Segir breytingarnar 1995 eina mestu réttarbót sem Ísland hafi innleitt Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. október 2014 07:00 Róbert R. Spanó tók til starfa sem dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í nóvember í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Ljóst er að MSE hefur haft mikil áhrif á Íslandi frá lögfestingu hans árið 1994 enda var mannréttindakafla stjórnarskrárinnar breytt árið 1995 til að koma til móts við skuldbindingar Íslands samkvæmt sáttmálanum. Áhrifanna gætir víðaMyndir þú segja að þetta væri mikilvægasta réttarbót á Íslandi þegar mannréttindi eru annars vegar? „Ég myndi segja að þær breytingar sem urðu á íslenskum lögum með lögfestingu sáttmálans og stjórnarskrárbreytingarnar á mannréttindakaflanum 1995 séu tvímælalaust ein mesta réttarbót sem Ísland hefur innleitt í sína löggjöf. Það sem hefur líka gerst í framhaldinu er að við höfum séð afleiðingarnar af þessum breytingum í dómaframkvæmd og einnig hefur þetta haft áhrif á þjóðfélagsumræðuna og hvernig borgararnir skilja og skilgreina sinn rétt,“ segir Róbert. Í liðinni viku var kveðinn upp áfellisdómur yfir íslenska ríkinu í máli Erlu Hlynsdóttur og var þetta í annað skipti sem hún vann mál gegn ríkinu fyrir dómstólnum. Tíðir áfellisdómar yfir Íslandi í Strassborg á síðustu árum þegar tjáningarfrelsið er annars vegar vekja spurningar um hvort íslenskir dómstólar hafi verið seinir að taka við sér til að tryggja einstaklingum þau réttindi sem stjórnarskrárbreytingin árið 1995 átti að tryggja. Þ.e. að skerðing á tjáningarfrelsinu væri aðeins heimil ef hún væri nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi.Hafa dómstólar hér á landi verið of lengi að tryggja einstaklingum eðlilega réttarvernd samkvæmt tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar?„Ég held að það sé ekki heppilegt að ég sé að gefa íslenskum dómstólum einkunn. Þegar dómar eru kveðnir upp hér í málum einstakra aðildarríkja þar sem niðurstaðan felur í sér áfelli fyrir það ríki þá eru eðlileg viðbrögð við þær aðstæður að skoða hvað hefur brugðist. Menn geta deilt um það hvort niðurstaða MDE í hvert og eitt sinn sé vel rökstudd. Hvað sem því líður held ég að hin réttu viðbrögð hljóti að vera þau að dómsúrlausn sé skoðuð og metið hvort eitthvað í verklagi dómstóla og nálgun á lögfræðileg viðfangsefni þurfi breytinga við til að tryggja að borgararnir í viðkomandi ríki njóti þeirra mannréttinda sem sáttmálinn gerir ráð fyrir eins og hann er túlkaður á hverjum tíma af MDE. Varðandi tjáningarfrelsið þá er mikilvægt að þær úrlausnir sem hafa gengið á undanförnum árum frá Íslandi séu teknar til skoðunar og þær metnar með tilliti til þess hvernig eigi að bregðast við til framtíðar.“Sáttmálinn gerir ráð fyrir breytilegri túlkunMDE hefur verið gagnrýndur fyrir fljótandi lögskýringu (e. living instrument) á ákvæðum sáttmálans. Þannig að inntak ákvæða sáttamálans geti verið breytilegt. Hver er þín afstaða? „Það þarf mikið til til að dómarar hér víki frá eldri fordæmum. Sérstaklega þegar um er að ræða grundvallarlögskýringaraðferðir dómstólsins. Þegar sáttmálinn var saminn stóð valið milli þess að orða efnisreglurnar með opnum og víðtækum hætti eða vera með nákvæmar útlistanir á réttindum sem borgararnir myndu fá. Þeirri leið var hafnað. Í grunninn var það hugsunin með sáttmálanum að hann yrði túlkaður með praktískum hætti þannig að hann tæki tillit til aðstæðna á hverjum tíma. Í raun má segja að í texta sáttmálans og hvernig hann er framsettur felist óbein viðurkenning á þeirri lögskýringaraðferð sem dómstóllinn hefur beitt.“Taki tillit til fordæma MDEÆtti Hæstiréttur að horfa til dóma MDE sem lögskýringargagna eingöngu eða ætti rétturinn að fylgja túlkunum MDE á ákvæðum Mannréttindasáttmálans?„Það er ljóst að dómar MDE eru ekki bindandi að íslenskum rétti. Það leiðir af ákvæðum laganna um Mannréttindasáttmála Evrópu. Á hinn bóginn er ekki nóg með að sáttmálinn sé lögfestur, hann er bindandi þjóðréttarsamningur fyrir íslenska ríkið. Það er viðurkennd lögskýringaraðferð í íslenskum rétti að við túlkum landsrétt til samræmis við þjóðarétt. Þannig að þegar íslenskir dómstólar túlka sáttmálann og beita honum þá er nauðsynlegt, svo þeir túlki landsrétt til samræmis við þjóðarétt, að þeir taki mið af og taki tillit til dómafordæma MDE.“ Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ljóst er að MSE hefur haft mikil áhrif á Íslandi frá lögfestingu hans árið 1994 enda var mannréttindakafla stjórnarskrárinnar breytt árið 1995 til að koma til móts við skuldbindingar Íslands samkvæmt sáttmálanum. Áhrifanna gætir víðaMyndir þú segja að þetta væri mikilvægasta réttarbót á Íslandi þegar mannréttindi eru annars vegar? „Ég myndi segja að þær breytingar sem urðu á íslenskum lögum með lögfestingu sáttmálans og stjórnarskrárbreytingarnar á mannréttindakaflanum 1995 séu tvímælalaust ein mesta réttarbót sem Ísland hefur innleitt í sína löggjöf. Það sem hefur líka gerst í framhaldinu er að við höfum séð afleiðingarnar af þessum breytingum í dómaframkvæmd og einnig hefur þetta haft áhrif á þjóðfélagsumræðuna og hvernig borgararnir skilja og skilgreina sinn rétt,“ segir Róbert. Í liðinni viku var kveðinn upp áfellisdómur yfir íslenska ríkinu í máli Erlu Hlynsdóttur og var þetta í annað skipti sem hún vann mál gegn ríkinu fyrir dómstólnum. Tíðir áfellisdómar yfir Íslandi í Strassborg á síðustu árum þegar tjáningarfrelsið er annars vegar vekja spurningar um hvort íslenskir dómstólar hafi verið seinir að taka við sér til að tryggja einstaklingum þau réttindi sem stjórnarskrárbreytingin árið 1995 átti að tryggja. Þ.e. að skerðing á tjáningarfrelsinu væri aðeins heimil ef hún væri nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi.Hafa dómstólar hér á landi verið of lengi að tryggja einstaklingum eðlilega réttarvernd samkvæmt tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar?„Ég held að það sé ekki heppilegt að ég sé að gefa íslenskum dómstólum einkunn. Þegar dómar eru kveðnir upp hér í málum einstakra aðildarríkja þar sem niðurstaðan felur í sér áfelli fyrir það ríki þá eru eðlileg viðbrögð við þær aðstæður að skoða hvað hefur brugðist. Menn geta deilt um það hvort niðurstaða MDE í hvert og eitt sinn sé vel rökstudd. Hvað sem því líður held ég að hin réttu viðbrögð hljóti að vera þau að dómsúrlausn sé skoðuð og metið hvort eitthvað í verklagi dómstóla og nálgun á lögfræðileg viðfangsefni þurfi breytinga við til að tryggja að borgararnir í viðkomandi ríki njóti þeirra mannréttinda sem sáttmálinn gerir ráð fyrir eins og hann er túlkaður á hverjum tíma af MDE. Varðandi tjáningarfrelsið þá er mikilvægt að þær úrlausnir sem hafa gengið á undanförnum árum frá Íslandi séu teknar til skoðunar og þær metnar með tilliti til þess hvernig eigi að bregðast við til framtíðar.“Sáttmálinn gerir ráð fyrir breytilegri túlkunMDE hefur verið gagnrýndur fyrir fljótandi lögskýringu (e. living instrument) á ákvæðum sáttmálans. Þannig að inntak ákvæða sáttamálans geti verið breytilegt. Hver er þín afstaða? „Það þarf mikið til til að dómarar hér víki frá eldri fordæmum. Sérstaklega þegar um er að ræða grundvallarlögskýringaraðferðir dómstólsins. Þegar sáttmálinn var saminn stóð valið milli þess að orða efnisreglurnar með opnum og víðtækum hætti eða vera með nákvæmar útlistanir á réttindum sem borgararnir myndu fá. Þeirri leið var hafnað. Í grunninn var það hugsunin með sáttmálanum að hann yrði túlkaður með praktískum hætti þannig að hann tæki tillit til aðstæðna á hverjum tíma. Í raun má segja að í texta sáttmálans og hvernig hann er framsettur felist óbein viðurkenning á þeirri lögskýringaraðferð sem dómstóllinn hefur beitt.“Taki tillit til fordæma MDEÆtti Hæstiréttur að horfa til dóma MDE sem lögskýringargagna eingöngu eða ætti rétturinn að fylgja túlkunum MDE á ákvæðum Mannréttindasáttmálans?„Það er ljóst að dómar MDE eru ekki bindandi að íslenskum rétti. Það leiðir af ákvæðum laganna um Mannréttindasáttmála Evrópu. Á hinn bóginn er ekki nóg með að sáttmálinn sé lögfestur, hann er bindandi þjóðréttarsamningur fyrir íslenska ríkið. Það er viðurkennd lögskýringaraðferð í íslenskum rétti að við túlkum landsrétt til samræmis við þjóðarétt. Þannig að þegar íslenskir dómstólar túlka sáttmálann og beita honum þá er nauðsynlegt, svo þeir túlki landsrétt til samræmis við þjóðarétt, að þeir taki mið af og taki tillit til dómafordæma MDE.“
Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira