Innlent

Spilling alvarlegasti vandinn

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Þátttakendur frá 65 löndum um heim allan tóku þátt í könnuninni. Fréttablaðið/Pjetur
Þátttakendur frá 65 löndum um heim allan tóku þátt í könnuninni. Fréttablaðið/Pjetur
Flestir á heimsvísu telja spillingu vera alvarlegasta vandamál mannkynsins, eða um 21 prósent. Flestir Íslendingar telja hins vegar fátækt og ójöfnuð vera helsta vandamálið, eða rúmlega 25 prósent.

Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunar Alþjóðlegu Gallupsamtakanna, sem birta árlega niðurstöður skoðanakönnunar sem framkvæmd var í 65 löndum um heim allan.

Tæplega 10 prósent íslenskra svarenda telja trúarofstæki vera það alvarlegasta og rúm 9 prósent telja umhverfismál vera það sem helst ætti að taka á.

Flestir nefndu efnahagsleg vandamál í Afríku, en 27 prósent Keníubúa svöruðu spurningunni á þann veg, á meðan 10,5 prósent Íslendinga gerðu hið sama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×