Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. október 2014 08:00 Arnar Gunnlaugsson og félagar hans í einkahlutafélaginu JL Holding ehf. hafa óskað eftir því að opna hostel á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. vísir/stefán Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, sem eru á meðal hluthafa í einkahlutafélaginu JL Holding ehf., hafa lagt inn umsókn til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um að opna gistiheimili í JL-húsinu sögufræga sem stendur við Hringbraut í Reykjavík. Félagið hefur í hyggju að starfrækja gististað á tveimur efstu hæðunum í húsinu, fjórðu og fimmtu hæð. „Okkur langar mikið til að glæða þetta sögufræga hús smá lífi. Við teljum húsið henta mjög vel í slíka starfsemi. Húsið á mikla sögu og við erum alveg á því að það eigi að vera líf þarna,“ segir Arnar Gunnlaugsson. Sem stendur er umsókn þeirra félaga í ferli hjá Reykjavíkurborg og er ekki enn komið grænt ljós á framkvæmdirnar. „Við vonumst eftir því að umsóknin verði tekin til skoðunar á næstu vikum,“ bætir Arnar við. Í umsókninni er óskað eftir leyfi fyrir 185 gistirýmum eða rúmum, en JL Holding hefur átt fjórðu og fimmtu hæðina í húsinu í um það bil eitt ár. „Það er yfirleitt talað um rúm frekar en herbergi þegar talað er um hostel.“Arnar GunnlaugssonHerbergin verða misstór, allt frá einstaklingsherbergjum upp í tíu manna herbergi. Arnar segir Kex hostel hafi sett ákveðinn staðal hvað varðar gæði og stemningu en að þeir félagar ætli að gera sína eigin hluti og hafa sitt eigið konsept. „Við erum fullvissir um að okkar konsept og stemning eigi eftir að falla vel að ört stækkandi ferðamannamarkaði á Íslandi. Stemningin á Kexi er mjög skemmtileg og heillandi en okkur langar líka að búa til góða stemningu og ætlum okkur allavega ekki að verða síðri en Kex. Það er alveg rými fyrir nokkur góð hostel í viðbót í Reykjavík,“ útskýrir Arnar og bætir við; „Ég held að hinn almenni ferðamaður geri líka meiri kröfur í dag, hvort sem það er hostel eða hótel.“ Arnar segir það vel geta verið að þeir muni sækja um leyfi fyrir bar eða veitingastað seinna meir, en það sé ekki á döfinni núna. Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, ReykjavíkurAkademían, var áður með aðstöðu sína á efstu tveimur hæðunum í húsinu. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, sem eru á meðal hluthafa í einkahlutafélaginu JL Holding ehf., hafa lagt inn umsókn til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um að opna gistiheimili í JL-húsinu sögufræga sem stendur við Hringbraut í Reykjavík. Félagið hefur í hyggju að starfrækja gististað á tveimur efstu hæðunum í húsinu, fjórðu og fimmtu hæð. „Okkur langar mikið til að glæða þetta sögufræga hús smá lífi. Við teljum húsið henta mjög vel í slíka starfsemi. Húsið á mikla sögu og við erum alveg á því að það eigi að vera líf þarna,“ segir Arnar Gunnlaugsson. Sem stendur er umsókn þeirra félaga í ferli hjá Reykjavíkurborg og er ekki enn komið grænt ljós á framkvæmdirnar. „Við vonumst eftir því að umsóknin verði tekin til skoðunar á næstu vikum,“ bætir Arnar við. Í umsókninni er óskað eftir leyfi fyrir 185 gistirýmum eða rúmum, en JL Holding hefur átt fjórðu og fimmtu hæðina í húsinu í um það bil eitt ár. „Það er yfirleitt talað um rúm frekar en herbergi þegar talað er um hostel.“Arnar GunnlaugssonHerbergin verða misstór, allt frá einstaklingsherbergjum upp í tíu manna herbergi. Arnar segir Kex hostel hafi sett ákveðinn staðal hvað varðar gæði og stemningu en að þeir félagar ætli að gera sína eigin hluti og hafa sitt eigið konsept. „Við erum fullvissir um að okkar konsept og stemning eigi eftir að falla vel að ört stækkandi ferðamannamarkaði á Íslandi. Stemningin á Kexi er mjög skemmtileg og heillandi en okkur langar líka að búa til góða stemningu og ætlum okkur allavega ekki að verða síðri en Kex. Það er alveg rými fyrir nokkur góð hostel í viðbót í Reykjavík,“ útskýrir Arnar og bætir við; „Ég held að hinn almenni ferðamaður geri líka meiri kröfur í dag, hvort sem það er hostel eða hótel.“ Arnar segir það vel geta verið að þeir muni sækja um leyfi fyrir bar eða veitingastað seinna meir, en það sé ekki á döfinni núna. Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, ReykjavíkurAkademían, var áður með aðstöðu sína á efstu tveimur hæðunum í húsinu.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira