Enski boltinn

Messan: Mourinho og leikaraskapurinn hjá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var ósáttur eftir jafnteflið á móti Southampton og talaði um að allir væri komnir í herferð gegn Chelsea-liðinu. En voru Guðmundur Benediktsson og félagar í Messunni sammála því?

„Auðvitað snýst þetta allt um þessa ákvörðun dómarans," sagði Hjörvar Hafliðson og benti í framhaldinu á ummæli og hegðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir leikinn.

Guðmundur Benediktsson sýndi þá mynd af atvikinu í Southampton-leiknum þegar Cesc Fabregas var felldur innan teigs en fékk ekki víti heldur gult spjald.

„Þetta er auðvitað bara víti því hann rennur á ökklan á Fabregas," sagði Hjörvar.

„Fabregas fær þarna gult spjald fyrir leikaraskap og þetta er ekki fyrsta gula spjaldið sem leikmenn Chelsea fá fyrir leikaraskap. Þau hafa ekki öll verið rétt," sagði Guðmundur Benediktsson og Messu-menn sýndu nokkur dæmi um slík gul spjöld.

„Þetta eru allt dæmi sem hann tekur í viðtali eftir leik en heldur þú Óli (Ólafur H. Kristjánsson, gestur Messunnar í gær) að Mourinho trúi því sjálfur að það sé "Campaign" (herferð) gegn honum í England," spyr Hjörvar.

„Ég held að Mourinho trúi því. Hann er frábær þjálfari sem hefur náð frábærum árangri en hann hefur einkenni þess að vera stundum aðeins utan við þann veruleika sem við hin erum í. Þá byrja menn stundum að trúa því að allt og allir séu á móti þeim," sagði Ólafur H. Kristjánsson.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá allt innslag Messunnar um gulu spjöldin sem leikmenn Chelsea hafa fengið fyrir leikaraskap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×