Mikill viðbúnaður vegna sýruleka í flutningaskipi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. desember 2014 19:15 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar í ljós kom að fjörutíu lítrar af baneitraðri sýru hefðu lekið úr gámi flutningaskips sem kom til landsins í gærkvöldi. Afar sjaldgæft er að slík atvik komi upp. Flutningaskipið Reykjafoss, sem siglir fyrir Eimskip, lagði af stað hingað til lands frá Kanada fyrir um hálfum mánuði. Á mánudag veitti áhöfn skipsins því athygli að óþekkt efni læki úr einum af gámunum um borð, en það var eiturefnagámur sem innihélt nokkur hundruð lítra af rafgeymasýru, auk metanóls sem notað er til að blanda út rúðuvökva. Því var ákveðið að sigla skipinu til hafnar. „Í gær fengum við fréttir af þessu og fórum strax í að gera ráðstafanir, hafa samband við yfirvöld og undirbúa komu skipsins til landsins. Þá er beðið með að aflesta restina af gámunum þar til að gengið verður úr skugga um að allt sé í lagi,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Ef skipið hefði verið affermt með venjulegum hætti hefðu þeir sem meðhöndla gáminn verið í stórhættu, en lífshættulegt er að komast í snertingu við sýruna eða anda henni að sér. Fyllsta öryggis var því gætt í aðgerðum slökkviliðs, en frétta- og myndatökumaður þurftu til að mynda að halda fjarlægð frá gámnum og snúa undan vindi. „Svona aðstæður eru alltaf hættulegar. Við erum með menn í öryggisbúningum og sá sem er að keyra lyftarann er með reykköfunartæki, svo fyllsta öryggis sé gætt,“ segir Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu. Mjög sjaldgæft er að slík atvik komi upp, enda stöngum öryggiskröfum fylgt þegar raðað er í gámana. Veður hefur þó verið afar slæmt síðustu daga, og ljóst að mikið hefur gengið á, og sýra og farið um allan gáminn. Slökkviliðið var að störfum um sjö klukkutíma en að því loknu var efnunum eytt. Enn er unnið að því að þrífa og yfirfara skipið. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar í ljós kom að fjörutíu lítrar af baneitraðri sýru hefðu lekið úr gámi flutningaskips sem kom til landsins í gærkvöldi. Afar sjaldgæft er að slík atvik komi upp. Flutningaskipið Reykjafoss, sem siglir fyrir Eimskip, lagði af stað hingað til lands frá Kanada fyrir um hálfum mánuði. Á mánudag veitti áhöfn skipsins því athygli að óþekkt efni læki úr einum af gámunum um borð, en það var eiturefnagámur sem innihélt nokkur hundruð lítra af rafgeymasýru, auk metanóls sem notað er til að blanda út rúðuvökva. Því var ákveðið að sigla skipinu til hafnar. „Í gær fengum við fréttir af þessu og fórum strax í að gera ráðstafanir, hafa samband við yfirvöld og undirbúa komu skipsins til landsins. Þá er beðið með að aflesta restina af gámunum þar til að gengið verður úr skugga um að allt sé í lagi,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Ef skipið hefði verið affermt með venjulegum hætti hefðu þeir sem meðhöndla gáminn verið í stórhættu, en lífshættulegt er að komast í snertingu við sýruna eða anda henni að sér. Fyllsta öryggis var því gætt í aðgerðum slökkviliðs, en frétta- og myndatökumaður þurftu til að mynda að halda fjarlægð frá gámnum og snúa undan vindi. „Svona aðstæður eru alltaf hættulegar. Við erum með menn í öryggisbúningum og sá sem er að keyra lyftarann er með reykköfunartæki, svo fyllsta öryggis sé gætt,“ segir Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu. Mjög sjaldgæft er að slík atvik komi upp, enda stöngum öryggiskröfum fylgt þegar raðað er í gámana. Veður hefur þó verið afar slæmt síðustu daga, og ljóst að mikið hefur gengið á, og sýra og farið um allan gáminn. Slökkviliðið var að störfum um sjö klukkutíma en að því loknu var efnunum eytt. Enn er unnið að því að þrífa og yfirfara skipið.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira