Á undanhaldi að loka á frídegi verslunarmanna Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. ágúst 2014 20:00 Formaður VR segir að frídagur verslunarmanna hafi breyst mikið í áranna rás. Hefðin fyrir að loka verslunum sé á undanhaldi.Vörur gengu kaupum og sölum í miðborg Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að haldið væri hátíðlega upp á frídag verslunarmanna. 110 ár eru frá því að frídagurinn var fyrst haldinn hér á landi.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, kveðst ekki vera á móti því að verslunarmenn kjósi að hafa verslanir sínar opnar á frídegi verslunarmanna. „Hugsunin með frídeginum var auðvitað að gefa verslunarfólki frí en það hefur svo sannarlega breyst. Núna er þetta mesta ferðamannahelgi ársins. Við erum þó búin að tryggja það í kjarasamningum að fólk sé að fá greitt stórhátíðarálag fyrir að vinna á þessum degi,“ segir Ólafía.Allt önnur barátta í haust Ólafía segir erfiða kjarabaráttu framundan í vetur. „Ég hef áhyggjur af því að við séum að fara inn í erfiða samninga. Þetta upphaflega innlegg sem við vorum með í byrjun um að aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og halda aftur af þessu miklu launaskriði - það er greinilegt að það hefur ekki tekist. Við þurfum að huga að allt annarri baráttu en við háðum í lok desember á síðasta ári,“ segir Ólafía. Hún telur þó margt jákvætt hafa áunnist í kjarabaráttunni á síðustu misserum. „Verðbólgumarkmiðin hafa náðst og það er mjög góður árangur en það er alveg ljóst að VR félagar sætta sig ekki við að önnur félög á vinnumarkaðnum séu að semja um eitthvað allt annað en það sem við erum með.“Á tvöföldum launum Þeir sem voru að störfum í miðborginni í dag kvörtuðu ekki yfir því að þurfa að vinna. „Þetta er eins og hver annar dagur,“ sagði Guðbergur Eyjólfsson, verslunareigandi í Volgu á Aðalstræti. „Það er nóg af fólki í bænum og fínn dagur.“Veronika Sólrún Baldursdóttir, starfsmaður verslunarinnar Kvosin, var sátt með vinnudaginn. „Það er mjög fínt. Það hefur verið svolítið rólegt í dag en gaman að tala við viðskiptavinina. Ég er hress,“ sagði Veronika sem var kát enda á stórhátíðarkaupi í vinnunni. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Formaður VR segir að frídagur verslunarmanna hafi breyst mikið í áranna rás. Hefðin fyrir að loka verslunum sé á undanhaldi.Vörur gengu kaupum og sölum í miðborg Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að haldið væri hátíðlega upp á frídag verslunarmanna. 110 ár eru frá því að frídagurinn var fyrst haldinn hér á landi.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, kveðst ekki vera á móti því að verslunarmenn kjósi að hafa verslanir sínar opnar á frídegi verslunarmanna. „Hugsunin með frídeginum var auðvitað að gefa verslunarfólki frí en það hefur svo sannarlega breyst. Núna er þetta mesta ferðamannahelgi ársins. Við erum þó búin að tryggja það í kjarasamningum að fólk sé að fá greitt stórhátíðarálag fyrir að vinna á þessum degi,“ segir Ólafía.Allt önnur barátta í haust Ólafía segir erfiða kjarabaráttu framundan í vetur. „Ég hef áhyggjur af því að við séum að fara inn í erfiða samninga. Þetta upphaflega innlegg sem við vorum með í byrjun um að aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og halda aftur af þessu miklu launaskriði - það er greinilegt að það hefur ekki tekist. Við þurfum að huga að allt annarri baráttu en við háðum í lok desember á síðasta ári,“ segir Ólafía. Hún telur þó margt jákvætt hafa áunnist í kjarabaráttunni á síðustu misserum. „Verðbólgumarkmiðin hafa náðst og það er mjög góður árangur en það er alveg ljóst að VR félagar sætta sig ekki við að önnur félög á vinnumarkaðnum séu að semja um eitthvað allt annað en það sem við erum með.“Á tvöföldum launum Þeir sem voru að störfum í miðborginni í dag kvörtuðu ekki yfir því að þurfa að vinna. „Þetta er eins og hver annar dagur,“ sagði Guðbergur Eyjólfsson, verslunareigandi í Volgu á Aðalstræti. „Það er nóg af fólki í bænum og fínn dagur.“Veronika Sólrún Baldursdóttir, starfsmaður verslunarinnar Kvosin, var sátt með vinnudaginn. „Það er mjög fínt. Það hefur verið svolítið rólegt í dag en gaman að tala við viðskiptavinina. Ég er hress,“ sagði Veronika sem var kát enda á stórhátíðarkaupi í vinnunni.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira