eftir áætlun, jafnvel þótt Brasilía hafi fengið meiri tíma en nokkur önnur gestgjafaþjóð til að undirbúa sig. Arena de São Paulo mun hýsa opnunarleik mótsins á milli Brasilíu og Króatíu. Þak leikvangsins mun þó líklega ekki vera tilbúið fyrr en að mótinu loknu. Í undirbúningsleik fyrr í mánuðinum voru aðeins 40.000 miðar seldir, þótt völlurinn taki 65.000 manns í sæti. Ástæðan var sú að slökkviliðið vildi ekki hleypa áhorfendum inn á hluta vallarins af öryggisástæðum. Erfiðleikarnir við undirbúning HM munu að öllum líkindum endurtaka sig fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. Nýlega kom fram í fréttum að flóinn, þar sem siglingakeppnir leikanna munu fara fram, er og verði undirlagður rusli, skólpi og jafnvel mannslíkum og hundshræjum. En eins og staðan er núna eiga Brasilíumenn nóg með að leggja lokahönd á HM sem hefst í dag. Heimsmeistaramótið 2014 á að vera tákn um vaxandi efnahagsmátt og sterka stöðu Brasilíu í alþjóðasamfélaginu, líkt og þegar landið hélt HM síðast fyrir 64 árum. Hinir glæstu draumar þjóðarinnar urðu þá vonbrigðum að bráð, bæði á knattspyrnuvellinum og í brasilísku samfélagi. Mun sagan endurtaka sig í ár?Glæsilegt fylgirit um heimsmeistarakeppnina í Brasilíu fylgdi Fréttablaðinu í morgun en þessi grein birtist fyrst þar.Stöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Þegar hinn 32 ára gamli byggingaverkamaður Muhammad"Ali Maciel Afonso mætti í vinnuna fimmtudaginn 8. maí fyrr á þessu ári var það hans síðasti vinnudagur. Hann var að setja upp samskiptabúnað í hinum glænýja leikvangi Arena Pantanal í vestanverðri Brasilíu þegar hann varð fyrir raflosti. Hálftíma síðar var hann látinn. Afonso var áttundi verkamaðurinn sem lést við undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem hefst í dag. Fyrr á þessu ári fóru verkamenn við Manaus-leikvanginn í verkfall til að krefjast betri vinnuaðstæðna eftir að þriðji vinnufélagi þeirra hafði látist af slysförum. Það hefur gengið á ýmsu í undirbúningnum fyrir HM. Þrátt fyrir að allir tólf leikvangarnir ættu að vera tilbúnir fyrir árslok 2013 standa framkvæmdir við nokkra þeirra enn yfir. Einnig er óvíst hvort flugvellir og aðrar samgöngur landsins verði tilbúnar til að taka á móti öllum þeim fjölda fólks sem kemur til með að heimsækja landið meðan á HM stendur. Sepp Blatter hefur lýst því yfir að á ferli sínum hjá FIFA hafi hann aldrei séð gestgjafa vera jafn langt á eftir áætlun, jafnvel þótt Brasilía hafi fengið meiri tíma en nokkur önnur gestgjafaþjóð til að undirbúa sig. Arena de São Paulo mun hýsa opnunarleik mótsins á milli Brasilíu og Króatíu. Þak leikvangsins mun þó líklega ekki vera tilbúið fyrr en að mótinu loknu. Í undirbúningsleik fyrr í mánuðinum voru aðeins 40.000 miðar seldir, þótt völlurinn taki 65.000 manns í sæti. Ástæðan var sú að slökkviliðið vildi ekki hleypa áhorfendum inn á hluta vallarins af öryggisástæðum. Erfiðleikarnir við undirbúning HM munu að öllum líkindum endurtaka sig fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. Nýlega kom fram í fréttum að flóinn, þar sem siglingakeppnir leikanna munu fara fram, er og verði undirlagður rusli, skólpi og jafnvel mannslíkum og hundshræjum. En eins og staðan er núna eiga Brasilíumenn nóg með að leggja lokahönd á HM sem hefst í dag. Heimsmeistaramótið 2014 á að vera tákn um vaxandi efnahagsmátt og sterka stöðu Brasilíu í alþjóðasamfélaginu, líkt og þegar landið hélt HM síðast fyrir 64 árum. Hinir glæstu draumar þjóðarinnar urðu þá vonbrigðum að bráð, bæði á knattspyrnuvellinum og í brasilísku samfélagi. Mun sagan endurtaka sig í ár?Glæsilegt fylgirit um heimsmeistarakeppnina í Brasilíu fylgdi Fréttablaðinu í morgun en þessi grein birtist fyrst þar.Stöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira