Enski boltinn

Gylfi Sig á bekknum í úrvalsliði Messunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Messan gerði í gær upp leikina sem fóru fram í ensku úrvalsdeildinni á milli jóla og nýárs en Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason völdu einnig úrvalslið fyrri umferðarinnar sem lauk með leik Liverpool og Swansea í gær.

Topplið Chelsea á meira en helming leikmanna í liðinu því strákarnir í Messunni valdi sex leikmenn Chelsea-liðsins í úrvalsliðið sitt.  Leikmennirnir eru John Terry, Cesc Fabregas, Diego Costa, Nemanja Matic, César Azpilicueta og Eden Hazard.

Ekkert annað félag á fleiri en enn leikmann í úrvalsliðinu en Arsenal, Southampton, Manchester United, Aston Villa og Manchester City eiga öll einn leikmann hvert.

Gylfi Þór Sigurðsson er annar í stoðsendingum í ensku úrvalsdeildinni og annar markahæsti leikmaður Swansea og hann kemst á bekkinn hjá strákunum. Chelsea á tvo menn á bekknum og því eru átta leikmenn liðsins meðal þeirra sem hafa staðið sig best í fyrstu 19 umferðunum. Chelsea-mennirnir á bekknum eru þeir Gary Cahill og Thibaut Courtois,

Það er hægt að sjá allt innslagið um úrvalslið fyrri hluta ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella á myndbandið hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×