Á undanhaldi að loka á frídegi verslunarmanna Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. ágúst 2014 20:00 Formaður VR segir að frídagur verslunarmanna hafi breyst mikið í áranna rás. Hefðin fyrir að loka verslunum sé á undanhaldi.Vörur gengu kaupum og sölum í miðborg Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að haldið væri hátíðlega upp á frídag verslunarmanna. 110 ár eru frá því að frídagurinn var fyrst haldinn hér á landi.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, kveðst ekki vera á móti því að verslunarmenn kjósi að hafa verslanir sínar opnar á frídegi verslunarmanna. „Hugsunin með frídeginum var auðvitað að gefa verslunarfólki frí en það hefur svo sannarlega breyst. Núna er þetta mesta ferðamannahelgi ársins. Við erum þó búin að tryggja það í kjarasamningum að fólk sé að fá greitt stórhátíðarálag fyrir að vinna á þessum degi,“ segir Ólafía.Allt önnur barátta í haust Ólafía segir erfiða kjarabaráttu framundan í vetur. „Ég hef áhyggjur af því að við séum að fara inn í erfiða samninga. Þetta upphaflega innlegg sem við vorum með í byrjun um að aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og halda aftur af þessu miklu launaskriði - það er greinilegt að það hefur ekki tekist. Við þurfum að huga að allt annarri baráttu en við háðum í lok desember á síðasta ári,“ segir Ólafía. Hún telur þó margt jákvætt hafa áunnist í kjarabaráttunni á síðustu misserum. „Verðbólgumarkmiðin hafa náðst og það er mjög góður árangur en það er alveg ljóst að VR félagar sætta sig ekki við að önnur félög á vinnumarkaðnum séu að semja um eitthvað allt annað en það sem við erum með.“Á tvöföldum launum Þeir sem voru að störfum í miðborginni í dag kvörtuðu ekki yfir því að þurfa að vinna. „Þetta er eins og hver annar dagur,“ sagði Guðbergur Eyjólfsson, verslunareigandi í Volgu á Aðalstræti. „Það er nóg af fólki í bænum og fínn dagur.“Veronika Sólrún Baldursdóttir, starfsmaður verslunarinnar Kvosin, var sátt með vinnudaginn. „Það er mjög fínt. Það hefur verið svolítið rólegt í dag en gaman að tala við viðskiptavinina. Ég er hress,“ sagði Veronika sem var kát enda á stórhátíðarkaupi í vinnunni. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Formaður VR segir að frídagur verslunarmanna hafi breyst mikið í áranna rás. Hefðin fyrir að loka verslunum sé á undanhaldi.Vörur gengu kaupum og sölum í miðborg Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að haldið væri hátíðlega upp á frídag verslunarmanna. 110 ár eru frá því að frídagurinn var fyrst haldinn hér á landi.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, kveðst ekki vera á móti því að verslunarmenn kjósi að hafa verslanir sínar opnar á frídegi verslunarmanna. „Hugsunin með frídeginum var auðvitað að gefa verslunarfólki frí en það hefur svo sannarlega breyst. Núna er þetta mesta ferðamannahelgi ársins. Við erum þó búin að tryggja það í kjarasamningum að fólk sé að fá greitt stórhátíðarálag fyrir að vinna á þessum degi,“ segir Ólafía.Allt önnur barátta í haust Ólafía segir erfiða kjarabaráttu framundan í vetur. „Ég hef áhyggjur af því að við séum að fara inn í erfiða samninga. Þetta upphaflega innlegg sem við vorum með í byrjun um að aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og halda aftur af þessu miklu launaskriði - það er greinilegt að það hefur ekki tekist. Við þurfum að huga að allt annarri baráttu en við háðum í lok desember á síðasta ári,“ segir Ólafía. Hún telur þó margt jákvætt hafa áunnist í kjarabaráttunni á síðustu misserum. „Verðbólgumarkmiðin hafa náðst og það er mjög góður árangur en það er alveg ljóst að VR félagar sætta sig ekki við að önnur félög á vinnumarkaðnum séu að semja um eitthvað allt annað en það sem við erum með.“Á tvöföldum launum Þeir sem voru að störfum í miðborginni í dag kvörtuðu ekki yfir því að þurfa að vinna. „Þetta er eins og hver annar dagur,“ sagði Guðbergur Eyjólfsson, verslunareigandi í Volgu á Aðalstræti. „Það er nóg af fólki í bænum og fínn dagur.“Veronika Sólrún Baldursdóttir, starfsmaður verslunarinnar Kvosin, var sátt með vinnudaginn. „Það er mjög fínt. Það hefur verið svolítið rólegt í dag en gaman að tala við viðskiptavinina. Ég er hress,“ sagði Veronika sem var kát enda á stórhátíðarkaupi í vinnunni.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira