Innlent

Þungfært víða á landsbyggðinni: Leið 73 fór útaf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Engir farþegar voru í vagninum og bílstjóra sakaði ekki. Myndin tengist ekki fréttinni.
Engir farþegar voru í vagninum og bílstjóra sakaði ekki. Myndin tengist ekki fréttinni. vísir
Leið 73, sem sinnir uppsveitum Suðurlands fór út af veginum í átt að Brautarholti, um klukkan 6:30 í morgun. Engir farþegar voru í vagninum og bílstjóra sakaði ekki.

Í dag er þungfært víða og hætta á niðurfellingum ferða á landsbyggðinni og jafnvel einhverjum seinkunum á höfuðborgarsvæðinu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.

Farþegar eru hvattir til að fylgjast með nánari upplýsingum á heimasíðu Strætó, jafnframt er minnt á að Strætó býður upp á þá þjónustu að senda sms í síma farþega um ferðir þeirra leiða sem eru á landsbyggðinni.

Til að skrá sig í þá þjónustu er best að senda póst á netfangið thjonustuver@straeto.is með því gsm-númeri sem óskað er eftir að fá upplýsingar sendar í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×