Fótbolti

Hvaða leikmenn og lið eru vinsælust á Twitter?

Ronaldo er kóngurinn á Twitter.
Ronaldo er kóngurinn á Twitter. vísir/getty
Það er áhugavert að rýna í tölur af samfélagsmiðlinum Twitter sem er mikið notaður meðal íþróttamanna sem og áhugamanna um íþróttir. Þegar skammt er eftir af árinu 2014 er gaman að skoða hvað stóð upp úr á Twitter á þessu ári.

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, er langvinsælasti íþróttamaðurinn á Twitter með 31,6 milljón fylgjendur á meðan Brasilíumaðurinn Kaká er næstur með 21,5 milljónir.

Manchester United er vinsælasta félagið á Twitter og hefur oftast verið minnst á Man. Utd á Twitter á þessu ári.

Sá sem átti vinsælasta tístið var aftur á móti Ítalinn Mario Balotelli. Hann skrifaði á HM að ef hann myndi skora gegn Kosta Ríka þá vildi hann fá koss á kinnina frá Bretlandsdrottningu. Því tísti var endurvarpað, eða retweetað, 172 þúsund sinnum.

Alls voru send í loftið 672 milljónir tísta í tengslum við HM síðasta sumar en það er met. 35,6 milljónir tístu um 7-1 sigur Þjóðverja á Brasilía en aldrei hefur jafn oft verið tíst um einn viðburð.

Oftast var minnst á þessi ensku lið á Twitter:

1. Man. Utd

2. Arsenal

3. Liverpool

4. Chelsea

5. Man. City

6. Newcastle

7. Tottenham

8. Everton

9. Southampton

10. Aston Villa

Tíu vinsælustu íþróttamennirnir:

1. Cristiano Ronaldo (@cristiano) 31,6 milljónir fylgjenda

2. Kaka (@kaka) 21,5m

3. LeBron James (@KingJames) 16,6m

4. Neymar (@NeymarJR) 15,5m

5. Ronaldinho (@10Ronaldinho) 11,1m

6. Wayne Rooney (@WayneRooney) 10,2m

7. Andres Iniesta (@andresiniesta8) 9,9m

8. Gerard Pique (@3gerardpique) 9,8m

9. Kevin Durant (@KDTrey5) 8,7m

10. Xabi Alonso (@XabiAlonso) 8,5m

Tíu vinsælustu bresku íþróttamennirnir:

1. Wayne Rooney (@WayneRooney) 10,2m

2. Rio Ferdinand (@rioferdy5) 5,9m

3. Gareth Bale (@GarethBale11) 5,6m

4. Andy Murray (@andy-murray) 2,8m

5. Joey Barton (@Joey7Barton) 2,7m

6. Tom Daley (@TomDaley1994) 2,6m

7. Lewis Hamilton (@LewisHamilton) 2,5m

8. Ashley Cole (@TheRealAC3) 2,5m

9. Rory McIlroy (@McIlroyRory) 2,2m

10. Kevin Pietersen (@KP24) 2m




Fleiri fréttir

Sjá meira


×