Mýrdælingar ósáttir með breytingar á póstþjónustu Bjarki Ármannsson skrifar 14. júlí 2014 13:26 Íbúðarhús í Mýrdal séð frá þjóðveginum. Póstkassi margra íbúa verður færður niður að vegi. Mynd/Þorbjörg Kristjánsdóttir Íbúar Mýrdals eru í meira lagi ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á póstþjónustu á svæðinu, sem munu fela það í sér að margir þurfa að sækja póst sinn niður að þjóðvegi. „Núna eru póstkassarnir staðsettir upp við húsin,“ segir Eva Dögg Þorsteinsdóttir, íbúi í Garðakoti og ein þeirra sem sendu í dag opið bréf á forstjóra Íslandspóst vegna málsins.Póstkassinn úr augsýn Mýrdælingar fengu tilkynningu um það nú í júní að póstkassar verða færðir út að vegamótum í þeim tilvikum þar sem afleggjari að húsi viðkomandi er lengri en fimmtíu metrar. „Sem þýðir það að oft sérðu ekki póstkassann þinn,“ segir Eva Dögg. „Hann hverfur úr augsýn, þannig þú ert náttúrulega kominn ansi langt frá heimilinu þínu.“ Eva segir að langflestir bæjanna í sveitinni séu með það langan afleggjara að póstkassinn þeirra verði færður. Í bréfinu, sem sjá má í viðhengi með þessari frétt, hafa fimmtíu manns skrifað undir og lýst þannig yfir óánægju sinni með breytingarnar. „Fólk er mjög óánægt. Allir sem voru heima þegar við bönkuðum uppá skrifuðu undir.“Einn starfsmaður sér um póstinn Eva Dögg segir að Mýrdælingar hafi meðal annars áhyggjur af því að kassarnir séu hafðir við þjóðveginn, og í mörgum tilvikum úr augnsýn, vegna mikillar umferðar í sveitinni. Auk þess geti verið mjög vindasamt á svæðinu og í miklu roki hafi komið fyrir að bréf hafi fokið úr póstkössum. „Ef það kemur eitthvað upp á, gögn glatast eða eitthvað, hver er þá ábyrgur?“ spyr hún. „Markmið Póstsins er náttúrulega að koma póstinum alla leið. Maður spyr sig hvernig ætla þeir að ábyrgjast það, þar sem heimili okkar er náttúrulega ekki niðri við þjóðveg.“ Hún segir þetta jafnframt mjög óþægilegt í ljósi þess að erfitt er að segja til um hvenær pósturinn kemur yfir daginn. Vegna niðurskurðar hefur undanfarið aðeins einn starfsmaður í Vík séð um að taka við öllum pósti til Mýrdals, flokka hann og keyra út. Vegna þessa getur póstur borist hvenær sem er frá um ellefu að morgni til um átta að kvöldi. „Okkur finnst þetta ekki alveg sanngjarnt,“ segir Eva. „Þeir sem búa í þéttbýli fá póstinn sinn bara inn um lúguna. Maður spyr sig um réttmæti þess, að okkar póstur liggi bara í póstkassa niður á vegi. Við erum ekki að fá neitt annað í staðinn. Við fáum bara skerðingu.“ Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Íbúar Mýrdals eru í meira lagi ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á póstþjónustu á svæðinu, sem munu fela það í sér að margir þurfa að sækja póst sinn niður að þjóðvegi. „Núna eru póstkassarnir staðsettir upp við húsin,“ segir Eva Dögg Þorsteinsdóttir, íbúi í Garðakoti og ein þeirra sem sendu í dag opið bréf á forstjóra Íslandspóst vegna málsins.Póstkassinn úr augsýn Mýrdælingar fengu tilkynningu um það nú í júní að póstkassar verða færðir út að vegamótum í þeim tilvikum þar sem afleggjari að húsi viðkomandi er lengri en fimmtíu metrar. „Sem þýðir það að oft sérðu ekki póstkassann þinn,“ segir Eva Dögg. „Hann hverfur úr augsýn, þannig þú ert náttúrulega kominn ansi langt frá heimilinu þínu.“ Eva segir að langflestir bæjanna í sveitinni séu með það langan afleggjara að póstkassinn þeirra verði færður. Í bréfinu, sem sjá má í viðhengi með þessari frétt, hafa fimmtíu manns skrifað undir og lýst þannig yfir óánægju sinni með breytingarnar. „Fólk er mjög óánægt. Allir sem voru heima þegar við bönkuðum uppá skrifuðu undir.“Einn starfsmaður sér um póstinn Eva Dögg segir að Mýrdælingar hafi meðal annars áhyggjur af því að kassarnir séu hafðir við þjóðveginn, og í mörgum tilvikum úr augnsýn, vegna mikillar umferðar í sveitinni. Auk þess geti verið mjög vindasamt á svæðinu og í miklu roki hafi komið fyrir að bréf hafi fokið úr póstkössum. „Ef það kemur eitthvað upp á, gögn glatast eða eitthvað, hver er þá ábyrgur?“ spyr hún. „Markmið Póstsins er náttúrulega að koma póstinum alla leið. Maður spyr sig hvernig ætla þeir að ábyrgjast það, þar sem heimili okkar er náttúrulega ekki niðri við þjóðveg.“ Hún segir þetta jafnframt mjög óþægilegt í ljósi þess að erfitt er að segja til um hvenær pósturinn kemur yfir daginn. Vegna niðurskurðar hefur undanfarið aðeins einn starfsmaður í Vík séð um að taka við öllum pósti til Mýrdals, flokka hann og keyra út. Vegna þessa getur póstur borist hvenær sem er frá um ellefu að morgni til um átta að kvöldi. „Okkur finnst þetta ekki alveg sanngjarnt,“ segir Eva. „Þeir sem búa í þéttbýli fá póstinn sinn bara inn um lúguna. Maður spyr sig um réttmæti þess, að okkar póstur liggi bara í póstkassa niður á vegi. Við erum ekki að fá neitt annað í staðinn. Við fáum bara skerðingu.“
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira