Framkvæmdaleyfi við Reykjavíkurflugvöll geti fengist á næstu vikum Hrund Þórsdóttir skrifar 2. maí 2014 20:00 Hjartað í Vatnsmýri hélt í morgun fréttamannafund á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar til að kynna það sem samtökin kalla gróf skref meirihluta borgarstjórnar síðustu vikur í átt að niðurrifi flugvallarins. Málið snýst fyrst og fremst um flugbrautina sem liggur í norð-austur, suð-vestur en hún er kölluð neyðarflugbrautin og til hennar er gripið við erfiðustu aðstæður. Samkvæmt nýju deiliskipulagi mun hún víkja. Deiliskipulagið var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði 26.mars síðastliðinn, degi síðar í borgarráði og fyrsta apríl í borgarstjórn. Málið fékk því hraða afgreiðslu og formenn Hjartans í Vatnsmýri segja meirihluta Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar í borgarstjórn, vanvirða samkomulag um sáttarferli flugvallarins frá því í fyrra. Um leið láti hann líta út fyrir að málið sé í farvegi nefndar Rögnu Árnadóttur sem koma á með tillögur um valkosti fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. „Það væri í raun hægt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir í kringum völlinn bara núna á næstu vikum og það gæti komið mjög niður á framtíðarmöguleikum og Vatnsmýrarvalkostinum innan Rögnunefndarinnar. Það er búið að þrengja mjög að þessu máli og almenningur er mjög illa upplýstur um það ferli sem hefur farið fram,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri. Samtökin eru ósátt við niðurrif fluggarða, sem Stöð 2 og Vísir hafa áður fjallað um og benda á að fyrirhuguð byggð við Hlíðarenda og í Skerjafirði eyðileggi neyðarbrautina. Völlurinn verði þá ófær til sjúkraflugs í verstu veðrum og lokunardögum fjölgi mjög, sem færi nýtingarhlutfall hans í ruslflokk. „Völlurinn fer raunverulega undir kröfur alþjóðaflugmálastjórnar um 95% nothæfisstuðul,“ segir Njáll. Hann segir um mikilvægt kosningamál að ræða. „Það skiptir okkur miklu máli að fólk viti að við erum þverpólitísk. Við styðjum alla sem styðja völlinn í Vatnsmýrinni.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna,“ segir Samfylkingarkonan Kristín Soffía Jónsdóttir. 2. maí 2014 14:32 Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Hjartað í Vatnsmýri hélt í morgun fréttamannafund á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar til að kynna það sem samtökin kalla gróf skref meirihluta borgarstjórnar síðustu vikur í átt að niðurrifi flugvallarins. Málið snýst fyrst og fremst um flugbrautina sem liggur í norð-austur, suð-vestur en hún er kölluð neyðarflugbrautin og til hennar er gripið við erfiðustu aðstæður. Samkvæmt nýju deiliskipulagi mun hún víkja. Deiliskipulagið var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði 26.mars síðastliðinn, degi síðar í borgarráði og fyrsta apríl í borgarstjórn. Málið fékk því hraða afgreiðslu og formenn Hjartans í Vatnsmýri segja meirihluta Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar í borgarstjórn, vanvirða samkomulag um sáttarferli flugvallarins frá því í fyrra. Um leið láti hann líta út fyrir að málið sé í farvegi nefndar Rögnu Árnadóttur sem koma á með tillögur um valkosti fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. „Það væri í raun hægt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir í kringum völlinn bara núna á næstu vikum og það gæti komið mjög niður á framtíðarmöguleikum og Vatnsmýrarvalkostinum innan Rögnunefndarinnar. Það er búið að þrengja mjög að þessu máli og almenningur er mjög illa upplýstur um það ferli sem hefur farið fram,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri. Samtökin eru ósátt við niðurrif fluggarða, sem Stöð 2 og Vísir hafa áður fjallað um og benda á að fyrirhuguð byggð við Hlíðarenda og í Skerjafirði eyðileggi neyðarbrautina. Völlurinn verði þá ófær til sjúkraflugs í verstu veðrum og lokunardögum fjölgi mjög, sem færi nýtingarhlutfall hans í ruslflokk. „Völlurinn fer raunverulega undir kröfur alþjóðaflugmálastjórnar um 95% nothæfisstuðul,“ segir Njáll. Hann segir um mikilvægt kosningamál að ræða. „Það skiptir okkur miklu máli að fólk viti að við erum þverpólitísk. Við styðjum alla sem styðja völlinn í Vatnsmýrinni.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna,“ segir Samfylkingarkonan Kristín Soffía Jónsdóttir. 2. maí 2014 14:32 Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
„Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna,“ segir Samfylkingarkonan Kristín Soffía Jónsdóttir. 2. maí 2014 14:32
Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent