Mikill viðbúnaður vegna sýruleka í flutningaskipi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. desember 2014 19:15 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar í ljós kom að fjörutíu lítrar af baneitraðri sýru hefðu lekið úr gámi flutningaskips sem kom til landsins í gærkvöldi. Afar sjaldgæft er að slík atvik komi upp. Flutningaskipið Reykjafoss, sem siglir fyrir Eimskip, lagði af stað hingað til lands frá Kanada fyrir um hálfum mánuði. Á mánudag veitti áhöfn skipsins því athygli að óþekkt efni læki úr einum af gámunum um borð, en það var eiturefnagámur sem innihélt nokkur hundruð lítra af rafgeymasýru, auk metanóls sem notað er til að blanda út rúðuvökva. Því var ákveðið að sigla skipinu til hafnar. „Í gær fengum við fréttir af þessu og fórum strax í að gera ráðstafanir, hafa samband við yfirvöld og undirbúa komu skipsins til landsins. Þá er beðið með að aflesta restina af gámunum þar til að gengið verður úr skugga um að allt sé í lagi,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Ef skipið hefði verið affermt með venjulegum hætti hefðu þeir sem meðhöndla gáminn verið í stórhættu, en lífshættulegt er að komast í snertingu við sýruna eða anda henni að sér. Fyllsta öryggis var því gætt í aðgerðum slökkviliðs, en frétta- og myndatökumaður þurftu til að mynda að halda fjarlægð frá gámnum og snúa undan vindi. „Svona aðstæður eru alltaf hættulegar. Við erum með menn í öryggisbúningum og sá sem er að keyra lyftarann er með reykköfunartæki, svo fyllsta öryggis sé gætt,“ segir Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu. Mjög sjaldgæft er að slík atvik komi upp, enda stöngum öryggiskröfum fylgt þegar raðað er í gámana. Veður hefur þó verið afar slæmt síðustu daga, og ljóst að mikið hefur gengið á, og sýra og farið um allan gáminn. Slökkviliðið var að störfum um sjö klukkutíma en að því loknu var efnunum eytt. Enn er unnið að því að þrífa og yfirfara skipið. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar í ljós kom að fjörutíu lítrar af baneitraðri sýru hefðu lekið úr gámi flutningaskips sem kom til landsins í gærkvöldi. Afar sjaldgæft er að slík atvik komi upp. Flutningaskipið Reykjafoss, sem siglir fyrir Eimskip, lagði af stað hingað til lands frá Kanada fyrir um hálfum mánuði. Á mánudag veitti áhöfn skipsins því athygli að óþekkt efni læki úr einum af gámunum um borð, en það var eiturefnagámur sem innihélt nokkur hundruð lítra af rafgeymasýru, auk metanóls sem notað er til að blanda út rúðuvökva. Því var ákveðið að sigla skipinu til hafnar. „Í gær fengum við fréttir af þessu og fórum strax í að gera ráðstafanir, hafa samband við yfirvöld og undirbúa komu skipsins til landsins. Þá er beðið með að aflesta restina af gámunum þar til að gengið verður úr skugga um að allt sé í lagi,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Ef skipið hefði verið affermt með venjulegum hætti hefðu þeir sem meðhöndla gáminn verið í stórhættu, en lífshættulegt er að komast í snertingu við sýruna eða anda henni að sér. Fyllsta öryggis var því gætt í aðgerðum slökkviliðs, en frétta- og myndatökumaður þurftu til að mynda að halda fjarlægð frá gámnum og snúa undan vindi. „Svona aðstæður eru alltaf hættulegar. Við erum með menn í öryggisbúningum og sá sem er að keyra lyftarann er með reykköfunartæki, svo fyllsta öryggis sé gætt,“ segir Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu. Mjög sjaldgæft er að slík atvik komi upp, enda stöngum öryggiskröfum fylgt þegar raðað er í gámana. Veður hefur þó verið afar slæmt síðustu daga, og ljóst að mikið hefur gengið á, og sýra og farið um allan gáminn. Slökkviliðið var að störfum um sjö klukkutíma en að því loknu var efnunum eytt. Enn er unnið að því að þrífa og yfirfara skipið.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira