Hefur verulegar áhyggjur af ýsustofninum Jón Júlíus Karlsson skrifar 12. júní 2014 20:00 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar hefur verulegar áhyggjur af ýsustofninum og leggur til að aflahámark lækki um tæp átta þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Aflahámark á þorski hækkar nokkuð minna en vonast var til.Tíðindi dagsins þykja nokkur vonbrigði fyrir hagsmunaaðila í sjávarútvegi sem höfðu vonast eftir því að aflaráðgjöf yrði aukin í mörgum tegundum. Áhyggjur flestra beinast að ýsustofninum sem hefur hríðlækkað á síðustu árum. Fiskveiðiárið 2008/2009 var ýsuaflinn alls 111 þúsund tonn en verður tæplega fjórfalt minni á næsta fiskveiðiári. „Þegar 2007 árangurinn, sem er síðasti bragglegi árangurinn, verður uppurinn þá er fyrirsjáanlegt að aflinn muni minnka verulega nema að það komi til sterkir árgangar,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Aflaráðgjöf Hafró gefur til kynna að aflahámark á þorski aukist um þrjú þúsund tonn á milli ára. Vonir stóðu til að nokkur aukning yrði í þorskstofninum en Jóhann segir stofninn ekki hafa styrkst nóg á milli ára. Lagt er til að veiði á þorski verði 218 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. „Við gerðum ráð fyrir aðeins meiri aukningu, kannski 10 þúsund tonna meiri aukningu en raunin varð og það helgast af því að við metum það svo að meðalþyngdir á árinu 2014 eru heldur lægri en við gerðum ráð fyrir og voru í fyrra.“Loðnuaflinn gæti margfaldast Aflaráðgjöf á grálúðu eykst talsvert á milli ára og verður 25 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Jafnframt er búist við því að loðnustofninn taki við sér en nýliðin loðnuvertíð var eins sú versta í ára raðir. Aflaráðgjöf er 225 þúsund tonn fyrir næsta fiskveiðiár en Jóhann telur að hægt verði að veiða tvöfalt meira en það. „Nú þegar gerum við ráð fyrir því að vertíðin á næsta ári geti verið eitthvað í kringum 450 þúsund tonn. Það er þó háð því að við staðfestum það með mælingum á komandi vetri. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt, ekki bara fyrir loðnuveiðarnar því þetta er líka vísbending um það að það verði meira fæðuframboð fyrir okkar nytjafiska. Loðna er ein mikilvægasta fæða þorks og fleiri nytjastofna,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar hefur verulegar áhyggjur af ýsustofninum og leggur til að aflahámark lækki um tæp átta þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Aflahámark á þorski hækkar nokkuð minna en vonast var til.Tíðindi dagsins þykja nokkur vonbrigði fyrir hagsmunaaðila í sjávarútvegi sem höfðu vonast eftir því að aflaráðgjöf yrði aukin í mörgum tegundum. Áhyggjur flestra beinast að ýsustofninum sem hefur hríðlækkað á síðustu árum. Fiskveiðiárið 2008/2009 var ýsuaflinn alls 111 þúsund tonn en verður tæplega fjórfalt minni á næsta fiskveiðiári. „Þegar 2007 árangurinn, sem er síðasti bragglegi árangurinn, verður uppurinn þá er fyrirsjáanlegt að aflinn muni minnka verulega nema að það komi til sterkir árgangar,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Aflaráðgjöf Hafró gefur til kynna að aflahámark á þorski aukist um þrjú þúsund tonn á milli ára. Vonir stóðu til að nokkur aukning yrði í þorskstofninum en Jóhann segir stofninn ekki hafa styrkst nóg á milli ára. Lagt er til að veiði á þorski verði 218 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. „Við gerðum ráð fyrir aðeins meiri aukningu, kannski 10 þúsund tonna meiri aukningu en raunin varð og það helgast af því að við metum það svo að meðalþyngdir á árinu 2014 eru heldur lægri en við gerðum ráð fyrir og voru í fyrra.“Loðnuaflinn gæti margfaldast Aflaráðgjöf á grálúðu eykst talsvert á milli ára og verður 25 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Jafnframt er búist við því að loðnustofninn taki við sér en nýliðin loðnuvertíð var eins sú versta í ára raðir. Aflaráðgjöf er 225 þúsund tonn fyrir næsta fiskveiðiár en Jóhann telur að hægt verði að veiða tvöfalt meira en það. „Nú þegar gerum við ráð fyrir því að vertíðin á næsta ári geti verið eitthvað í kringum 450 þúsund tonn. Það er þó háð því að við staðfestum það með mælingum á komandi vetri. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt, ekki bara fyrir loðnuveiðarnar því þetta er líka vísbending um það að það verði meira fæðuframboð fyrir okkar nytjafiska. Loðna er ein mikilvægasta fæða þorks og fleiri nytjastofna,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira